Leita í fréttum mbl.is

Hæsta fjalli í holulandi falið að gera úttekt á Evrópusambandinu

Þetta fjall —háskólarnir— á nú að skyggnast fyrir um hvernig útsýnið yfir Evrópusambandið er. Á hvaða leið sambandið er og hvernig það muni þróast. Þetta er sama háa fjallið og sá um að sjá fyrir um þróun Sovétríkjanna. Sama fjallið og sá fyrir hrun þeirra daginn eftir að þau hrundu. Hið sama gildir um önnur hrun og gos úr veraldarfjallinu. Þeir sáu ekkert fyrir, nema sjálfum sér

Sérfræðinefnd ríkisstjórnarinnar umhverfis ESB-málin er sjálfur útvarpsturn Evrópusambandsins á Íslandi. Og ríkisstjórnin er komin í áskrift hjá því

Ríkisstjórnin er þar af leiðandi að verða, eða er kannski orðin, aumingi með kryppu. Lokið vinsamlegast mörgum háskólum sem fyrst, því þaðan kemur lítið út nema fornleifar. Þeir eru að minnsta kosti ekki nothæfir til þessa formáls

Hvað tefur þjóðkjörna fulltrúa á bak við ríkisstjórn Íslendinga á Alþingi frá því að vinna verkin sín, eins og almúginn þarf að gera. Almúginn sem bankaði fullveldi og sjálfstæði Íslands upp í gegnum gólffjalir háskólanna, án aðstoðar holulands. Á þessu standið þið nú
 
Reynið að vinna fyrir kaupinu ykkar! Annars setjum við kjósendur ykkur á vanskilaskrá og þá verður lokað á yfirdráttinn ykkar. Hann er nú þegar kominn yfir í yfirfum
 
Hin sérstaka hugmynd um Evrópu(sambandið) —"Une certaine idée de l'Europe"— er ein af hættulegustu hugmyndum veraldarsögunnar

Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband