Leita í fréttum mbl.is

"Heimilin í landinu" ekki lengur í landinu?

Þau eru orðin flest á svo kölluðu "höfuðborgarsvæði". Þar þynntu all margir steypuna heldur betur út og steyptu því miður í of mörgum tilfellum tilgangslitla ógæfu, sem sumir urðu jafnvel undir.

Frekar fáum datt á árum áður í hug —ei heldur um langa sögu landsins— að heimilin á Siglufirði, Ísafirði, Seyðisfirði, Raufarhöfn og víðar á hinu stóra víðfeðma Íslandi, væru "í landinu", fyrr en þrír bankar höfuðborgarsvæðisins hrundu akkúrat niðurkomnir þar og bara þar. Það er, að því er virðist, ekki sama hvar ógæfuna ber niður. Ekki sama hvar hlutirnir hrynja, svo tekið sé eftir.

Massahystería undir eins konar og Hörpustíganda strigamannastjórnmála grípur um sig, þarna sem 64 prósent þjóðarinnar hafa hreiðrað um sig. Frekar einangruð og mikið of mörg prósent frá hinu stóra Íslandi - og of mikið slitin úr hinu stóra samhengi þess.

Hér má Sjálfstæðisflokkurinn ekki bogna. Skipan þarf að standa; upplausn verður að víkja. Kjósendur flokksins stóla á það.

Við erum þó með sömu vexti í Grímsey, Vestmannaeyjum og reyndar alls staðar á myntsvæði krónunnar stóru; sem er 18. stærsta eyja heimsins. Hér ríkir ekki til-eins-dags peningastefna eins og í lendum Evrópusambandsins, þar sem vextir lúta eins konar skammtafæðiklikkunar Ping við Pongs.

Merkilegt finnst mér að Falklandseyjabúar geti haft 500 þúsundir fjár á sínum 12 þúsund ferkílómetrum. Við ættum þá að geta haft að minnsta kosti tíu sinnum meira, þ.e.a.s utan "höfuðborgarsvæðis" Fimm milljónir fjár!
 
Gætið að hvers óskað er
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband