Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson að verða pólitískur síbrotamaður

Kæri Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins
 
Samþykkt 41. landsfundar fjöldahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum
 
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu
 
 
Það er þín einkaskoðun á ömurlega tilkominni svika-ESB-umsókn, að það eigi að leyfa fólki að kjósa um hvort að þjóðkjörnir ökumenn lýðveldisins fái áfram að keyra ölvaðir, svikulir og próflausir með Lýðveldi Íslendinga til helvítis í þágu fámenns hóps ESB-krata og ESB-sósíalista

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekkert umboð frá kjósendum til að senda þessa ESB-umsókn af stað í upphafi. Ekki frekar en þröng klíka þingmanna hafði undir handjárnaglamri, pólitískum hótunum og valdasmiti neitt umboð fyrir hönd Lýðveldis Íslendinga til að sækja um inngöngu í Bandaríkin

Umsókn þessa hefur grasrót Sjálfstæðisflokksins krafist að umsvifalaust sé dregin til baka. Að óhæfan og svikin gagnvart þjóðinni séu afmáð og að þau hætti. Umsóknina á umsvifalaust að draga til baka. Að því á forysta Sjálfstæðisflokksins að vinna að í stjórnarandstöðu sem og í ríkisstjórn
 
Landsfundurinn mótmælir [einnig] íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér
 
 
Og umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur koma á dagskrá Alþingis Íslendinga fyrr en að einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað inn í Evrópusambandið. Þetta mál er þess eðlis
 
Sterk rök og hreinar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast. Í faðmi þeirra sterku raka og hreinu tilfinninga fæddist stofnun Sjálfstæðisflokksins. Hér mega engin þjóðsvik slá rótum og festa sig í sessi, svo lengi sem við drögum andann

Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins; þú ert hér algerlega próflaus. Flokkurinn þarf strax að taka þig úr pólitískri umferð, því þú ert að verða pólitískur síbrotamaður. Þér er ekki treystandi í gegnum neinar dyr. Þú stendur í vegi fyrir nauðsynlegum heiðarleika í stjórnmálum. Undir þér mun fátt dafna
 
Nú er jafnvel mér orðið ljóst að ég mun aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn á meðan þú ert þar próflaus við stýrið. Aldrei. Ég ætla ekki að sigla með þér til þjóðsvikahafnar Gunguztan. Ég stíg aldrei um borð í skip þitt, því þú ert dómgreindarlaus, hættulegur sérhverri áhöfn, svo ekki sé talað um dýrmætan farm og barða farþega
 
Virðingarfyllst
Gunnar Rögnvaldsson 

Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvaða bull er þetta "Og umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur koma á dagskrá Alþingi Íslendinga fyrr en einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að lýðveldi hinna sömu Íslendinga verði innlimað inn í Evrópusambandið"

Rafn Guðmundsson, 23.3.2013 kl. 21:36

2 Smámynd: Elle_

Algerlega sammála pistli Gunnars.  Skil ekki hugsun Bjarna Ben sem er eins og jojo í stjórnmálum.  Skil þig ekki, Rafn. 

Þjóðin var ekki spurð í fyrstunni og var meinað í ofanálag um að hafa neitt um málið að segja.  Það á að stoppa þetta ofbeldi og rugl Jóhönnu og Össurar og co. frá júlí, 09, nákvæmlega eins og það hófst.  Það sem aldrei átti að fara af stað, ætti að stoppa.

Elle_, 23.3.2013 kl. 23:41

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þjóðarkönnun um ESB-innlimun er efst á lista ESB-sinna. Þeir gera sér vonir um að halda málinu gangandi með því móti. Þeir vildu ekki kosningu um málið þegar aðlögunin hófst. Núna þegar aðlögunarferlið hefur verið stöðvað, finnst Þorgerði Katrínu og Bjarna Ben. það vera góð hugmynd að kjósa.

 

Ætlar Bjarni að leggja fram tillögu á Alþingi um að aðlögunarferlið verði hafið á ný? Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkur að gera þegar fram kemur tillaga um að aðlögunni verði formlega slitið? Ætlar flokkurinn að fella þá tillögu að ályktun og reyna að fá þjóðarkönnun samþykkta um málið?

 

Auðvitað á Alþingi engan annan kost en slíta aðildar-viðræðunum sjálft – að enda þetta ógæfu ferli á sama hátt og það var hafið. Tal Bjarna um þjóðarkönnun lyktar af sama »ískalda hagsmuna-matinu« og hann lagði á Icesave-kúgunina.

 

http://blog.pressan.is/skafti/2011/02/06/%E2%80%9Ciskalt-hagsmunamat%E2%80%9D/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 23.3.2013 kl. 23:52

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Gunnar Rögnvaldsson. Það þurfti bara einhvern til að segja þetta nógu fast. 

Alþingismenn eru í vinnu hjá okkur og það erum við sem ráðum því hvað þeir gera.  Öfugt við verklag Jóhönnu og Steingríms og nú nýverið hinnar þjóðhættulegu Katrínar Júlíusdóttur. 

Auðvita á að krefja Samfylkinguna og Vinstri Græna um greiðslu fyrir kostnað við flæking og rauðvínssupl Össurar um Evrópu sem var í þeim eina tilgangi að koma okkur í sömu vímuna.  Sömu leiðis þökk til ykkar Elle og Loftur.   

Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2013 kl. 00:58

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það virðist vera orðinn fastur siður hjá forustu Sjálfstæðisflokks að ganga þvert gegn samþykktum Landsfundar. Varla getur verið neinn vafi um hvað eftirfarandi samþykkt merkir, eða skilur Bjarni ekki mannamál:

 

»Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær EKKI teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu

 

Fyrri helmingur samþykktarinnar segir að aðlögun skuli hætt og sá síðari að samningar um aðlögun skuli EKKI teknir upp aftur nema þjóðarkönnun sýni meirihluta þjóðarinnar fyrir aðlögun.

 

Nú segir Bjarni Benediktsson að Sjálfstæðisflokkur muni í ríkisstjórn beita sér fyrir að þjóðarkönnun um ESB-samning fari fram á fyrri hluta  nærsta kjörtímabils. Morgunblaðið segir:

 

»Bjarni segir að hann vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna. Öðruvísi fáist ekki skýrt umboð fyrir þjóðina. Hann segist sjá fyrir sér að atkvæðagreiðsla geti farið fram á fyrri hluta næsta kjörtímabils.«

 

Hvað merkir "umboð fyrir þjóðina". Ekki er hægt að draga aðrar niðurstöður af orðum Bjarna, en eftirfarandi:

 

  • Ætlunin er EKKI að láta Alþingi hætta aðlögun formlega, strax eftir kosningar.

 

  • Ætlunin er þvert á móti að halda áfram samningum um aðlögun.

 

  • Get er ráð fyrir að ESB-samningur verði tilbúinn eftir tvö ár.

 

  • Ætlunin er að setja fullgerðan ESB-samning í þjóðarkönnun, um mitt kjörtímabil.

 

  • Sjálfstæðisflokkur er búinn að semja um ríkisstjórn með Samfylkingu og BF, með Bjarna í forsæti.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 08:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að minna á að stjórnarskrármálið er aðlögunarmál nr. Eitt og það virðist enginn ætla að stöðva það rugl þrátt fyrir heitstrengingar um að stöðva aðlögun.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 10:23

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já forysta Sjálfsstæðisflokksins er deig og handónýt í þessum málum.

Nú skömmu eftir Landsfundinn byrja þau strax að sveigja af leið og hefja svikaferlið með því að láta þennan háværa minnihluta með hjálp hinna kolhlutdrægu fjölmiðla beigja sig. Alveg ömurlegt að horfa upp á þetta.

Það virðist sem engum stjórnmálaflokki sé treystandi í ESB málinu.

Maður hefði haldið að VG væru vítin til að varast í þessum efnum. Horfandi upp á VG sundurtætt í rústum eftir sína hörmulegu ESB- svikaslóð sem síðan var að lokum staðfest í örvinglan á síðasta Landsfundi.

Sjáið þið nú Framsóknarflokkinn sem að var vígreifur og samþykkti ósköp svipaðar ályktanir gegn ESB á síðasta Landsfundi sínum. Ekkert ESB, slíta viðræðunum, loka áróðursmálabúllu Evrópusambandsins og svo frv.

En nú heyrist ekki orð frá frambjóðendum eða forystufólki flokksins um þetta eða hvernig þau ætli að standa við þessa skýru stefnu flokksins gegn ESB. Afhverju ?

Við sem erum andsnúinn ESB aðild með öllu höfum í raun enga eða mjög fáa alvöru staðfasta talsmenn inn á þingi. Við getum ekki treyst þessu fólki fyrir húshorn. Þetta vesalings fólk er allt meira og minna smitað af þessari ESB veiru.

Annars er stjórnmálafólkinu smá vorkunn, vegna þess að nánast öll þjóðfélags elítan og fjölmiðlavaldið er svo yfirgengilega kolhlutdrægt og stundar stöðugan áróður fyrir ESB aðild bæði leynt og ljóst daginn út og inn.

(Sjá blogggrein mína um þessi mál hér á moggablogginu með því að smella á nafnið mitt hér að neðan)

Gunnlaugur I., 24.3.2013 kl. 11:04

8 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hætta ber við umsóknina og loka hinni rangnefndu "Evrópustofu", 230 milljóna batteríi í Reykjavík og á Akureyri, sem bíður átekta til að dreifa sínum áróðri yfir landsmenn. Þetta er stefna landsfundar Sjálfstæðisflokksins, en afar miður, ef BB ætlar að svíkja þá stefnu með undanbrögðum og klækjum. Ef kjósendur velja Sjálfstæðisflokk og Framsókn, eins og opinber stefna þeirra er, og þeir ná meirihluta á þingi, þá hafa þeir fullt umboð til að hætta við umsóknina (ólíkt Samfylkingu og VG, sem höfðu EKKI meirihlutaumboð 2009 til að sækja um innlimun í ESB; og 70% þjóðarinnar eru á móti inntöku landins í ESB). Og þá er alls óþarft að eyða 200 millj. kr. í þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál, því að hún fer í raun fram í þingkosningunum 27. apríl nk.

En vandamálið er hér, rétt eins og í Icesave-málinu, að verða FORYSTA Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður er ekki fyrr búin að lýsa yfir andúð á fyrirhugaðri lokun Evrópu[sambands]stofu (í Silfri Egils nýlega) en formaðurinn BB fer að tala um nauðsyn á þjóðaratkvæðagreiðslu um annaðhvort framhald eða stopp á ESB-inntökuumsóknar-viðræðurnar. En landsfundur flokksins skyldar þingmenn hans EKKI til slíks. Orðin í samþykkt landsfundar: "... og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," fela EKKI í sér, að halda EIGI slíka þjóðaratkvæðagreiðslu (sem myndi kosta um 200 millj. kr.), heldur að aldrei eigi að ákveða að taka upp viðræður á ný, nema þetta yrði þá fyrsta skrefið. En landsmenn vilja EKKI inntöku okkar í Evrópusambandið, og ætlar Bjarni Benediktsson að virða þann þjóðarvilja og ekki sízt þann vilja eigin flokksmanna, eða stendur enn til að svíkja þjóð og flokk, eins og hann gerði í Icesave-málinu?

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.3.2013 kl. 16:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarni talaði nú raunar um að hætta ferlinu og kjósa um hvort sótt yrði um yfirleytt. Það var lagt fram frumvarp þess efnis á sínum tíma, sem var naumlega fellt. Hann er bara óttalegur klaufimað koma þessu frá sér. Hann var ekki að tala um áframhald viðræðna, heldur að það ætti að spyrja þjóðina fyrst hvort leggja ætti upp í bjarmalandsförina yfirleytt. Á sínum tíma voru um 70% þjóðarinnar sem vildi að þeir væru spurðir og þessvegna var þetta náttúrlega fellt. Það var svona týpískt kratalýðræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 18:58

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

Viltu meina Jón, að Morgunblaðið hafi ekki rétt eftir Bjarna, en þar segir:

 

»Bjarni segir að hann vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna. Öðruvísi fáist ekki skýrt umboð fyrir þjóðina. Hann segist sjá fyrir sér að atkvæðagreiðsla geti farið fram á fyrri hluta næsta kjörtímabils.«

 

Raunar hef ég sjálfur heyrt Bjarna segja þetta, nær orðrétt. Ég tel að á Alþingi muni koma fram tillaga um ályktun, fljótlega eftir kosningar, þar sem kosið verður um að hætta aðlögunar-viðræðum. Hvernig munu þingmenn Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði? Ætla þeir að vera á móti og vísa til þjóðarkönnunar eftir tvö ár?

 

Ef rétt er haft eftir Bjarna, þá er hann að tala um »áframhald viðræðna« en ekki »lok viðræðna«. Það skiptir miklu máli hver verður afstaða ríkisstjórnarinnar. Í ummælunum er fólginn sá boðskapur að aðlögunar-viðræðunum skuli haldið áfram, en almenningur verður spurður álits í óbindandi skoðanakönnun.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 19:59

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Þið viljið meina að það sé yfirgnæfandi meirihluti fyrir að hætta viðræðunm og þar með basta. Margir tala um evrópusinnana sem einangraðan lítinn hóp. Það þurfi ekki þjóðaratkvæði þess vegna

Aðrir tala um arm. Og armur krefjist atkvæðagreiðslu.

Hvað er rétt?

Halldór Jónsson, 25.3.2013 kl. 02:41

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hugsanlegt Loftur að Mogginn hafi rangt eftir eða túlki ranglega? Það er náttúrlega óhugsandi er það ekki?

Bjarni sagði:

"...Við greiddum einnig þjóðaratkvæði um það hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið um aðild. Og þannig vil ég leysa það mál á næsta kjörtímabili, það er rétta leiðin, að leita lýðræðislegs umboðs vilji menn standa í viðræðum af þessu toga. Sjálfstæðisflokkurinn styður þjóðaratkvæði um það mál á næsta kjörtímabili. Ég teldi vel fara á því að það gæti orðið á fyrri hluta kjörtímabilsins ...."

Ég sé ekki betur en að hann sé að tala um að leita umboðs til að hefjaí viðræður. Er ég svo a lélegur í Íslensku?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 04:26

13 Smámynd: Samstaða þjóðar

Jón, hvaðan hefur þú að Bjarni hafi sagt: 

"Við greiddum einnig þjóðaratkvæði um það hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið um aðild."

Það hefur alveg farið fram hjá mér að þjóðaratkvæði hafi verið greitt um aðlögun.    

Þau ummæli sem ég hef séð eftir Bjarna vekja grunsemdir um heilindi hans og minna illilega á Icesave.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 10:18

14 Smámynd: Samstaða þjóðar

Halldór, ég tala bara fyrir sjálfan mig, en ég vil að strax eftir kosningar samþykki Alþingi ályktun um að aðlögun verði hætt. Sjálfstæðisflokkur á að hafa frumkvæði að þessu.

Raunar hef ég staðhæft, að slík tillaga að ályktun muni koma fram, frá einhverjum þingmanni. Þá mun strax koma í ljós hvoru megin hryggjar Sjálfstæðisflokkur stendur.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 10:25

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við greiddum þjóðaratkvæði í merkingunni við myndum greiða Loftur. Heldur þú að Bjarni sé nú ekki betur að ser um það sem skeur á þinginu en þetta? Hélt hann virkilega að við værum búin að því og telur þessvegna að við þurfum að gera það aftur? Meikar það einhvern sens fyrir þér?

Ég sagði að hann kæmi þessu klaufalega frá ser enda verður hann seint mærður fyri mælskulist.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 17:17

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég mæli annars með því að þið hafið samband við hann og fáið úr því skorið hvað hann var að segja í stað þess að hamast eins og naut í flagi í einhverjúm kjánalegum misskiningi.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 17:20

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki nema að ykkur sé annt um að sundra flokknum fyrir kosningar. Það hjálpar ykkur ekki nú að hanga á kverkunum hver á öðrum núna. Samþykktin stendur og nú verðið þið bara að vinna með það sem þið hafið. Ef þið viljið Bjarna úr formennsku, þá er nógur tími til að vinna úr því síðar. Bjarni er ekki einráður með sínar skoðanir. Þið skuluð fyrst finna traustverðugan leiðtoga og svo taka á vandanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband