Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin - Ísland - Noregur - og skuggarnir

Skál fyrir: the Anglosphere 

Það er varla hægt að ofmeta mikilvægi þess að af samþættri sögu lýðvelda Bandaríkjamanna og Íslendinga —hvort um sig í sínu fullvalda sjálfstæða ríki—  hefur visst ryk nú verið rækilega af henni dustað

Í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu í Washington-borg er þess hátíðlega og sérstaklega getið að leitað verði leiða til að efla viðskipti og fjárfestingar á milli Bandaríkjanna, Íslands og Noregs

<<>> 

The White House

September 04, 2013 

Office of the Press Secretary

For Immediate Release

 

"We also look forward to exploring ways we can bolster trade and investment between the United States and Norway and Iceland"

 

<<>>

Björn Bjarnason hefur skrifað um málið; "Mikilvægi viðskipta- og fjárfestingatengsla við Ísland áréttuð á Obama-fundi" - hér

Nú þarf síðan að vinna að því að aðstoða Breta við að komast lifandi út úr Evrópusambandinu. Það verður erfitt og heljarför mikil. En þá aðstoð eiga þeir svo sannarlega skilið

 

 

Fyrri færsla

Hver mun greiða fyrr gjaldþrot seðlabanka Evrópusambandsins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta voru góð og þörf orð. Það er okkar hagur að Bretar fari úr ESB og gangi í Norður Atlantshaf bandaleg með strandþjóðunum.Noregi Færeyjum Íslandi og Grænlandi sem  eru æfir út í Dani og ef Bretar og Newfoundland koma inn þá getum við aldeilis gefið skít í ESB. 

Valdimar Samúelsson, 6.9.2013 kl. 21:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar - fyrir innlit þitt og skrif

En því miður: Nýfundnaland er ekki lengur til sem ríki. Það missti fullveldi og sjálfstæði sitt þann 1. apríl 1949 í kjölfar áfalla í ríkis- og bankafjármálum.

Nokkrum árum áður en fullveldi, sjálfstæði og lýðræðislegri sjálfsstjórn Nýfundnalands og 380 þúsund íbúa þess sjálfstæða ríkis var hent sem endanlegu veði inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada árið 1949, hafði landið misst allt bankakerfi sitt til útlendinga. Það sama gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu þjóðarinnar við hann. Það sama gerðist í myntmálum Nýfundalendinga. Þeir höfðu álpast til bindast við og taka síðar upp Kanadadal.

Ein afleiðing þess að bankakerfi Nýfundnalands komst alfarið á erlendar hendur, og gengið hvarf með gengisbindingu Nýfundnalandsdals við Kanadadal, varð sú að Evrópa og Bretland versluðu frekar við Íslendinga, því þeir voru skyndilega komnir með vélknúin gufuskip og gátu afhent fiskinn á samkeppnishæfu verði samkvæmt stundaskrá.

Þetta gátu Nýfundalendingar ekki því að þeir réðu ekki lengur yfir samkeppnishæfum skipaflota, gátu ekki endurnýjað hann, því að þeir höfðu misst gengið, bankakerfið og þar með markaðina. Þeir gátu lítið annað gert en það sem Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland hafa nú orðið fyrir &#151; að deyja lokuð inni innan eigin landamæra við umsátur þeirra sem ráða orðið alfarið peningamálum þessara landa.

The Newfoundland Lesson - By David Hale - TIE Summer 2004

Sjá nánar: The Newfoundland Lesson, eftir David Hale; 

This is a tale of the choice between debt and democracy. It shouldn&#146;t be forgotten

<<<<<<og >>>>>>

 

The Amulree Commission on a peripheral debt crisis, 1933

 

Lord Amulree

No part of the British Empire has ever yet defaulted on its loan obligations; in the absence of any precedent, the consequences which would follow from a default by Newfoundland must remain to some extent a matter for speculation. But if no precedent can be drawn from the history of the Empire, instruction may be derived from the experiences of other countries, and it is clear from these that any play of default such as that outlined above could be approved with the greatest apprehension&#133;

 

 

The Brussels Summit on a peripheral debt crisis, 2011:

 

Jean Claude Trichet

As far as our general approach to private sector involvement in the euro area is concerned, we would like to make it clear that Greece requires an exceptional and unique solution.

 

All other euro countries solemnly reaffirm their inflexible determination to honour fully their own individual sovereign signature and all their commitments to sustainable fiscal conditions and structural reforms. The euro area Heads of State or Government fully support this determination as the credibility of all their sovereign signatures is a decisive element for ensuring financial stability in the euro area as a whole.

Financial Times 22. júlí 2011 - by Joseph Cotterill


 
Málefni Nýfundnalads er dæmi um Ignominy (public shame & disgrace) sem verið er að reyna að fremja á lýðveldi Íslendinga með umsókninni inn í Evrópusambandið og því aðlögunarferli (leyndri-byltingu) sem í gangi er og sem ætlað er að rústa til frambúðar eðlislægum innréttingum og þjóðfélagsskipulagi lýðveldis okkar um aldur og ævi.   
 
 
Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.9.2013 kl. 23:06

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar.

Ég tek ekki undir samróma álit ykkar Valdimars, hvað eflingu tengsla Íslands við Breta og Norðmenn varðar. Þessar tvær þjóðir hafa ítrekað beitt okkur ósanngirni og ítrekað opinberað sitt sanna eðli. Þessa gráðugu þrjóta ber okkur í lengstu lög að varast, en hvað vini okkar Færeyinga og Grænlendinga varðar, þá er allt samflot og nánara samflot með þeim í vesturveg og til Asíu hið besta mál

Jónatan Karlsson, 7.9.2013 kl. 10:28

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jónatan

Við værum líklega ekki hér ef Bretar hefðu ekki fórnað veldi sínu til að bjarga heiminum 1941. Þeir áttu engin ítök í Evrópu. Þannig að fórn þeirra var því stærri. Þetta var m.a. skilyrði Bandaríkjanna fyrir þátttöku í björgun Evrópu.

Síðan var Bretlandi óréttmætt ýtt upp í horn og það neytt inn í ESB. Þar voru að verki mistök í utanríkismálastefnu Bandaríkjanna sem eiga sér rætur til 1871; þ.e. hinni fölsku sameiningu Þýskalands, sem þeir sáu ekki í gegnum. Bretland var hinn móralski sigurvegari Evrópu. Þeir áttu betra skilið og eiga það enn. Við stöndum í þakkarskuld við þá vegna fórna þeirra

Norðmenn eru bræður okkar. Bræður eiga það til að fjúgast á.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2013 kl. 11:27

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka góðar skýringar. Já ég vissi að þeir voru undir Kanada en ég hélt að það væri sjálfstjórn og Labrador og NF væru sem ríki eins og Nunavík og Yokon en Yukon hefir sjálfstjórn eða allavegana tilheyra ekki innflytjenda lögum Kanada. Menn geta farið beint þangað ef þeir vilja ekki bíða eins og þarf ínn í Kanada. Já það værir vert að styrkja Bretanna úr ESB. Nigel Farage er maðurinn til að tala við.  

Valdimar Samúelsson, 7.9.2013 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband