Leita í fréttum mbl.is

Höfuð undir hendi gangandi um götu hér og þar

Fáninn 

Ég vona svo sannarlega að Uffe Ellemann-Jensen & Co gangi nú um götur Danmerkur með hauspoka, efir þvætting þeirra um Icesave og ríkissjóð lýðveldis Íslendinga, í kjölfar hins fyrsta bankahruns þess.

Þegar forsætisráðherra Íslands segir við útlönd að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hafi kosið rangt, þá ber að bæta þeim ummælum við ákæruskjal þjóðarinnar á hendur henni. 

En þegar forsætisráðherra Íslands segir við útlönd að kjósendur hafi valið versta möguleikann í kosningum sem haldnar eru í skjóli stjórnarskrár Lýðveldisins, þá lýsir það annað hvort eða bæði; geðbilun eða óafsakanlegri fyrirlitningu hennar á leikreglum lýðveldisins. Þar dæmir hún sig núll og void.

Svo þegar Ögmundur Jónasson í annað skiptið á kjörtímabilinu kemur sem hróðugur ráðherra fram í útsendingum útvarpara DDRÚV og stælir sig þar af að hafa rekið opinbera starfsmenn bandaríska lýðveldisins úr landi, þá verða allir menn þessa lands að muna, að á vegum og í skjaldborgar skjóli Ögmundar, starfrækir erlend og nýuppslegin evrópsk sovétríkjasamsteypa pólitíska áróðursdeild sína hér á landi og þiggur ríkisstjórn hans fé til áróðurs, neðanjarðar- og umbyltingarstarfsemi á Íslandi af sömu stofnun. Þvert á reglur lýðveldis Íslendinga. Og þvert á samþykktir flokks hans. 

Þingmaðurinn Ögmundur Jónasson sótti um inngöngu í Evrópusambandið. Ekkert umboð frá kjósendum Lýðveldisins hafði hann til þess. Þessa umsókn á umsvifalaust að draga til baka. Tafarlaust!

Vont mun svo oft og því miður versna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Rögnvaldur, fyrir góðar ábendingar. 

Þennan danska þekki ég ekki mikið, en ef hann er að líkindum með þessum sérkennilega Ögmundi, þá vona ég bara að guð hjálpi Dönum.

Ögmundur segist hafa farið frá sem heilbrigðisráðherra vegna þess að forusta flokks hans ætlaði að kúga hann til að samþykkja aðgerð sem hann gat ekki þolað. 

Hann var samt ákveðin í að nauðungar ríkisstjórn Jóhönnu lifði áfram til að nauðga okkur. það var auðvita sjálfsagt svo hann ætti afturkvæmt. 

En laus úr heilbrigðisráðuneytinu sem að hann sá að myndu bara valda honum óvinsældum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar, þá hamaðist hann sem aldrei fyrr við að komast í skemmtilegra ráðuneyti. 

Núna heldur hann að geislabaugurinn sé fullkomnaður og hann því orðin göfugastur stjórnmálamanna. 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.2.2013 kl. 10:46

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu fljótfærnis axarsköftin Gunnar.  Takk Gunnar Rögnvaldsson átti það að vera.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.2.2013 kl. 10:59

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrólfur

Í leiðinni vek ég hér með athygli þína á tómbólu-auglýsingu frá forstofuveldi þess er nú spriklar undir töluspjaldinu Bingólfur.

Hér er auglýsingin til umfjöllunar hjá Jóni Baldri L'Orange

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2013 kl. 21:33

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvar er þetta sagt "Þegar forsætisráðherra Íslands segir við útlönd að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hafi kosið rangt"

ekki kannast ég við það - eru kannski bara að bulla?

Rafn Guðmundsson, 1.2.2013 kl. 22:48

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

allavega átti "eru" að vera "ertu"

Rafn Guðmundsson, 1.2.2013 kl. 22:56

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Rafn 

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra íslenska lýðveldisins lýsir því yfir við útlönd að eldi og brennistein muni rigna yfir íslensku þjóðina frá kjörtímabáli hennar og með því að segja við umheiminn að "den værste mulighed er valgt, med nejet til Icesave-planen" rétt í þann mund er yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hafa talað einu máli; þá er það einmitt það sama og að staðfesta dauðadóminn yfir sjálfri sér og lýðræði í lýðveldinu undir kjörtímabáli hennar. Þetta er það sama og að segja að þeir 29,8 prósent kjósenda sem kusu Samfylkinguna í apríl 2009 hafi verið og séu allir áfram og að eilífu fábjánar.

Ekki einu sinni Uffe Ellemann-Jensen ESB-sjúklingur hagaði sér svona þegar danska þjóðin hafnaði Maastrichtsáttmálanum í þjóðaratkvæði þann annan dag júní mánaðar árið 1992 - og sem á 20 ára afmæli sáttmálans er brotnaður í spón og orðinn að gjalli og gufaður upp. Þá gekk hinn danski utanríkisráðherra á vaðið og sagði að virða yrði dóm Dana og fara eftir honum. Hann varð sér þar með ekki að aula og fábjánaínu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2013 kl. 23:38

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þess má geta hér í leiðinni að þennan ofangreinda annan dag júní mánaðar árið 1992 var Evrópusambandið ekki til því yfirmaður Uffe Ellemann-Jensens, sem var Poul Schlüter forsætisráðherra Dana, hafði 6 árum áður lofað dönsku þjóðinni því að Evrópusambandið yrði aldrei til. Aldrei. Að Danir þyrftu ekki að óttast að neitt slíkt myndi gerast; hvorki undir né yfir höfðum þeirra.

En hugsið ykkur. Út úr fataskápnum spratt Evrópusambandið inn í tilveru dönsku þjóðarinnar þegar þann 1. nóvember 1993. Einu ári eftir að neitunarvald Dana hefði samkvæmt settum reglum átt að stöðva tilurð þess. Þennan 1. nóvember 1993 varð Evrópusambandið að sjálfstæðu ríki yfir ríki Dana.

Hvernig gat þetta gerst.  

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2013 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband