Leita í fréttum mbl.is

Reglumynt og regluverk regluverkamanna

Einstakur Derek Jacobi leikur einstakan Alan Turing í myndinni "Breaking the Code" (skyldi atriðið ekki spilast þá er bein krækja á það hér)
 
Í upphafi var okkur sagt að mynt Evrópusambandsins væri stórkostlegt framlag sérfræðingaveldis sambandsins til mannkynssögunnar. Að þessi mynt væri bæði sérstök og einstök því hún væri mynt sem byggði tilveru sína á reglum. Reglugerðarbyggð mynt sem átti að koma í veg fyrir efnahagsleg áföll og lækna sjúkdóma. Útrýma hinu þáverandi 20 ára langtímaatvinnuleysi (nú 30 ára) og koma forstoppuðum hagvexti Evrópu í gang á ný. Sem sagt; regluverk embættismanna átti að lækna Evrópu. Þar á undan hafði samfelldum 25 ára áróðri fyrir dauða þjóðríkisins verið básúnað út í Evrópu af allsherjarmönnum ESB í flestum sínum fyrr- og núverandi myndum. Reglur. 

Þetta er nú hin nýja fæðingarútgáfa kommúnisma og alræðis í Evrópu. Reglur og regluverk áttu — og eiga enn — að leysa eðli og náttúru mannsins af hólmi. Einu sinni enn! Allt Evrópusambandið eins og því var logið að borgurum þjóðríkjanna er nú í vaskinn komið. Skemur og skemur er þess þar að bíða að útbendingar miklar til hins ýtrasta hægris og vinstris hefjist á meginlandi Evrópu á ný. Að svona frá einu til tuttugu og sjö stykkjum geislavirkra bauga Vinstri grænna & Co rigni fólkinu til himins í kjölfar — og frá Brussel séð — himneskra áfalla hins gagnslausa regluverks ESB. Geislabaugar hinna hundrað neyðarfunda regluverksins verða ekki í akademísku askana látnir frekar en mynt Evrópusambandsins var það. Hún var nefnilega regluleg. Reglur.

Líf fólks, efnahagur fólks, tilfinningar fólk og tilvera manna hefur aldrei passað ofan í hvorki vélar né nein reglugerðarbyggð mannvirki á borð við Evrópusamband Sovétríkja. Hið einstæða og mikilvæga framlag Alan Turing til talnaheims raunvísindanna var aldrei upphugsað þessu ofangreinda pólitíska viðfangsefni til höfuðs. Hann og fleiri vísindamenn hugsuðu sér að það væri maðurinn sem mataði tölvurnar og léti þær vinna fyrir sig.

Í heimsmynd Evrópusovétsins er það hins vegar tölva Brusselverksins sem mötuð er á fólkinu í þjóðríkjunum. Eins og í Sovét. Hverjir skyldu nú passa best og beinastir ofan í þessar vélar. Hver skyldi best kunna við sig í datamati? Afskaplega erfið spurning. Hvað segir sagan okkur? Ekki eru það hinir engilsaxnesku né hinn einstaki kapítalismi þeira; og sem regluverkamenn meginlandsins hata mest af öllu
 
Fyrri færsla
 
 
Sjá einnig PS í athugasemd við þessa færslu  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

PS:

Það er rétt að koma því hér að í athugasemd að "útskýringarvandamál" Alan Turing's gagnvart yfirmanni Bletchley Park hópsins í bíómyndinni er sama eðlis og útskýringarvandamál þeirra sem vöruðu við stofnun myntbandalags Evrópusambandsisn frá upphafi. Að útskýra það vandamál fyrir leikmanni og almenningi er afar erfitt. Eins erfitt —ef ekki erfiðara— og útskýringarvandamál Turings gagnvart hinum nýja yfirmanni sínum.

Þó má reyna af gefa sig í kast við útskýringu þessa vandamáls með því að segja að myntbandalag Evrópusambandsins sé eins konar teppabombað regn kjarnorkusprengja sem kastað er á þjóðríki Evrópusambandsins, en sem springa bara hægfara (í slow motion) og samfellt á 50 árum. Eftir 50 ára samfellda hægfara sprengingu verður ekkert eftir af þjóðríkjunum, frelsi né lýðræði þeirra.

Þetta er samt sem áður og í eðli sínu munurinn á réttu og röngu.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2012 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband