Leita í fréttum mbl.is

Hanna Birna - í flaggveifu hræðslukasti?

Millinafnið eitt ætti að duga í ýmislegt; Hanna Birna Kristjánsdóttir

Á sama tíma og Evrópusambandið hefur innleitt gjaldeyrishöft á erlendan gjaldeyri, gjaldmiðilshöft í eigin gjaldmiðli, millifærsluhöft í eigin gjaldmiðli, úttektarhöft í eigin gjaldmiðli og tekið upp peningaskömmtun í eigin gjaldmiðli á evrusvæðinu á Kýpur - já - þá er það ofarlega eða jafnvel efst í huga innanríkisráðherrans að fara í eins konar flaggveifu hræðslukast með —að því er virðist— minnimáttarkennd sem fúlan ferðafélaga í því kasti; vegna þess að Ögmundur Jónasson þingmaður hafði gefið út skerptar varúðarreglur um uppkaup útlendinga á vissum jarðnæðisréttindum og fasteignum hér á landi, án þess að þeir bæru sömu skyldur og ættu tilkall til sömu réttinda og ríkisborgarar Íslands. Þetta minnir mann að vissu leyti á fyrirfram-hræðsluköst Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu þegar ávallt átti að lúffa fyrirfram á rauðum dregli með öll stærstu hagsmunamál Lýðveldisins undir bankahruni

Hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra ekkert þarfara að gera en að rúlla Íslandi út sem fyrirframlögðum rauðum dregli undir maðkað regluverk og sáttmála Evrópusambandsins, sem hvorki hún, né neinn annar hér á landi, að því er virðist, hefur lesið. Ekki lesið frekar en þau 28 ríki sem skrifuðu undir alla sáttmála Evrópusambandsins og sem öll héldu því fram við þá athöfn, að gjaldeyrishöft á erlendan gjaldeyri, gjaldmiðilshöft í eigin gjaldmiðli, millifærsluhöft í eigin gjaldmiðli, úttektarhöft í eigin gjaldmiðli og peningaskömmtun í eigin gjaldmiðli, væru ólögleg samkvæmt þeim sáttmálum öllum; en sem flest höfðu þó rangt fyrir sér í þeim efnum sem mörgum öðrum, er til óhjákvæmilegra flogaveikiskasta Evrópusambandsins kom og sem vara munu þar til sambandið slær fullt sovét. Ríkin vissu ekki hvað þau höfðu skrifað undir. Þau vissu ekki hvað þau gerðu. Múgsefjunin var slík. Og lygarnar svo miklar

Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra á að sjálfsögðu að aka landinu okkar með öll hugsanleg öryggisbelti þess spennt til fulls, allar bremsur virkar og fara eftir öllum þeim íslensku lögum og reglum til hins ýtrasta sem mögulega geta varið landið og gætt hagsmuna okkar sem hér byggjum og eigum Lýðveldið Ísland. Til þessa er hún kjörin

Þessar hættur sá til dæmis Skúli Thoroddsen fyrir sér þegar flestir aðrir vildu undir hið erlenda eignarhald og vald renna út hinum lúffandi rauða dregli. Og það sá hann svo snemma, að Ísland varð fullvalda ríki, er nú ræður yfir 200 sjómílna landhelgi undir sjálfstæði og sem varðveitir gullforða og björgunarbáta okkar Íslendinga. Hér ber því ráðherranum að aka með stórlega skerptri ábyrgð og viðhafa aukna varðstöðu; Íslandi í hag. Þetta eru válegir tímar og allt getur gerst; jafnvel það versta

Þetta eru slæm merki að senda og ótíðindi. Mjög slæm

Hvað er að? 

Fyrri færsla

Önnur skóflustunga Evrópu niður í gröf sína á aðeins 25 árum 


mbl.is Endurskoðar lög um fasteignakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einnig má geta þess hér í leiðinni að samhliða því að Evrópusambandið hefur innleitt,

  • gjaldeyrishöft á erlendan gjaldeyri
  • gjaldmiðilshöft í eigin gjaldmiðli
  • millifærsluhöft í eigin gjaldmiðli
  • úttektarhöft í eigin gjaldmiðli
  • og tekið upp peningaskömmtun í eigin gjaldmiðli

á evrusvæðinu á Kýpur, hefur Evrópusambandið lagt hald á og stolið 47,5 prósentum af bankainnistæðum fólksins sem eru yfir innistæðutryggingamörkum, til þess eins að halda peningakerfis-ófreskju sinni aðeins meira lifandi en dauðri yfir evrusvæðinu eftir að hugmyndagloría Evrópusambandsins var tekin upp og í gagnið á Kýpur þann 1. janúar árið 2008:

Úr musteri reglugerða Evrópusambandsins

1. janúar 2008: "This is an exciting moment for Cyprus and for Europe. Cyprus has adopted a strong and stable currency which is helping Europe to withstand global financial instability and high energy and commodity prices. The euro, accompanied by the right economic policies, helps create growth and jobs and keep inflation within limits. Cyprus is today more than ever a proud and independent island. It has cemented its place at the heart of the EU, increased its economic potential and influence and made it easier for its businesses to trade and its people to travel", said Commission President José-Manuel Barroso." 

Á aðeins 5 árum hefur evra Evrópusambandsins lagt landið í Kýpur í rúst. Það fór að ráði ECB-seðlabanka Evrópusambandsins og fyllti kistur sínar upp af ríkisskuldabréfum rotnandi ríkissjóða ESB; samkvæmt lyfseðli regluverksins. Kýpur upp-fyllti seðlabanka og bankakerfi sitt af regluverki og lögum sambandsins og dó.

Næst síðasti einræðisherra í Evrópu sem reyndi að ræna bankainnistæðum í álfunni, hét Nicolae Ceausescu. Hann var á jóladag árið 1989 leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til dauða í heimalandi sínu, Rúmeníu. Frá þeim jólum í Evrópu eru aðeins liðin 24 ár.

Það verður afar fróðlegt að fylgjast með framvindu laga- og regluverka Evrópusambandsins á næstu árum; þ.e. framgangi málanna inni í apabúrinu í gerviheimi hugmyndagloríu elítuveldisins.

Innan tíðar mun draga til nýrra stórþjófnaðartíðinda á evrusvæðinu: og það mun verða í Grikklandi, ef herinn verður þá ekki fyrri til verka

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2013 kl. 20:46

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Óskiljanleg ákvörðun hjá HBK. Margt hefur hún með sér blessunin, en þetta útspil telst til leikja sem hún leikur gegn sjálfri sér.

Haraldur Baldursson, 30.7.2013 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband