Leita í fréttum mbl.is

Endurskoðað "minnisblað fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kraganum" [u]

Vilborg Hansen hefur innt prófkjörs-frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í því sem kallað er Kraginn —utan um hvað veit ég ekki— eftir afstöðu þeirra til þess hvort leggja eigi fullveldi og sjálfstæði Ísland niður og sem sagt; hvort skríða eigi með þessi fjöregg 18. stærstu eyju veraldar í einum hangandi poka um kraga þess inn í Evrópusambandið að eilífu.

Einföld spurning Vilborgar til frambjóðendanna var þessi:

Hver er afstaða þín til inngöngu Íslands í ESB?

Þess ber að geta að á tvennum vefsíðum hafa menn þegar flokkað svörin sem Vilborg hefur fengið; hér og hér.

Að mínu mati er svar Ragnars Önundarsonar sérstakt ósvar og því ranglega flokkað. Það er ekki flokkað í réttan flokk því það er svona;

 

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur; "Innganga er ótímabær. Hagsveiflur kæmu fram í atvinnuleysi. Íslenska hagkerfið þarf að verða áhættudreift orkuhagkerfi áður.“

 

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og sem hérlendis varaði við bankabólunni, virðist vera fylgjandi afsali Íslands á fullveldi og sjálfstæði Lýðveldisins yfir til Evrópusambandsins, þegar verðið sé rétt. Honum finnst —að mínu mati— að salan á frelsinu, fullveldinu og sjálfstæðinu sé hins vegar ekki "tímabær" núna (þannig orðar hann það), og þá vegna þess verðs sem nú fengist fyrir fjöreggin þrjú, sem pólitíska skiptimynt inni á kauphallargólfi hins pólitíska hagkerfis ESB, sem orðið er svo tröllrisavaxið um alla Evrópu, að sovétið það nálgast.

Ragnar Önundarson virðist því bíða eftir verðhækkunum. Bíða eftir því að búið sé að breyta hagkerfinu þannig að atvinnuleysi komi ekki út úr því sem hann kallar hagsveiflur og að áhættudreifing í "orkugeiranum" verði meiri (stærri snjóþrúgur til að ganga gjaldþrota á).

Skoðið öll svörin hér á opinni vefsíðu Vilborgar; Afstaða frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Kraganum til inngöngu Íslands í ESB. 

Ég var djúpt snortinn af svari Elínar Hirst, því ég ER fyrst og fremst mannleg tilfinningavera. Ekki vara. Hennar svar er svona;

 

Ísland á ekki að fara inn í ESB. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við viljum ekki missa fullveldi okkar sem við börðumst fyrir en sjálfstæðisbarátta okkar var erfið en skilaði loks árangri 1918 þegar við fengum fullveldi. Við misstum fullveldið í hendur Noregskonungs árið 1262, í kjölfar Sturlungaaldar, eða borgarstríðs, og fengum það ekki aftur fyrr en tæpum 700 árum síðar. Þá fór Íslands loks að blómstra eftir margra alda eymd. Fullveldið er okkur verðmætara en nokkuð annað og verður í raun ekki metið til fjár. Síðan má nefna margar aðrar ástæður, eins og til dæmis ástandið innan ESB, en þetta er sú mikilvægasta.“

 

Þegar hingað er komið í sögu þessari, höfum við áður fengið serveraðan ískaldan hagsmunamat —reyndar gaddfreðinn— og svo var æla borin á borð fólksins í eftirrétt og því sagt að kyngja henni. 

"In case of doubt, attack."

- George S. Patton 

 

Uppfært; Jón Baldur L'Orange hefur nú birt súgþurrkaðan lista yfir til-prófs-frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kraga þessum, sem áður hét Suðvesturkjördæmið á Íslandi; og þar úr varð ekki allt að heyi í harðindum þessum. Hafi hann þökk fyrir.

Í Suðvesturkjördæmi er mér nú sagt að í séu sveitarfélögin: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Álftanes, Kópavogsbær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og ef til vill Tímabær.

Fyrri færsla

To be, or not to be, in that sal 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hvað þykir þér þá um þessi svör?

„Ég er ekki hlynnt inngöngu Íslands í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar.““,

„Ísland á ekkert erindi í ESB í dag.“,

Hreinn Sigurðsson, 8.11.2012 kl. 17:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hreinn 

Já, þetta er víst svar Bryndísar Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka

Já. Það er ekki hægt að hafa bæði mjöl í munni og blása samtímis. Annað tveggja gerist þá: maður kafnar, eða fær ekkert að borða.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2012 kl. 17:15

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svar Kjartans Örn Sigurðssonar, bæjarfulltrúa;

„Ísland á ekkert erindi í ESB í dag.“ 

blikkar í allar áttir og myndi af flestum vegfarendum vera flokkað sem neyðarsljós. Stefnuljós sem blikka í báðar áttir eru neyðarljós (eða panic-lights).

Nema að hann ætli bara að vera í stjórnmálum í einn ákveðinn eða óákveðinn dag kjörtímabilsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2012 kl. 17:36

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott framtak hjá Vilborgu. Það er óþarfi að kjósa fleiri Þorgerðar a þing loksins þegar frumgerðin hefur séð ljosið.

Ragnhildur Kolka, 8.11.2012 kl. 19:36

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Raghildur..ég og fleiri sem Kjósa og höfum kosið Sjálfstæðisflokkinn verðum að vona að Ragheiður Ríkarðsdóttir detti út í næsta Prófkjöri.Henni er ekki treistandi í ESB málum..

Vilhjálmur Stefánsson, 8.11.2012 kl. 21:40

6 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Gunnar,

Þetta er rétt athugað hjá þér. Eftir að hafa lesið athugasemdir í bloggheimmi þá er listi Heimssýnar ekki réttur. Að mínu áliti eru sex frambjóðendur hlynntir aðild að ESB eða telja það koma til greina. Sjá pistil á síðu minni.

Jón Baldur Lorange, 8.11.2012 kl. 22:13

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

- og þér Jón Baldur, fyrir að skilja listann  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2012 kl. 22:54

8 identicon

Bara til að það sé á hreinu þá er ég eindreginn andstæðingur aðildar að ESB og hefi ritað grein um það í Mbl. ("Leitar þú skjóls í brennandi húsi").

Svar mitt á að hitta fylgjendur ESB fyrir, því þeir þurfa að skilja að aðild að ESB er a.m.k. algerlega ótímabær. Við þurfum ekki að flytja inn atvinnuleysi frá ESB núna.

Hvernig þér tókst að lesa úr svari mínu að ég sé ESB-sinni skil ég ekki.

Ragnar Önundarson (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 10:14

9 identicon

Lokaorð greinar minnar "Leitar þú skjóls í brennandi húsi?" voru:

Langan tíma tók að byggja upp það efnahagslíf sem við höfum nú. Leitast er við að breikka grunn atvinnulífsins og gera það óháðara sveiflum í náttúrufari til sjávar og sveita. Vaxandi iðnaður, orkuvinnsla og ferðaþjónusta eru lykilatriði. Langt er samt í land að við verðum nógu óháð þessum sveiflum, sem eiga ekkert sameiginlegt með hagþróun í helstu iðnríkjum ESB, til að við getum orðið aðilar. Ef við öðlumst aðild of snemma og tökum upp evru munu sveiflurnar öðru hvoru valda versnandi starfskjörum útflutningsgreina. Það tekur óratíma að byggja fyrirtæki upp, en örstuttan að rífa þau niður. Afleiðingin verður atvinnuleysi, sem er versta bölið. Það er auðveldara að koma sér í vandræði en úr þeim. Þeir sem halda að léttar lausnir séu til eru blindir eins og nýfæddir kettlingar. Margir alþingismenn eru í þeim hópi. Það er mesta vandamálið. Að ganga í ESB núna er eins og að leita skjóls í brennandi húsi. Það væri glapræði.

Ragnar Önundarson (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 10:35

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér svörin Ragnar Önundarson.

Árið 1986 lofaði forsætisráðherra Danmerkur mér því - og dönsku þjóðinni allri - að Evrópusambandið myndi aldrei verða til: Hann sagði við dönsku þjóðina að Evrópusambandið væri steindautt bæði sem fyrirburður og hugmynd á teikniborði.

Hann sagði að litla-EF sem Danir gengu í árið 1973 yrði aldrei að neinni "Union" => yrði sem sagt aldrei að neinni European Union þ.e.a.s aldrei að neinu ESB.

En aðeins níu árum síðar sat þessi sami forsætisráðherra Danmerkur sem þingmaður á háum launum á því þingi sem hann áður hafði sagt dönsku þjóðinni í beinni sjónvarpsútsendinu með svo miklu öryggi, fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1986, að yrði aldrei til.

Og sem frekari afleiðing, eða aðeins 27 árum síðar, er Evrópa "brennandi hús" eins og þú svo réttilega orðar það og alveg eins og svo réttilega var varað við, en ekki var hlustað. 

Þýska Die Welt var mað gamla Helmut Schmidt sem punt á forsíðu sinni í morgun þar sem hann varar yfirvöld við því að tilvist Evrópusambandsins gæti verið að koma BYLTINGU af stað í löndum.

Ég sem kjósandi vill fá það á hreint hver afstaða þín sé. Hið loðna svar þitt til Vilborgar fannst mér gefa til kynna að þú sért ávalt tilbúinn að ganga með Þjóðríkið til ESB og afhenda það þangað "ef aðstæður séu réttar" —en— að þetta væri ekki "tímabært" nú. Að sjálft kjördæmið Tímabær á kjörtímabilinu sé eins konar leyni-kjördæmi og stökkvi framan á kjósendur við réttar aðstæður á kjörtímabilinu.  

Það sem ég les út úr loðnum orðum þínum er að þú sért að bíða eftir því að partýið sem lofað var í ESB, verði betra eða skáni. Þá ætlar þú kannski inn í það með þjóðríki Íslendinga. Þetta er froða þegar um einmitt þetta mál er að ræða, af öllum málum. Hrein froða.

Að mínu mat koma aðstæður þessu máli ekkert við. Þetta er spurningin um; To be, or not to be þjóðríki(ð). 

Þú segir enn fremur;

Svar mitt á að hitta fylgjendur ESB fyrir, því þeir þurfa að skilja að aðild að ESB er a.m.k. algerlega ótímabær.

Kæri Ragnar; Það er einmitt hugtakið "ótímabær" sem fær mig til að halda að þú á vissum tímapunkti myndir álíta að það væri orðið "tímabært" að ganga í ESB. Að kjördæðið Tímabær verði þá dregið upp úr skúffunni; fyrirvaralaust. 

Úr því sem ESB hefur orðið frá og með árunum 1986 og 1991 þá virðist þú ekki vita hvað Evrópusambandið er í dag. Það er nýtt ríki í smíðum. Það getur eðli sínu samkvæmt aldrei orðið sambandsríki því það hefur ekkert DEMOS, ekkert ETHOS og ekkert TELOS. Það getur því einungis orðið nýtt evróskt MONSTER. Og það mun einmitt verða MONSTER. 

Úr frá þessu tel ég það því ótímabært fyrir þig að vera kosinn fulltrúi inn á þjóðþing þjóðarinnar, þar sem málið snýst um To be or not to be Ísland áfram, þannig að þingið geri hundskast í gömlu vinnutötin sín aftur til að byggja upp það sem nú liggur sem rjúkandi rúst ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og að hluta til vegna gaddfreðinnar forystu stjórnaraðstöðunnar; sem kom með ælu sína í kaffiboð.

Ef þú heldur enn, hér árið 2012, að Evrópusambandið sé ennþá "tolla og efnahagsbandalag" þá áttu varla mikil og áríðandi erindi inn í stjórnmál, því þá værir þú að láta fólk kjósa þig inn á þingið til að bíða eftir partí sem er og verður aldrei til úr þessu. Partýið er dautt, grafið og fullkomlega steindautt. Það dó árið 1991.

Einmitt um þessar mundir er Evrópusambandið að breytast í nýtt keisaraveldi á sovéskum nótum í Evrópu. Lagarammanum hefur þegar verið komið fyrir;

Stjórnarskrá Evrópusambandsins fyrirskipar ákveðið "samfélags- og efnahagslegt lífsmódel" eða líferni í öllum ríkjum sambandsins fyrir alla þegna sovétsambands ESB, alveg eins og stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna gerði; en hún fyrirskipaði að kommúnismi væri hið eina leyfilega og löglega samfélags- og efnahaglega lífsform fyrir alla borgara og fyrirtæki innan landamæra Sovétríkjanna. Út frá stjórnarskránni þeirri ættu allir að skoða æðstu dómstóla gömlu Sovétríkjanna og því næst allan æðsta dómstól Evrópusambandsins, lög hans, dóma og túlkanir; þ.e.a.s. Evrópudómstóllinn (ECJ) e. European Court of Justice.

ECJ-dómstóll Evrópusambandsins styður aðeins þau "réttindi" borgara og fyrirtækja innan sambandsins sem stuðla, hvetja og vinna að ákveðnum málstað sem njörvaður er niður í undirstöðu allra sáttmála Evrópusambandsins; "Une certaine idée de l'Europe" eða "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu(sambandið)". Þessi hugmyndagloría um Evrópu ER dómstólinn sjálfur, lög hans og túlkanir. Hún er Dottin niður til Jarðar sem framandi geimvera og illfygli mikið. "Réttindi" boragranna eru af ECJ-dómstólnum aðeins leyfð ef þau stuðla að "meiri sameiningu" (integration). 

Og það þýðir í praxís að dómstóllinn mun alltaf dæma þessari "samruna hugmynd um Evrópu" í hag og vaða yfir öll stjórnarskrárbundin réttindi þegnana í öllum aðildarríkjum. Réttindi borgarana á lagasvæði dómstólsins — og sem hann skammtar — eru bara til í raunveruleikanum ef þau gagnast, stuðla að og styðja við þessa "hugmynd um sameinaða Evrópu". Ef þau stangast hins vegar á við "hugmyndina um sameinaða Evrópu" þá eru réttindi borgarana ekki til (non existing) í augum dómstólsins.

Lengra nær hinn heimspekilegi grundvöllur og lagarammi dómstólsins ekki. Þetta er í eðli sínu einræðisleg uppskrift (e. totalitarian concept) að nýju helvíti á okkar Jörð. Þetta er kjarninn í ESB. Og þetta er nýtt sovét, eins og við mátti búast af meginlandi Evrópu. 

Við eigum að segja okkur úr EES og lifa undir þeim lögum sem aðeins við sjálf setjum fyrir okkur sjálf og bara fyrir okkur sjálf. Magna Carta frá 1215 verðum við ávalt að muna. Fátt verður mikilvægara í þeirri afar slæmu framtíð sem herja mun á okkur frá hinum nýju Evrópusovétríkjum ESB.

Hvort verður það Ragnar? Tala skýrt. Kjósendur eiga kröfu á því. 

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2012 kl. 16:52

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég vil taka það sérstaklega fram hér að þessi skrif mín og svarið til Ragnars eiga við um fleiri frambjóðendur. Ég tók Ragnar sem dæmi því þar er brekkan fyrir mig bröttust.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2012 kl. 19:41

12 Smámynd: Snorri Hansson

Já en kjúklingurinn verður ódýrari ?!

Snorri Hansson, 17.11.2012 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband