Leita í fréttum mbl.is

Í 100 ár hefur Morgunblaðið borist til lesenda, nær og fjær

 
Við stöndum enn
Pósturinn helgar Morgunblaðinu nýtt frímerki
Morgunblaðið á 100 ára afmæli
Við eigum blaðinu mikið að þakka
Svo mikið, að þar erum við litlir borgunarmenn
Til hamingju með afmælið - Morgunblað Íslands
Herðið þið vélar og herðið þið prentið! 
 
Í afmælisbarni dagsins sagði Matthías Johannessen:
 
„Kalda stríðið fjallaði ekki um vexti og skuldavanda, heldur líf og dauða.“

Við ættum kannski ekki að reyna að segja Nýfundnalendingum neitt um það. En lífið á undan dauðanum fjallar því miður alltaf um vextina og skuldavanda
 
Með auðvaldinu vannst kalda stríðið. Því má ekki gleyma. Við megum þess vegna ekki glata auðvaldinu. Valdinu yfir auðnum. Og hann getur verið margur, en valdið veikt, í orðsins fyllstu merkingu. Já, við höfum séð veikt vald, meira að segja fárveikt vald. Og það nú nýlega
 
Þeir stóðust ekki
vegna vaxta og skulda
Þorskur Nýfundnalands á frímerki á meðan landið var sjálfstætt ríki.
Um sárt að búa.
Um aldur og ævi.
Nýfundnaland hvarf
sem sjálfstætt fullvalda ríki
árið 1949
 
Þjóðar-varðgæslumenn auðsins hafa aðeins eitt markmið; að varðveita auðinn. Annars er hann dauður og engum til gagns. Farinn, máður út úr raunveruleikanum, nema á blöðum sögunnar. Og sú saga getur orðið sár til aflestrar ef auðvaldið stendur ekki vörðinn
 
Matthías Johannessen heldur áfram:
 
Ég er ekki að segja að þetta sé svona, en það hnígur í áttina. Það er því aldrei mikilvægara en nú að Morgunblaðið standi vörð um arfleifðina, ekki síst tunguna.

Guð hvað ég er Matthíasi Johannessen sammála hér. Því megum við menn ekki hníga í áttina. Ekki hníga í stóra sannleikann. Þá hníga þeir og verða autt-vald, sem frá mönnum verður tekið. Og þetta gerist alltaf í austur. Hnigið er alltaf í austur. Alltaf

Grein mín - Áhlaupið á íslensku krónuna - sem birtist í tímaritinu Þjóðmál, 4. hefti 7. árgangi veturinn 2010/11, er nú öllum aðgengileg á vefsetri mínu tilveraniesb.net
 
Íslenska krónan er undir áhlaupi. Þetta áhlaup er hið fyrsta og eina sem krónan hefur orðið fyrir. Áhlaupið kemur ekki frá fjármálamörkuðum. Það kemur frá skynsemi manna, eða réttara sagt, frá skorti á skynsemi og heilbrigðri hugsun. Það kemur frá stjórnmálamönnum, hagsmunasamtökum og hópum sem vilja leggja íslensku krónuna niður og gera „eitthvað annað“ án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Veruleikafirringin varðandi myntmálin á Íslandi er hættuleg sjálfstæði, fullveldi og framtíð Íslands . .
 
Öll greinin er hér: Áhlaupið á íslensku krónuna
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nú svo!! Hvatningarorð líkt og þau sem Matthías skrifar,svo og stórskáldin á undan,duga vart í dag. Áður tóku Íslendingar þau til sín nánast allir sem einn.Í dag skiptumst við í tvo andstæða póla,hvað sem má kalla þá.sjálfstæðissinna,Evrópusinna,eða ehv.annað. Hún er ekki svo gömul sjálfstæðis saga okkar,þjóðin er á gelgjunni enn þá,erfið og ætlar að höndla allt, gamalt er púkó nema bráðið grjót út í móa. ---- Þökk sé Morgunblaðinu í 100 ár, það lifi að eilífu. Nú skal lesa grein þína Gunnar.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2013 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband