Leita í fréttum mbl.is

Endurómur og Evrópunefndir

Hvaða stóra ríki Evrópusambandsins á sér einna stysta lýðræðislega sögu? Vestur- eða Austur-Þýskaland?

Hvaða Evrópunefndir höfðu ráðamenn Þriðja ríkisins skipað til að glíma við samruna þess sem með herjum hafði verið tekið? Og hvaða efnahagslegu áætlunum höfðu nefndir þessar skilað af sér til kanslara ríkisins?

Hver var til dæmis afstaða nefndarmanna til myntmála? Gerðu nefndirnar ráð fyrir að öll hin hernumdu ríki myndu vera látin taka upp sömu myntina öll í einu? Ef ekki, í hvaða skerfum átti upptakan að fara fram. Og hvað lagði myntmálanefndin áherslu á í Evrópumálum ríkisins?

Hvað varð síðar um nefndarmennina? Hvar fegnu þeir vinnu á ný eftir að öllu var tapað? Í hvaða stofnunum? Það veit Alþjóðamálastofnun há Háskóla Íslands örugglega allt um

Eitt var að hernema, en annað og miklu meira verk var að sameina hið hernumda. Halda því saman og halda því gangandi. Að fá fljótið til að halda áfram að streyma. Fáir hafa velt fyrir sér hinum hagsögulegu og efnahagslegu hliðum hliðsins inn til helvítis. Já, þær voru til; hinar efnahagslegu hliðar málsins

Eymd er ekki það sama og uppsöfnuð-eymd. Það er að segja; uppsöfnuð fjarvera hagvaxtar, framfara og atvinnu, er allt allt annað en eitt stakt slæmt kjörtímabil í lífi kjósenda og stjórnmálaflokka. Til dæmis uppsöfnuð þrjátíu sam-felld ár

Eignasafn Evrópueymdarinnar er voldugt og stórfenglegt orðið; þar safnast í sarpinn og hefur lengi gert. Sparnaðurinn er svo gífurlegur, en (á)vextirnir alls öngvir. Þeir eru nánast úthverfir, vextirnir.

Ávallt ber að muna það að lágir vextir eru að sjálfsögðu allt. Þið vitið; Evrópuvextir Össurar; Þeir eru allt - og komnir út um allt ESB

Fyrri færsla

En hvað nú ef þeir eru ekki geðbilaðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband