Leita í fréttum mbl.is

EvruKýpur undirbýr fjármálalega herkví og lokun landamæra

Enn er evrubankakerfi Kýpur haldið lokuðu. Það er lokað vegna þess að Kýpur hefur misst allt fullveldi sitt í peningamálum. Grunur leikur á að ríkisstjórn landsins, fjöldi manna henni nátengdir, europhiles og hin stóra sjálfþjónandi embættismannaklíka ESB-regluverksins í landinu, hafi á undanförnum vikum flutt miljarða evrur úr landi í skjóli vitneskju um hvað yfir vofði.

Eftir margra vikna brotaleit hefur stjórnarfars- og peningapólitísku gangstereyki Evrópusambandsyfirvalda ekki enn tekist að finna einn einasta óhreinan rússneskan peningaþvott í fjármálakerfi Kýpur.

Landið býr sig nú undir neyðarástand, bankaáhlaup og því sem næst lokun landamæra á bæði fólk og fé.

Lögeyrir Kýpur er evra. Sú staðreynd er njörvuð niður í yfirstjórnarskrá landsins er nefnist Lissabonsáttmálinn. Það tók sjö ár að sauma hana fasta á landið. Evran er eini löglegi gjaldmiðill Kýpur. Skipt hefur verið um heilabú í lýðveldinu. Það spriklar því fjarstýrt frá Brussel, aðalstöðvum ECB-aukaseðlabanka Þýskalands í Frankensteinfürt og frá París.

Hætt er við að aðild landsins að Evrópusambandinu og skylduupptaka evru árið 2008 sem eina löglega lögeyris í landinu, muni kosta lýðveldið Kýpur lífið. Hrikalegar hörmungar bíða landsins og borgara þess. Á meðan munu hin sjálfþjónandi embættismannaklíka ESB-regluverksins í landinu og erlendis hlægja á stuttri leið sinni í bankann.

Leitin að vistmunalegu lífi í Evrópusambandinu heldur áfram

Fyrri færsla

Evran klósettpappír


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband