Leita í fréttum mbl.is

600 taumlausir sjónarmiðar á gjaldeyrisuppboði

Gasbrak & Skýrslubrestaframleiðsla Seðlabanka Íslands tók óvænt við sér um leið og handverks dugmanninum og Íslendingnum mikla, Davíði Oddssyni og jarðbundnum kraftliðsmönnum hans tveim, var pólitískt gasað út úr æðstu peningastofnun íslenska lýðveldisins sem stofnað hafði verið til í fullkominni sátt og sameiningu allra Íslendinga svo seint sem árið 1944.
 
Þetta gasverk gerðist undir stjórn krónískra ríkiskommúnista og ríkissósíalista sem sjálfir heimtuðu að tími þeirra væri loksins kominn til að hefna frelsisins sem fryst hafði þá úti frá völdum svo lengi. Þetta gerðist og allt undir lítilmannlegri umsjá gestapólísu kommakrata og ESB-karlkerlingaveldis hinnar hundraðfalt getulausu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og kosningasvikarans Steingríms J. Sigfússonar, sem loksins tókst að smygla sér til valda, með hörmulegum afleiðingum fyrir hið nýja lýðveldi Íslendinga.

Þessir 622 taumlausu blaðsíðu sjónarmiðar á gjaldeyrisuppboði Seðlabankans gilda allir inn á happdrættis spurninguna um hvers vegna best sé að taka gírkassann úr öllum bifreiðum allra micro-agenta og gerenda íslenska macro-hagkerfisins. Skýrslan, sem greinilega er úr DDR-lúsugu tölvuherfi heilasamstöppu stofnunarinnar, inniheldur einnig leiðbeiningar um notkun nýs skotvopns fyrir alla þessa sömu gerendur hagkerfisins. Vopnið heitir Einn séns, og er aðeins einn séns. Það lítur svona út.

Katalógurinn yfir þessi nýju frysti- og verkfælnitækni Seðlabankans út úr raunveruleikanum, er á sama formi og 600 blaðsíðna svo gott sem í KEA leiðarvísi fyrir uppsetningu drasls og meira drasls út um allt og alltaf.
 
Þetta er því ekkert Patton-plan til viðureignar við þeirri eyðileggjandi fjármálalegu og pólitísku borgarastryrjöld sem nú geisar og sem stofnað var með fullum vilja til á evrusvæðinu eftir upphrópan sérfræðinga afglapaherveldis Brussels, sem bæði er í höndum og ofan í djúpum vösum þýskra kanslara og franskra forseta, sem stanslaust og klofvega húka sem kommissarískir púkar á Lotharingen-öxli þeim er vegur saltið sem fyrirbærið stráir stanslaust í sár Evrópu og sem því alltaf eru opin og hafa opnast mest undir vaxandi völdum Evrópusambandsins af Lotharingen.
 
Í ljósi þessa öxulveldis Lotharingen ber að skoða frönsku hrópin "frekar Hitler en Blum" og heimsókn Henri Ardant aðalstjórnanda franska stórbankans Société Générale nokkrum árum síðar — en þá undir hernámi nasista í Frakklandi — þegar hann lýsti þeirri "björtu von" út yfir allt Frakkland sitt að þriðja ríki Adolfs Hitlers myndi sem fyrst setja á laggirnar "tollabandalag og sameiginlega mynt" þessara tveggja ríkja.
 
Þess vegna rúmast skýrsla Seðlabankans mjög vel í tóma hyldjúpinu undir hásætisstól heimskunnar hjá ríkisstjórn ríkiskommúnista, ríkissósíalista og DDRÚVista, þar sem flestu öðru hefur verið drekkt á meðan ráðherraínan í stólnum horfir blá í framan út í ESB-loftið og mábar.
 
Það eru alltaf grundvallarmistök að blanda peningum og Þýskalandi saman, því það þýðir aðeins eitt stórt og mergsogið ríkisgjaldþrot, fátækt og endalausar hörmungar fyrir alla. Það verður gaman — eða hitt þó heldur — fyrir Frakka að sjá herr Hollande af Frankíu koma sem fallin spýta og rúinn öllu kosningafleski sem gangandi beinagrind kjósenda útaf útskurðarnámskeiði hjá Gerhard Schröder jakkafatastjórnanda þýska elítufræsarans af Treuhandanstaltinu. Allar gerðir kapítalisma meginlands Evrópu eru erfðafræðilega dæmdar til að enda sem ný misfóstur og sovétríki. Hann er algerlega frá fæðingu af gerónýtur, gagnslaus og mun aldrei rúmast innan veggja frelsis og hvað þá lýðræðis. Meginland Evrópu er því miður varanlega ónýtt. 

Hver greiðir fólki fyrir að fara í turnháskóla á kostnað skattgreiðenda til að verða síðan að tólf manna heilastöppustelli? Bein og beinhörð peningastefna seðlabankastjórans á ríkissjóð lýðveldisins heldur því áfram. Þessi sogrör eru með ólíkindum. Bráðum mun allt hafa verið tæmt og tjónið eitt sitja eftir.
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Kjarnyrtur pistill hjá þér Gunnar.

Annars var ég að hlusta á franska spekinga í depati í franska sjónvarpinu. Þar kom umræða um að Grikkland gæti sett Þýskaland á hausinn og gert þá gjaldþrota.  Það var ekki verið að ræða um "björgunarsjóðinn"sem Þyskaland ábyrgist.

Grikkir eiga óuppgerðar stríðsskaðabætur á Þýskaland. Depatið gékk út á hvort krafan væri fyrnd eða ekki.!!

Eggert Guðmundsson, 19.9.2012 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband