Leita í fréttum mbl.is

Karl-Marx-Stadt er nú í landi x og heitir hvað?

Karl-Marx-Stadt er nú í landi x og heitir hvað

Og ég sem hélt að svona ummæli um bankakerfið ættu aðeins við um þá svo kölluðu óreiðu sem falskt geislabaugs heilagt Þýskaland segist sjá í óþýskum löndum suðursins. Eða að þau ættu helst við um bankakerfi bananalýðvelda. Hvernig getur það verið þessi skýrsla sé um það sem hún er? Hvernig getur verið að þríhyrnt elíta valdamanna —gegnumrotnir bankar í vösum stjórnmálamanna sem fóðra útflutnings iðnaðarmafíu gamla furstaaðalsins og sem nú stendur í háflæddum parísarlegum blómavösum á náttborðum Brusselveldisins — hafi þannig kverkatak á stjórnmálaöflum landsins að þau sitji eins og glansandi peningur í vasa þeirra. Sitji þar eins og vasapeningur. Að flest valdalegt í landinu og í nánasta umhverfi þess sitji við það sama enn þann dag í dag og svo mörgum dögum, miklum hryllingi og ónýtum árum síðan 1871.

Í þessu landi hefur í reynd aldrei verið lýðræði. Aldrei í reynd. Þetta ríki tifar. Það tifar. Það er ásamt maka sínum Evrópu stórhættulegt.

1992 

Evrópusambandið mun leiða til: 

  • Óöryggis og ófriðarhættu
  • Atvinnuleysis
  • Hugarástands þjóðsvika meðal fólksins
  • Þjóðarátaka

Krækja

Financial Times - (bls. 17)

Fyrri færsla

Áhlaupið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Chemnitz - ekki satt? - og er í Þýzkalandi hinu mikla, sem er og vill verða leiðandi afl í Evrópusambandinu. Mönnum blöskrar kannski atgangur þýzkra nú, en hvernig halda menn að þeir hagi sér þá eftir 1. nóv. 2014? Þá eykst atkvðavægi þeirra í ráðherraráðinu og í leiðtogaráðinu nær TVÖFALT: úr 8,41% í 16,41%!

Jón Valur Jensson, 4.7.2012 kl. 21:14

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón Valur. Rétt. Já, Þýskaland er að nurla núllunum saman á ný.

Ég minnist þessarar [non-main-stream] ræðu hér að neðan, því þá bjó ég á meginlandinu: Ræða Margrétar Thatcher í Haag 1992:


Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2012 kl. 22:04

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér er krækja á alla ræðu Margrétar Thatcher í Haag 1992, og ein stutt tilvitnun í hana: 


"Communism may have been vanquished.

But all too often the Communists themselves have not.

The chameleon qualities of the comrades have never been more clearly demonstrated than in their emergence as democratic socialists and varieties of nationalist in the countries of Central and Eastern Europe.

From the powerful positions they retain in the bureaucracy, security apparatus and the armed forces, from their places in not-really-privatised enterprises, they are able to obstruct, undermine and plunder.

The systems of proportional representation which so many of these countries have adopted have allowed these tactics to succeed all the more, leading to weak governments and a bewildering multiplicity of parties.

All this risks bringing democracy into discredit."

Gunnar Rögnvaldsson, 5.7.2012 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband