Leita í fréttum mbl.is

Álfhóll Evrópusovétsambandsins

Kosningaherferð François Mitterrand árið 1981 þegar hann í fyrsta skiptið var kjörinn forseti Frakklands, notaðist meðal annars við slagorðin "hreinn og beinn skilnaður Frakklands við kapítalismann" (e. a clean break with capitalism). Einnig notaðist herferðin við slagorðið "sósíalismi í einu landi".

François Mitterrand, hinn öfgasinnaði hægrimaður, fyrrum andlýðræðislegur Pétainisti, hafði áður verið ráðherra í ríkisstjórnum hins Fjórða í röð misheppnaðra lýðvelda Frakka. Í smástund miðjumaður, en loksins heimkominn sóslíalsti og stefnuskráður málefnalegur félagi kommúnista, sem sátu í ríkisstjórn hans. 

Peningar Frakka eru auðvitað löngu flúnir land og hugtakinu "sósíalismi" hefur verið skipt út með hugtakinu "Evrópa". Það er svona sem "Evrópa" mallar. Þar sem hreinn og beinn skilnaður Evrópu við kapítalismann er nú efst á dagskrá hinna nýju sovétríkja meginlandsins. Aðskilaður yfirvalda frá restinni af lýðræðinu og fólkinu hefur þegar farið fram.

Hagfræðilegur (ha! ha!) ráðgjafahópur ríkisstjórnar hinnar austur-þýsku Angelu Merkel segir að evran í núverandi formi sé sundurtætandi afl á hinu sósíalsírópaða meginlandi Mitterrands og í austrinu hans Helmuts Kohl. Kran der Sonderweg, ja!

Þetta gengur því allt samkvæmt áætlun. Bráðum hefst hinn heimsfrægi stjórnmálalegi stöðugleikaútflutningur Þýskalands til restarinnar af því sem einu sinni var Evrópa og sem vasapókerspilarinn Hans Olaf Heinkel kallar "some other places". Sósíalismi í "einu landi" virkaði auðvitað ekki. Það þarf heila heimsálfu til. Og það vita kommar eins og François Hollande manna best. Hitt form evrunnar verður svo flott. Svo flott og ekki unordentlich.

Fyrri færsla

Ríkisstjórn Íslands tekur upp evru sína og kemst loks í genetískar aðalstöðvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Frábær skrif Gunnar. eins og ávallt Bara ef fólk hætti að líta á Evrópu sem eihverja ferðamannaparadís, sem hún sennilega er, og líti raunveruleikann réttu ljósi færri rauðvínsglasa . Hafðu bestu þakkir

Björn Emilsson, 9.7.2012 kl. 19:53

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Björn

og bestu kveðjur Vestur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2012 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband