Leita í fréttum mbl.is

"Þarf eiginlega einbeittan brotavilja" - fundið?

Mbl. 3. október 2013: „Þjóð sem er með svo mikið af ungu fólki, sem er einstakt í Evrópu, svo mikið af náttúruauðlindum. Það þarf eiginlega einbeittan brotavilja til að klúðra klúðra því,“ sagði hann að lokum

Mikið er ég sammála Ásgeri Jónssyni. Þetta eru vandfundnar sam-stærðir á til dæmis meginlandi tapranna í Evrópusambandinu og víðar

En svo virðist sem hinn umtalaði og sögulega vandfundni brotavilji til að klúðra því, sé nú í umtalsverðar leitir kominn. Hann má lesa um hér: Um „Versalasamninga“ vinstri stjórnar­innar (Evrópuvaktin) og hér á bloggsíðu Björns Bjarnasonar

Bj.Bj. 8. október 2013: "Ásgeir efaðist um að rétt hefði verið að innleiða höftin haustið 2008 miðað við eftirleikinn og hve illa hefði gengið að losna við þau. Vond áhrif þeirra mögnuðust aðeins"

Hér er ég innilega sammála Ásgeiri aftur. Og þess utan hefði aldrei átt að hleypa Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum inn í landið. En sú stofnun er frá upphafi til enda einn allsherjar hagsmunagæslulíkami Evrópuríkja - og er þá SDR-slefkarfa sjóðsins þar meðtalin

Lausnina er ávallt að finna í gagnkvæmri samvinnu þjóðkjörinnar ríkisstjórnar í sterkri samvinnu um sameiginleg markmið þjóðríkisins, og Seðlabanka Íslands. Þetta tvennt verður að haldast í hendur um sameiginleg markmið Lýðveldisins. Allt annað en sjálfstæð peningastefna þjóðríkisins —e. independent national monetary policy— undir þessari samvinnu-umgjörð Lýðveldisins, er glötun og hreint vanvit. Leitið og þér munið finna lausnina í kjarna "the anglosphere"

***

The principle of national liberty offers a nation with an evident capacity for self-government, and with the ability to withstand the siren songs of empire and anarchy, an opportunity to live according to its own understanding

- Yoram Hazony, “On the National State, Part 1: Empire and Anarchy,” Azure 12 (Winter 2002) hér

***

 

Þetta höfum við bæði sýnt og sannað

Við Íslendingar í þjóðríki okkar þurfum því ekki að búa við hörmulega óaðgreinda manngæsku — e. undifferentiated humanity — eins og undir heimsveldisfyrirkomulagi (empire sate structure) á borð við ESB; því við erum þjóðin í þjóðríki okkar - og engra annarra

Fyrri færsla

Öll nema tvö lönd Varsjárbandalagsins gengin í múr Evrópusambandsins


mbl.is „Þarf eiginlega einbeittan brotavilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Ásgeir er að koma til.

Svona sagði Alexander Solzhenitsyn 1970 þegar hann fékk friðarverlaun Nóbels. "The disappearance of nations would impoverish us no less than if all peoples were made like, with one character, one face. Nations are the wealth of mankind, they are its generalized personalities: the smallest of them has its own particular colors, and embodies a particular facet of God's design."

Einhvern veginn verðum við að ná að tala hvort annað upp án þess að tala aðra niður. Það er galdur en sameiginleg saga getur gert það mögulegt. Síðan þarf skiling allra að við erum misjöfn.

Við áttum að taka slaginn, hreinsa út og byrja aftur. Það skeði ekki. Við héldum áfram með sama liðið sem kveikti í. Sorglegt en staðreynd. Reyndar var Ásgeir að sjálfsögðu einn af þeim sem sletti bensíni út um allt, en það er önnur saga.

Kristjan Erl (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband