Leita í fréttum mbl.is

Pólland að bakka inn í nýtt sovét Evrópusambandsins?

Er Pólland að bakka inn í sovétríkið aftur?

Eða var það kannski bara Berlínarmúrinn sem féll vestur, en ekki austur, og tók Vestur-Evrópu með sér í fallinu. Nú hafa til dæmis ellefu fyrrum sovétríki gengið í nýtt bandalag; Evrópusambandið (NSU)

Í Varsjá hafa yfirvöld landsins gefið út yfirlýsingu þess efnis, að ríkið leggi hér með hald á stóran hluta lífeyrissparnaðar Pólverja, sem eru í vörslu einkaframtaksins hjá fyrirtækjum eins og PIMCO, móðurfélagi Allianz, AXA, Generali, ING og Aviva

Ástæðan fyrir þessum eignaupptökum —eða ákvörðunar- og yfirráðarétti borgaranna yfir eignum sínum— er sú, að þegar eignir sjóðanna hafa verið fluttir yfir í þjóðhagsreikninga ríkisins, að þá mun skuldastaða pólska ríkisins þar með líta betur út á pappírnum og gefa stjórnmálamönnum landsins tækifæri á að veðsetja landsframleiðslu borgaranna enn frekar. Og allir vita hvernig á endanum fer með lífeyrissjóði sem komast undir hendur stjórnmálamanna. Þeir gufa upp og út í ekki neitt

Tímasetning þessara sovét-aðgerða pólskra yfirvalda í hinum nýju sovétríkjum Evrópusambandsins, var sérstaklega valin til að geta þegjandi farið fram með löndum á meðan málefni Sýrlands hafa heltekið leiksviðið

Krækjur

Poland reduces public debt through pension funds overhaul (Reuters)

Poland Confiscates Half Of Private Pension Funds To "Cut" Sovereign Debt Load (ZeroHedge)

Fyrri færsla

Bandaríkin - Ísland - Noregur - og skuggarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki Pólland í ESB?

Hvernig er svonalagað hægt í ESB sæluni?

Er yfirráðaréttur einstaklingsins enginn í ESB?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 15:28

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jóhann

Já Houston; they have a problem

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2013 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband