Leita í fréttum mbl.is

Hver mun greiða fyrr gjaldþrot seðlabanka Evrópusambandsins?

Í reynd stendur enginn gegnheill fjárhagslegur lögaðili á bak við ECB-seðlabanka Evrópusambandsins, eins og stendur. ECB-bankinn rekur mynt og peningakerfi án ríkis og hefur einkarétt á allri peningaútgáfu í öllum evrulöndum

Þeir sem standa að ECB-bankanum eru seðlabankar þeirra landa sem nota evru og sem hafa afsalað sér fullveldinu í peningamálum. Eru orðnir getulausar punt-stofnanir. En á bak við þá seðlabanka ófullvalda ríkja evrusvæðis, standa hins vegar pólitískir ríkissjóðir landanna, svo legni sem borgarar landanna fá að halda einverjum kosningarétti um eitthvað sem skiptir verulegu máli. Þann kosningarétt hafa þeir nú misst. Ríkissjóðir sem áður voru hið eina óvefengjanlega peningapólitíska vald og lögaðili landanna, eru komnir ofan í vasa ECB-seðlabankans, sem svo er í vasa Þýskalands ásamt Frakklandi

Ef eitt ríki myndi yfirgefa myntbandalagið þá myndu fleiri ríki vilja hið sama eins og þegar Sovétríkin hrundu. Álíka og þegar einn nágranni þinn í götunni kemst hjá því að standa við fjárskuldbindingar sínar, að þá munu allir í sömu götu vilja fá sama möguleikann. Við það hrúgast upp fjárskuldbindingar á færri bök sem þá bogna enn frekar. Þau munu fyrir vikið verða lélegri pappírar og fá verri kjör að öllu leyti. Eignir þeirra færast þá fetinu nær verðmyndun á brunaútsölum
 
Eitt stærsta hagsmunamál stærsta elliheimilis veraldar, Þýskalands, er að halda gengi gjaldmiðils þess eins falskt lágu og framast er hægt, svo að unnt sé að skaffa eftirspurnar-útbrunnu hagkerfi þess pantanir utan úr heimi. Þetta gerist best með því að rústa enn frekar þeim löndum sem í gegnum evruna eru handjárnuð við það í gengisfyrirkomulagi ERM III, sem er evran. Við það falsast gengið og heldur áfram að vera falskt
 
Því verr sem gengur í nýlendum Þýskalands í myntbandalagi Evrópusambandsins, því betra fyrir ESB-elítur Þýskaland, sem áfram notar þjóðnýtta þegna sína sem þrælabúðir. Kínaveldi Evrópu hefur heldur betur vaxið ásmegin frá síðasta hruni. Það hefur nú algerlega tryggt sig gegn gengishækkunum og keyrir á fölsku gengi

Allt er við það sama gamla á meginlandi Hegels í Evrópu, þar sem 800 þúsund íbúar Kýpur stara nú tómum augum á tóma búðarglugga í borgum landsins. Landið tók upp mynt Þýskalands þann 1. janúar 2008. Hagkerfi Kýpur er því loksins komið inn í myntbandalag Evrópusovétríkjanna. Því það er nú orðið algerlega reiðufjár-knúið, gjaldþrotið og alveg án fjármála- og fjármögnunarkerfis. Þetta er næstum því hin fullkomna útópíska rústun heils ríkis samkvæmt heitustu ósk og pólitískri uppskrift hins þýska formanns þingflokks andkapítalista og sósíalkommúnista ESB á þingi sambandsins; herr Martins Schulz & Co. 
 
Á meðan er Grikkland að breytist í eitt allsherjar Detroit á næstu áratugum
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Láglaunafólk í opinbera geiranum í EES/ESB-löndum, sem ekki getur varið sín réttindi vegna bágrar stöðu, er ætlað að þræla fyrir því gerviseðlabanka-tapi.

Þess vegna byrjar EES/ESB-"kraftaverka-sambandið" á að aftengja verkalýðshreyfingar þjóðanna. Það stendur ekki til að virða verkafólks-réttindi í nýja "paradísar-himnaríkinu" EES/ESB. Það hefur þróun EES/ESB-landanna sýnt og sannað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.9.2013 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband