Leita í fréttum mbl.is

Kjósendur kláruðu Samfylkingar-málið

Eins og næstum alþjóð veit, þá afgreiddu kjósendur Samfylkingarmálið samkvæmt Samfylkingartungumálinu og kláruðu Samfylkinguna í þjóðaratkvæðagreiðslu um flokkinn þann og annan, þann 27. apríl 2013

Öll mál flokksins eru þar með úr sögunni. Þau hafa verið afgreidd og kláruð með því að þjóðin hafði í eitt skipti fyrir öll verið upplýst um aðild hennar að flokknum. Nú þarf því ekki að hugsa um þann flokk meira. Málið hefur verið afgreitt. Samfylkingin er afgreidd og öll mál hennar einnig. Aldrei þarf því aftur að kjósa um þann flokk, né málefni hans

Svíðandi þjóð Svíaríkis álpaðist eitt sinn inn í Evrópusambandið, vegna þess að 2.833.721 Svíar sögðu já undir massífum áróðri og í hræðslukasti í kjölfar eins bankahruns. Þeir sem sögðu nei voru hins vegar 2.539.132 talsins. Munurinn á og nei voru aðeins 294.589 kjósendur

Í samfellt 18 ár hafa 2.539.132 kjósendur og ESB-andstæðingar í Svíþjóð þurft að lifa undir því sem aldrei verður aftur kosið um. Þetta kallar Samfylkingin fyrir bjarta framtíð kláraða málsins

Exit-sáttmáli er hvorki til í orðaforða né risavöxnum pappírsforða Evrópusambandsins. Ekki frekar en hann er til inni í svartholi. Að ætla sér að sækja um útgöngu með því að krefjast þess að exit-sáttmáli —sem enginn er til— fari síðan fyrir 28 þjóðþing 28 Evrópusambandslanda, er óhugsandi. Og sá ómöguleiki er skiljanlegur. Því að um leið og einu ríki yrði hleypt út í gegnum exit-sáttmála, þá yrði að hleypa þeim öllum út

Ekkert fullvita ríki myndi vilja gefa afkall til þeirra sáttmálabundu réttinda sem þau hafa í lögsögu annarra ríkja Evrópusambandsins. Réttinda sem unnust í gegnum alla sáttmála Evrópusambandsins sem orðnir eru langir, strangir, þversum og innbyrðis órjúfanlegir. Ekkert ríki. Svo einfalt er það

Þetta verða menn að skilja. Þeir verða að skilja að Evrópusambandsmálið er ekkert venjulegt mál. Það er einstefnuför til heljar, sem aldrei verður aftur ekin né tekin

Samruni Evrópusambandsríkja í eitt ríki, fyrir tilstilli allra sáttmálanna, er að mörgu leyti lengra á veg kominn en samruni sambandsríkja Kanada er kominn

Um leyfi til alls þessa, hefur enginn borgari í Evrópusambandinu verið spurður um. Enginn; aldrei. En þetta er samt að gerast

Fyrri færsla

Endurómur og Evrópunefndir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á síðustu millimetrunum Gunnar,hvað fólk er búið að þjást andlega með þessar fordæður yfir sér. Það birtist mér í hendingu er hugsa til þeirra tíma,sem öll valdastéttin virtist andsett og “djöfulleg" öfl stjórnuðu þeim.Enginn gleymir svip þeirra í Landsdómsréttinum, sú saga verður einhverntíma rakin og skráð í smáatriðum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2013 kl. 23:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir heimsókn þína Helga

Sumarkveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.6.2013 kl. 23:22

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sem betur fer heyrir Samfylkingin sogunni til. ad sinni ad minnsta kosti. Vinnubrogdin thar a bae einkenndust einmitt af thvi ad spyrja engan, heldur vada afram med frekju og yfirgangi og svinbeygja thjodina, med godu eda illu, inn i almyrkvad svarthol Evropusambandsins. Vonandi bera nuverandi stjornvold gaefu til ad feta ekki thann vafasama veg. Thakka godan pistil.

Halldór Egill Guðnason, 16.6.2013 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband