Leita í fréttum mbl.is

ESB-stöðugleiki: 20 ára djúpfrysting launa

Samtök við-viljum-ekki-ESB launþegasamtaka í Danmörku bendir á að Þýskaland — sem orðið er framræslukerfi velmegunar úr túnbletti Danmerkur og nágrannaríkja sinna — sé nú orðið stærsta ríkisskipulagða fátæktarsvæði Evrópu. Þökk sé vélrituðum stjórnmálaárangri rauðbrúnkugrænna sósíaldemókrata þýska stórríkisins undir jakkafataríkisstjórn Gerhard Schröders og undir efnum hins núverandi DDR-kanslara Þýskalands, sem er hvorki meira né minna en stórefnafræðingurinn frú Angela Merkel.

Arðgreiðslur þessarar framfarastjórnunar og efna hafa nú farið fram í formi algerrar stöðnunar raunlauna þýskra launþega í samfellt 20 ár. Engin efnafræðileg raunlaunahækkun hefur því getað komið til þýskra launþega síðan 1992. Þetta er þá 1992 + 1993 + 1994 + 1995 + 1996 + 1997 + 1998 + 1999 + 2000 + 2001 + 2002 + 2003 + 2004 + 2005 + 2006 + 2007 + 2008 + 2009 + 2010 + 2011 = 0,00.

Á tuttugu ára langlegu hins fársjúka þýska manns Evrópu hefur þessi þróunarkenning snillinga Þýskalands skilað af sér Evrópumeti í ríkisskipulagðri fátækt, ríkisgjaldþrotum í Suður-Evrópu og þaulskipulagðri upplausn í allri Evrópu. Ásamt hertum ömurleika í DDR-hagkerfi Austur-Þýskalands, þar sem fimmti hver launþegi í fullri vinnu er með svo lág laun að fátækt hans krefst félagsmálaaðstoðar svo koma megi honum lifandi á vinnustað hinn næsta nýja ömurlega dag í ritvélaverksmiðjum landsins - og undir 100 ára innvortis gengisfellingu hagkerfis Þýskalands sem lifir hvorki af né umfram öll efnin sem koma frá frú Merkel. Í Vestur-Þýskalandi er tíundi hver launþegi í fullri atvinnu á bæjarahjálpinni.

Krækja
 
 
Fyrri færsla
 
Hvað er það í raun sem fær stjórnmálamenn til að selja og gefa burt fullveldi og sjálfstæði þjóðríkjanna í Evrópu? hér

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Virkissýki okkar eru brúuð af axarskafta smiðum og þær brýr eru ekki verslunar brýr heldur innrásar prammar.  Frábært hjá þér Gunnar Rögnvaldsson að venju.    

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2012 kl. 10:53

2 Smámynd: Bragi

Hefur það gerst áður í mannkynssögunni að enginn vöxtur hafi verið í raunlanum í tvo áratugi meðan hagkerfið vex um fjórðung á sama tíma? Brjálæði.

Bragi, 30.8.2012 kl. 23:43

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Já Bragi. Ef að um alvöru sovéskt hagkerfi væri að ræða þá myndu Kremlverjar ekki segja að um svo kallað arðrán um hábjartan dag og þrælaríki (a slave state) væri að ræða. Heldur myndu þeir segja að hér væri "fjárfestingarstefna ríkisstjórnarinnar" að verki. Vitandi það að allt í hagkerfinu fer annað hvort í:

A) Neyslu hins opinbera (ríki og sveitafélög); hér undir er hin stóra dópsala stjórnmálamana svo þeir geti haldið áfram að vera á framfærlsu ríkisins (kosningadóp), uppbygging herafla í formi vélbúnaðar eða skrifstofufólks og síðan takmakalausar utanlandsferðir þeirra og áskriftir stjórnmála- og embættismannakerfisins að t.d. stjórnarfarslegum klámblöðungum á borð við sérstakar eigin áætlanir, AGS og OECD skýrslur í endalausum bönum ásamt power pointless kynningum til að sýna þær naktar hjá sjálfum sér í fullri Hörpunni þegar dópinu fyrir næstu kosningar er lofað.

B) Neyslu í einkageiranum (fyrirtæki og almenningur): Öll neysla og allar fjárfestingar fyrirtækja eru hér. Einstaklingar geta pr. definition ekki "fjárfest" heldur bara eytt eða sparað. Aðeins fyrirtæki geta fjárfest.

Fyrir tveimur árum tilkynnti hagstofa Þýskalands um sögulegan atburð í hagsögu Þýskalands: summa launa (nominel þ.e greidd laun í krónum og aurum dagsins í öllu hagkerfinu) hafði í fyrsta skiptið í sögunni lækkað. Enda eru Þjóðverjar að drepa sig alveg sjálfir. Þeim fækkar svo hratt því af sögunni sorglegu hafa þeir lært að ríki þeirra er ónýtt frá fæðingu af.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2012 kl. 00:21

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta blogg hérna er toppurinn á væmnisýkinni sem er að finna á Íslandi í garð Evrópusambandsins.

Rangfærslur, lygar, blekkingar, útúrsnúningur og áróður er allt saman hægt að finna hjá höfundi þessa bloggs. Enda talar viðkomandi af samviskuleysi gegn sínum eigin hagsmunum og hagsmunum almennings á Íslandi. Sem þurfa fyrir vikið að borga meira en danir fyrir matvæli, þjónustu og íslensku krónuna.

Ég mæli með því að höfundur þessa bloggs finni sér eyðidal til þess að byggja og láta af skrifum eins og þeim sem hann stundar hérna. Enda er ekki hollt neinum manni að vera hóra sjálfstæðisflokksins, framsóknarflokksins og sérhagsmunaraðila á Íslandi eins og hérna er verið að stunda.

Svona hórulíferni étur víst sálina á sama hátt og batterísýra étur upp málm og annað í umhverfi sínu.

Kveðja úr evrópusambandsins landinu Danmörku.

Jón Frímann Jónsson, 31.8.2012 kl. 00:53

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Leitt er að sjá að þú sért kominn svona langt frá okkur Jón Frímann.

Ég myndi nú fara varlega í að flagga þessum pissgulu stjörnum á bláum bakgrunni í Danmörku Jón. Sem gestur í landi Dana verður þú að muna að aðeins eru 26 ár liðin frá því að Poul Schlüter forsætisráðherra sagði og lofaði dönsku þjóðinni hátíðlega í beinni sjónvarpsútsendingu að Evrópusambandið yrði aldrei til og að hugmyndin um það væri steindauð.

Í staðinn myndi ég flagga danska fánanum. Hann er fallegur og með krossi í sér. 

Þú lætur kannski vita þegar þú finnur auðan dal í Danmörku.

Gangi þér vel í ríki Dana. Ribe er á jóskri mold vel þess virði að heimsækja. Þar má margt og mikið læra. Þú munt strax koma auga á turninn. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2012 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband