Leita í fréttum mbl.is

Leiktjöld Evrópusambandsins af Róm

Þið sjáið þetta fyrir ykkur:

Heimsstyrjöldinni síðari er rétt lokið. Þýskaland er orðið hið fyrrverandi af öllu sem fyrrverandi gat orðið og Frakkland er allt í einu bara orðið Frakkland við hlið Ítalíu. Holland er einungis orðið Holland og Lúxemborg er hið sama hertogandi dæmið og áður. Þetta eru þau sex. Nýlendurnar hrynja síðan af lyklakippum þeirra, ein af annarri 

Friðurinn breiðir úr sér, leggst smá saman yfir meginlandið, og hann er PaxAmericana tryggur. Í kringum árin 1948 til 1954 er friðurinn orðinn það sterkur og fastur í sessi -þökk sé Bandaríkjamönnum og Bretum- að óhugsandi er að lönd meginlandsins þurfi afsala sér fullveldinu til að koma honum enn fastar fyrir

En hvað gerist svo? Í friðarferlinu byrjar því miður það að gerast sem átti ekki að geta gerst. Þrjú til sex ríki í klíku taka sig til og fara að vinda upp á sig á ný. Þau þola ekki að vera bara eitt fyrrverandi Þýskaland, eitt franskt Frakkland og ein Ítalía. Þau hafna fríverslunarsambandinu E.F.T.A, því þar er ekki hægt að pota sínum þjóðartota yfir á önnur ríki meginlandsins. Ekki hægt að stunda í gegnum E.F.T.A það sem þau áður stunduðu til að sprengja meginlandið og helst heiminn allan í loft upp

Þess vegna urðu þau að stofna á milli sín Evrópusambandið. Þar geta þessi ríki nefnilega haldið áfram að stunda það sem þau áður stunduðu; að ota sínum þjóðartota yfir á önnur ríki meginlands Evrópu. Saxa af þeim, fyrst eina nögl, síðan fingur, handlegg og svo fætur. Gúrkuaðferðin er viðhöfð í skjóli þess geggjunarbandalags sem Evrópusambandið er orðið

Og hér eru þau í dag; allt er við að verða við það gamla sama og áður var; og mest til höfuðs Bandaríkjum Norður-Ameríku. Evrópa er á leiðinni í ruslið, því hún þoldi ekki friðinn, þökk sé Evrópusambandinu, sem jafnvel nú er komið með klof sitt út í mitt Norður-Atlantshaf

Hverjum hefði dottið þetta í hug á haustmánuðum 1987, er Kohl kanslari á bak við skuggatjöldin var að semja við Kreml um skiptingu Eystrasaltsríkja og Austur-Evrópu á milli sín og Kremlar. Henda átti síðan einum kexuðum myntmola til Frakklands svo það fengi nú ekki sitt Rapallo complex kast

Fyrri færsla

DDRÚV - "farvegur lýðræðislegrar umræðu" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evrópa er lögngu orðin geld í heildina litið. Eingarhaldið kallast Purchase. Valdið Power , jafngildið í árlegum uppskeru tekjum : Parity árið 1560.   Hvað skilar Ísland  miklu af sínu PPP á ári í dag?  Hingað til vinna allir lögaðilar í þágu sinna elíta.

Júlíus Björnsson, 26.8.2013 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband