Leita í fréttum mbl.is

Á meðan fjármálastofnanir geta ekki gegnt hlutverki sínu

Þegar fjármálastofnanir verða fyrir miklum áföllum þá gerist það að þær hætta að geta sinnt frumhlutverki sínu eins og vera skal. Þær geta ekki veitt góð lán því útistandandi lánasafn þeirra er að rotna vegna fjármálalegrar drepsóttar. Þetta gildir jafnt um fjármálastofnanir sem alltaf og ævinlega hafa gætt fyllstu aðgæslu og svo um þær fjármálastofnanir sem lagt hafa það á sig og eigendur sína, að taka mikla áhættu

Áburður kemst þá ekki til skila inn í hagkerfið frá neinum fjármálastofnunum. Þær vel stöddu og stæðilegu loka strax fyrir vatnið og bíða þar til svarti dauði hefur lagt sig og drepið allt líf. Þessi hegðun er þeim eðlislæg. Og hana verður að virða. Annað er ósanngjarnt

Þegar þetta gerist er oft aðeins einn bjargráðaaðili sem getur gengið í stað fjármálageirans á hengibrún; en það er seðlabankinn. Kjósi steinsteyptir skoðanamenn stjórnmála að halda seðlabankanum utan við þetta drepsóttardæmi, þá er það svo, að ekkert apótek mun heldur geta lifað af án sjúklinga sinna. Drepi menn sjúklinginn þá deyr apótekið hvor sem er einnig í þeirri ferð

Seðlabankinn getur rekið apótek. Og það er hollt fyrir fjármálastofnanir að vita. Því hætti þær sér enn og aftur út á hið tæpasta vað, þá mun apótek seðlabankans opna og taka frá þeim lyfsöluna. Drepast þá illa reknir bankar. Hinir vel reknu bíða hins vegar átekta

Sé seðlabankinn ekki munkaklaustur, en hins vegar fast jarðtengdur þjóðríki borgaranna, þá vil ég frekar svoleiðis apótek, heldur en þrútin, alkalívirk og háfjármálapólitísk ríkisfjárlög steypustöðva stjórnmála, sem öngvan bakkgír virðast hafa, sama hvernig viðrar. Því að seðlabankinn getur rakað til sín til baka gróða af sjúklingnum —og bakkað út— er hann braggast á ný. Á bak við seðlabankann stendur svo í síðasta enda eða fellur allt þjóðríkið - hvort sem er

Þeir sem vilja búa til nýtt kakkalakkað bankakerfi sem er í engu samhengi við lífið, tilveruna og kaupin á eyrinni, ættu að prófa að opna fyrstu banka sína á plánetunni Mars

Þessa vegna er evrusvæðið að drepast. Þar eru öll ríkin án myntar og án eigin seðlabanka. Þau eru í ríkisfjárlögum steypustöðva; Marðarspelku-sáttmálanum

Statistisches Bundesamt - Real earnings unchanged in the 2nd quarter of 2013 − 8 október 2013 - vísitala launabreytinga frá ári til árs - Þýskaland
Og nú eru raunlaun=kaupmáttur í Þýskalandi tekin upp á því að lækka enn frekar. Hafa þau þó ekkert hækkað síðustu 15 árin

Hvaða evruríki skyldi nú fyrst ná niður til botns helvítis í launakapphlaupi þeirra þangað? Örugglega Þýskaland. Og munu þá önnur ríki þessa evrusvaðs jafnvel þurfa að banka sig þangað fram að lokuðum dyrum, að venju. Komast þau ekki einu sinni fyrir eigin vélarafli inn til andskotans

Í dag er seðlabanki Bandaríkjanna —The Federal Reserve— stærsti lánveitandinn í þjóðríki Bandaríkjamanna. Hann getur keypt upp gjaldfallin ríkisskuldabréf bandaríska þjóðríkisins ef á þarf að halda. Enda eru þau tryggð af sjálfu þjóðríki Bandaríkjamanna. Hann getur rekið greiðslukortaþjónustu ef á þarf að halda. Og hann getur jafnvel neyðarráðstafað lánum beint út til borgara bandaríska þjóðríkisins. Það vita kengbognir bankar veraldar mjög vel en þó mest misvel. Þeir vita einnig —sumir hverjir— að á peningaseðlum Federal Reserve stendur áletrað: "In God we trust". Take that ECB!

Sakna nú margir verðbólgunnar gömlu. Því hana var þó hægt að lækna. Það vitum við. Svarti-dauði er hins vegar ólæknandi - nema þá helst með styrjöld
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flowell

Hvað finnst þér um raunlaunalækkanir (miðgildi) í Bandaríkjunum síðastliðin 30 ár?

Flowell, 12.10.2013 kl. 16:06

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það sama og mér finnst um veðrið Flowell. 

Málið sem ég vek athygli á er þetta: Þýskaland er í hörðu órjúfanlegu myntbandalagi með 15 öðrum löndum á meginlandi Evrópu, ásamt fyrrverandi kafbátalægi þess, Írlandi.

Hin peningapólitíska stefna og raunstýrivextir hafa alltaf eingöngu miðast við þarfir Þýskaland, sem er allsherjar elliheimili.

Írland, Spánn, Grikkland, Portúgal, Ítalía, Slóvenía og fleiri lönd liggja nú í dauðadái undir þessari evru Þýskalands. Sprengd í tætlur til að skaffa þýska elliheimilinu örvun og til að halda gengi þess falskt lágu. Þessi evra Þýskalands er bakdyra-inngenginn pólitískur klæðaumskiptingur, klæddur upp sem einn peningur og afsteypur á myntmóti Frankensteins.

Öllum öðrum ríkjum en Þýskalandi er nú sagt að saga verði af þeim heilabúið til þess að þau geti kept við Þýskaland. Ef þetta hauslausa Þýskaland á 1930-oktan bensíngufum Brünings, heldur áfram að lækka laun sín og stunda innvortis gengisfellingu með 16 lönd Evrópu handjárnuð föst við sig, þá mun allur sá hópur marsera handjárnaður í takt við Þýskaland á leið þess með Evrópu til heljar

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2013 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband