Leita í fréttum mbl.is

Út á glerhálku og í útrýmingarhættu

Hér á landi er ástandið orðið þannig að ef maður leyfir sér að minnst á hugtökin "byggðastefna, byggðamál eða byggðaþróun" að þá sjá menn annað hvort fyrir sér hugtakið "kjördæmapot" í framkvæmd eða þá að þeir sjá rautt

Samt virðist algjör sátt og fullkomið samþykki ríkja meðal valdhafa og almennings um tilvistarþörf og tilgang þess hugtaks er því sem næst heilafrumulega og sjálfkrafa nefnist "byggingareglugerð, bæjar- og sveitafélagsskipulag"

Öllum Íslendingum finnst fæðingar-eðlilegt að hvert manngert mannvirki sé byggt eða rifið niður samkvæmt ákvæðum þeirrar skipulags- og byggingareglugerðar sem gildandi er á hverjum tíma. Og ekki skortir á umsvifaveldi og bölvunarvöld embættismanna þegar að framkvæmd og eftirfylgni ákvæða skipulags- og byggingareglugerðar kemur

En bannorðið í orðaforað flestra er sjálf "byggðastefnan, byggðamálin eða byggðaþróunin". Séu þessi hugtök nefnd á nafn er maður samstundis kominn út á glerhálku og í útrýmingarhættu

Jarðgöng út og inn í ekki neitt fyrir ofan og neðan þefnæmt peninganef héraðsafla og án réttra efnahagslegra staðarhvata, eru hvorki byggðastefna þjóðríkis né kapítalismi. Þau eru því miður kjördæmapot þingmanna inn í fjöll fólksins. Þau skila svo oft engu og geta jafnvel skaðað; geta stórskaðað! Hvatinn að þeim þarf alltaf að vera sjálfsbjargarviðleitni héraðsins undir ramma djúpt hugsaðrar byggðastefnu þjóðríkisins, sem virkar vel

*** *** ***

Nánast heilagur ritningur dagsins í dag, er efrideild leiðara Morgunblaðsins: 

Efrideildin: Alþjóðalögreglan á eftirlaun? - blaðsíða 60
Neðrideildin: Von, væntingar og verk - blaðsíða 60 

Óritningur dagsins er hins vegar gamma-geislunin sem lekur frá sama blaðs síðunúmeri

Aðvörun - Þvaður - blaðsíða 34

*** ***

Skipulagsmenn Íslands eru nú að verða svo fjölmennir og svo skipulega illa í stakka sína búnir, að þeir munu fara létt með að ganga frá næstu 10 ára áætlun kommúnistaríkis Kína og Evrópusambandsins - samtímis!

Fyrri færsla

SQL-fyrirspurnaframboð til Alþingis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband