Fimmtudagur, 8. nóvember 2012
Endurskoðað "minnisblað fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kraganum" [u]
Vilborg Hansen hefur innt prófkjörs-frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í því sem kallað er Kraginn utan um hvað veit ég ekki eftir afstöðu þeirra til þess hvort leggja eigi fullveldi og sjálfstæði Ísland niður og sem sagt; hvort skríða eigi með þessi fjöregg 18. stærstu eyju veraldar í einum hangandi poka um kraga þess inn í Evrópusambandið að eilífu.
Einföld spurning Vilborgar til frambjóðendanna var þessi:
Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í ESB?
Þess ber að geta að á tvennum vefsíðum hafa menn þegar flokkað svörin sem Vilborg hefur fengið; hér og hér.
Að mínu mati er svar Ragnars Önundarsonar sérstakt ósvar og því ranglega flokkað. Það er ekki flokkað í réttan flokk því það er svona;
Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur; "Innganga er ótímabær. Hagsveiflur kæmu fram í atvinnuleysi. Íslenska hagkerfið þarf að verða áhættudreift orkuhagkerfi áður.
Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og sem hérlendis varaði við bankabólunni, virðist vera fylgjandi afsali Íslands á fullveldi og sjálfstæði Lýðveldisins yfir til Evrópusambandsins, þegar verðið sé rétt. Honum finnst að mínu mati að salan á frelsinu, fullveldinu og sjálfstæðinu sé hins vegar ekki "tímabær" núna (þannig orðar hann það), og þá vegna þess verðs sem nú fengist fyrir fjöreggin þrjú, sem pólitíska skiptimynt inni á kauphallargólfi hins pólitíska hagkerfis ESB, sem orðið er svo tröllrisavaxið um alla Evrópu, að sovétið það nálgast.
Ragnar Önundarson virðist því bíða eftir verðhækkunum. Bíða eftir því að búið sé að breyta hagkerfinu þannig að atvinnuleysi komi ekki út úr því sem hann kallar hagsveiflur og að áhættudreifing í "orkugeiranum" verði meiri (stærri snjóþrúgur til að ganga gjaldþrota á).
Skoðið öll svörin hér á opinni vefsíðu Vilborgar; Afstaða frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Kraganum til inngöngu Íslands í ESB.
Ég var djúpt snortinn af svari Elínar Hirst, því ég ER fyrst og fremst mannleg tilfinningavera. Ekki vara. Hennar svar er svona;
Ísland á ekki að fara inn í ESB. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við viljum ekki missa fullveldi okkar sem við börðumst fyrir en sjálfstæðisbarátta okkar var erfið en skilaði loks árangri 1918 þegar við fengum fullveldi. Við misstum fullveldið í hendur Noregskonungs árið 1262, í kjölfar Sturlungaaldar, eða borgarstríðs, og fengum það ekki aftur fyrr en tæpum 700 árum síðar. Þá fór Íslands loks að blómstra eftir margra alda eymd. Fullveldið er okkur verðmætara en nokkuð annað og verður í raun ekki metið til fjár. Síðan má nefna margar aðrar ástæður, eins og til dæmis ástandið innan ESB, en þetta er sú mikilvægasta.
Þegar hingað er komið í sögu þessari, höfum við áður fengið serveraðan ískaldan hagsmunamat reyndar gaddfreðinn og svo var æla borin á borð fólksins í eftirrétt og því sagt að kyngja henni.
"In case of doubt, attack."
- George S. Patton
Uppfært; Jón Baldur L'Orange hefur nú birt súgþurrkaðan lista yfir til-prófs-frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kraga þessum, sem áður hét Suðvesturkjördæmið á Íslandi; og þar úr varð ekki allt að heyi í harðindum þessum. Hafi hann þökk fyrir.
Í Suðvesturkjördæmi er mér nú sagt að í séu sveitarfélögin: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Álftanes, Kópavogsbær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og ef til vill Tímabær.
Fyrri færsla
To be, or not to be, in that sal
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Hvað þykir þér þá um þessi svör?
„Ég er ekki hlynnt inngöngu Íslands í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar.““,
„Ísland á ekkert erindi í ESB í dag.“,
Hreinn Sigurðsson, 8.11.2012 kl. 17:08
Þakka þér Hreinn
Já, þetta er víst svar Bryndísar Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka
Já. Það er ekki hægt að hafa bæði mjöl í munni og blása samtímis. Annað tveggja gerist þá: maður kafnar, eða fær ekkert að borða.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2012 kl. 17:15
Svar Kjartans Örn Sigurðssonar, bæjarfulltrúa;
blikkar í allar áttir og myndi af flestum vegfarendum vera flokkað sem neyðarsljós. Stefnuljós sem blikka í báðar áttir eru neyðarljós (eða panic-lights).
Nema að hann ætli bara að vera í stjórnmálum í einn ákveðinn eða óákveðinn dag kjörtímabilsins.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2012 kl. 17:36
Gott framtak hjá Vilborgu. Það er óþarfi að kjósa fleiri Þorgerðar a þing loksins þegar frumgerðin hefur séð ljosið.
Ragnhildur Kolka, 8.11.2012 kl. 19:36
Raghildur..ég og fleiri sem Kjósa og höfum kosið Sjálfstæðisflokkinn verðum að vona að Ragheiður Ríkarðsdóttir detti út í næsta Prófkjöri.Henni er ekki treistandi í ESB málum..
Vilhjálmur Stefánsson, 8.11.2012 kl. 21:40
Sæll Gunnar,
Þetta er rétt athugað hjá þér. Eftir að hafa lesið athugasemdir í bloggheimmi þá er listi Heimssýnar ekki réttur. Að mínu áliti eru sex frambjóðendur hlynntir aðild að ESB eða telja það koma til greina. Sjá pistil á síðu minni.
Jón Baldur Lorange, 8.11.2012 kl. 22:13
Þakka ykkur fyrir
- og þér Jón Baldur, fyrir að skilja listann
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2012 kl. 22:54
Bara til að það sé á hreinu þá er ég eindreginn andstæðingur aðildar að ESB og hefi ritað grein um það í Mbl. ("Leitar þú skjóls í brennandi húsi").
Svar mitt á að hitta fylgjendur ESB fyrir, því þeir þurfa að skilja að aðild að ESB er a.m.k. algerlega ótímabær. Við þurfum ekki að flytja inn atvinnuleysi frá ESB núna.
Hvernig þér tókst að lesa úr svari mínu að ég sé ESB-sinni skil ég ekki.
Ragnar Önundarson (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 10:14
Lokaorð greinar minnar "Leitar þú skjóls í brennandi húsi?" voru:
Langan tíma tók að byggja upp það efnahagslíf sem við höfum nú. Leitast er við að breikka grunn atvinnulífsins og gera það óháðara sveiflum í náttúrufari til sjávar og sveita. Vaxandi iðnaður, orkuvinnsla og ferðaþjónusta eru lykilatriði. Langt er samt í land að við verðum nógu óháð þessum sveiflum, sem eiga ekkert sameiginlegt með hagþróun í helstu iðnríkjum ESB, til að við getum orðið aðilar. Ef við öðlumst aðild of snemma og tökum upp evru munu sveiflurnar öðru hvoru valda versnandi starfskjörum útflutningsgreina. Það tekur óratíma að byggja fyrirtæki upp, en örstuttan að rífa þau niður. Afleiðingin verður atvinnuleysi, sem er versta bölið. Það er auðveldara að koma sér í vandræði en úr þeim. Þeir sem halda að léttar lausnir séu til eru blindir eins og nýfæddir kettlingar. Margir alþingismenn eru í þeim hópi. Það er mesta vandamálið. Að ganga í ESB núna er eins og að leita skjóls í brennandi húsi. Það væri glapræði.
Ragnar Önundarson (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 10:35
Þakka þér svörin Ragnar Önundarson.
Árið 1986 lofaði forsætisráðherra Danmerkur mér því - og dönsku þjóðinni allri - að Evrópusambandið myndi aldrei verða til: Hann sagði við dönsku þjóðina að Evrópusambandið væri steindautt bæði sem fyrirburður og hugmynd á teikniborði.
Hann sagði að litla-EF sem Danir gengu í árið 1973 yrði aldrei að neinni "Union" => yrði sem sagt aldrei að neinni European Union þ.e.a.s aldrei að neinu ESB.
En aðeins níu árum síðar sat þessi sami forsætisráðherra Danmerkur sem þingmaður á háum launum á því þingi sem hann áður hafði sagt dönsku þjóðinni í beinni sjónvarpsútsendinu með svo miklu öryggi, fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1986, að yrði aldrei til.
Og sem frekari afleiðing, eða aðeins 27 árum síðar, er Evrópa "brennandi hús" eins og þú svo réttilega orðar það og alveg eins og svo réttilega var varað við, en ekki var hlustað.
Þýska Die Welt var mað gamla Helmut Schmidt sem punt á forsíðu sinni í morgun þar sem hann varar yfirvöld við því að tilvist Evrópusambandsins gæti verið að koma BYLTINGU af stað í löndum.
Ég sem kjósandi vill fá það á hreint hver afstaða þín sé. Hið loðna svar þitt til Vilborgar fannst mér gefa til kynna að þú sért ávalt tilbúinn að ganga með Þjóðríkið til ESB og afhenda það þangað "ef aðstæður séu réttar" —en— að þetta væri ekki "tímabært" nú. Að sjálft kjördæmið Tímabær á kjörtímabilinu sé eins konar leyni-kjördæmi og stökkvi framan á kjósendur við réttar aðstæður á kjörtímabilinu.
Það sem ég les út úr loðnum orðum þínum er að þú sért að bíða eftir því að partýið sem lofað var í ESB, verði betra eða skáni. Þá ætlar þú kannski inn í það með þjóðríki Íslendinga. Þetta er froða þegar um einmitt þetta mál er að ræða, af öllum málum. Hrein froða.
Að mínu mat koma aðstæður þessu máli ekkert við. Þetta er spurningin um; To be, or not to be þjóðríki(ð).
Þú segir enn fremur;
Kæri Ragnar; Það er einmitt hugtakið "ótímabær" sem fær mig til að halda að þú á vissum tímapunkti myndir álíta að það væri orðið "tímabært" að ganga í ESB. Að kjördæðið Tímabær verði þá dregið upp úr skúffunni; fyrirvaralaust.
Úr því sem ESB hefur orðið frá og með árunum 1986 og 1991 þá virðist þú ekki vita hvað Evrópusambandið er í dag. Það er nýtt ríki í smíðum. Það getur eðli sínu samkvæmt aldrei orðið sambandsríki því það hefur ekkert DEMOS, ekkert ETHOS og ekkert TELOS. Það getur því einungis orðið nýtt evróskt MONSTER. Og það mun einmitt verða MONSTER.
Úr frá þessu tel ég það því ótímabært fyrir þig að vera kosinn fulltrúi inn á þjóðþing þjóðarinnar, þar sem málið snýst um To be or not to be Ísland áfram, þannig að þingið geri hundskast í gömlu vinnutötin sín aftur til að byggja upp það sem nú liggur sem rjúkandi rúst ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og að hluta til vegna gaddfreðinnar forystu stjórnaraðstöðunnar; sem kom með ælu sína í kaffiboð.
Ef þú heldur enn, hér árið 2012, að Evrópusambandið sé ennþá "tolla og efnahagsbandalag" þá áttu varla mikil og áríðandi erindi inn í stjórnmál, því þá værir þú að láta fólk kjósa þig inn á þingið til að bíða eftir partí sem er og verður aldrei til úr þessu. Partýið er dautt, grafið og fullkomlega steindautt. Það dó árið 1991.
Einmitt um þessar mundir er Evrópusambandið að breytast í nýtt keisaraveldi á sovéskum nótum í Evrópu. Lagarammanum hefur þegar verið komið fyrir;
Stjórnarskrá Evrópusambandsins fyrirskipar ákveðið "samfélags- og efnahagslegt lífsmódel" eða líferni í öllum ríkjum sambandsins fyrir alla þegna sovétsambands ESB, alveg eins og stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna gerði; en hún fyrirskipaði að kommúnismi væri hið eina leyfilega og löglega samfélags- og efnahaglega lífsform fyrir alla borgara og fyrirtæki innan landamæra Sovétríkjanna. Út frá stjórnarskránni þeirri ættu allir að skoða æðstu dómstóla gömlu Sovétríkjanna og því næst allan æðsta dómstól Evrópusambandsins, lög hans, dóma og túlkanir; þ.e.a.s. Evrópudómstóllinn (ECJ) e. European Court of Justice.
ECJ-dómstóll Evrópusambandsins styður aðeins þau "réttindi" borgara og fyrirtækja innan sambandsins sem stuðla, hvetja og vinna að ákveðnum málstað sem njörvaður er niður í undirstöðu allra sáttmála Evrópusambandsins; "Une certaine idée de l'Europe" eða "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu(sambandið)". Þessi hugmyndagloría um Evrópu ER dómstólinn sjálfur, lög hans og túlkanir. Hún er Dottin niður til Jarðar sem framandi geimvera og illfygli mikið. "Réttindi" boragranna eru af ECJ-dómstólnum aðeins leyfð ef þau stuðla að "meiri sameiningu" (integration).
Og það þýðir í praxís að dómstóllinn mun alltaf dæma þessari "samruna hugmynd um Evrópu" í hag og vaða yfir öll stjórnarskrárbundin réttindi þegnana í öllum aðildarríkjum. Réttindi borgarana á lagasvæði dómstólsins — og sem hann skammtar — eru bara til í raunveruleikanum ef þau gagnast, stuðla að og styðja við þessa "hugmynd um sameinaða Evrópu". Ef þau stangast hins vegar á við "hugmyndina um sameinaða Evrópu" þá eru réttindi borgarana ekki til (non existing) í augum dómstólsins.
Lengra nær hinn heimspekilegi grundvöllur og lagarammi dómstólsins ekki. Þetta er í eðli sínu einræðisleg uppskrift (e. totalitarian concept) að nýju helvíti á okkar Jörð. Þetta er kjarninn í ESB. Og þetta er nýtt sovét, eins og við mátti búast af meginlandi Evrópu.
Við eigum að segja okkur úr EES og lifa undir þeim lögum sem aðeins við sjálf setjum fyrir okkur sjálf og bara fyrir okkur sjálf. Magna Carta frá 1215 verðum við ávalt að muna. Fátt verður mikilvægara í þeirri afar slæmu framtíð sem herja mun á okkur frá hinum nýju Evrópusovétríkjum ESB.
Hvort verður það Ragnar? Tala skýrt. Kjósendur eiga kröfu á því.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2012 kl. 16:52
Ég vil taka það sérstaklega fram hér að þessi skrif mín og svarið til Ragnars eiga við um fleiri frambjóðendur. Ég tók Ragnar sem dæmi því þar er brekkan fyrir mig bröttust.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2012 kl. 19:41
Já en kjúklingurinn verður ódýrari ?!
Snorri Hansson, 17.11.2012 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.