Leita í fréttum mbl.is

Góð grein Ragnars Önundarsonar um Eatwell lávarð

Þessa grein Ragnars ættu allir að lesa.

Hún heitir: "Fullsaddir af Eatwell lávarði og hugmyndum hans" - og er á blaðsíðu 21 í Morgunblaðinu í dag. Hér er ein málsgrein greinarinnar: 

- Allt er þegar þrennt er: Við bárum gæfu til þess með Neyðarlögunum að blanda ekki ríkisábyrgð inn í einkaréttarleg vandræði erlendra lánardrottna, sem farið höfðu offari í stjórnlausum lánveitingum sínum til íslenskra einkabanka, fullkomlega skeytingarlausir um hag okkar. Þjóðin bar í annað sinn gæfu til að hafna hugmyndum um ríkisábyrgð á Icesave deiluna. Í bæði skiptin glampaði á rústfrítt stál með áletruninni "AGS". Nú læðist freistarinn enn að okkur, að þess sinni klæddur kápu Eatwell lávarðar og enn erum við beðin að rétta fram hendurnar. Við erum hins vegar fullsödd af endalausum hugmyndum um ríkisábyrgðir. Hann má vel eta þær ofan í sig. Það eru önnur úrræði nærtækari fyrir stjórnvöld fullvalda ríkis.

Amen!

Og góður er líka leiðari dagsins í sama blaði

Hér er tengt efni, fyrst úr Kredit-Gale-Anstalt-Hörpunni í Reykjavík, þar sem öllum er hollt að hlýða aftur á Simon Johnson "- (fjármála)heimurinn er ekki vinur ykkar"

Ásamt löngu masi fjármálaráðherra Íslands um hinn sama Eatwell disk lávarðarins á Bloomberg í gær. Að sjálfur fjármálaráðherrann skuli láta hafa sig út í þetta. Það er ofar mínum skilningi. Þetta er varla góðs viti. Hvað skyldi nú vera í þetta skiptið?

Fyrri færsla

Hagræðingarskróp ríkisstjórnarinnar frá pólitík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband