Leita í fréttum mbl.is

Þetta er Evrópusambandið orðið

Hún er mögnuð staðan sem komin er upp á meginlandi Evrópu á ný. Erfitt er að lýsa henni fyrir ykkur því nýtt normal hefur nú myndast í höfðum fólksins sem býr í nútímanum. Fólksins sem andar og lifir einmitt daginn í dag og alla daga nútímans í rauntíma. Nýr raunveruleiki hefur á síðustu tveim árum náð að myndast. Nú get ég því ekki lengur sagt við ykkur "sjáið þið, hvað sagði ég, allt aðgengi ekki bara eins heldur margra evruríkja að alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur lokast" og þeim hefur hjálparvana verið komið fyrir í öndunarvél. Inni í miðri evrunni og inni í miðju Evrópusambandinu. Þetta þýðir ekki að segja við ykkur né við neinn annan í dag, því flest fólk hefur vanist því inni í höfðinu að hlutirnir á meginlandi Evrópu séu einmitt orðnir eins og þeir eru. Að nokkur heil ríki séu fallin og hersetin af hræðilegum grunnleggjandi vandræðum. Alveg öndvert við það sem átti að gerast og sem þeim var sagt að myndi gerast. Orðin eins og það ástand sem sagt var að Evrópusambandið hafi upphaflega verið stofnað til að koma í veg fyrir að gæti orðið.
 
Skyndilega veltur allt á því í 27-ríkja sambandi að eitt —og aðeins eitt— ríki meginlandsins snúi þumalfingri sínum annað hvort upp eða niður. Öll 27 ríki Berlín-Parísar halda niðri í sér andanum á biðstofuganginum við svartar dyr Þýskalands. Þetta átti alls ekki að geta gerst og allra síst svona fljótt og hratt eftir að síðustu heimsstyrjöld meginlands Evrópu lauk. 

Þó svo að hinn þjóðkjörni leiðtogi eins öflugasta stjórnmálaflokks Ítalíu hafi skoðun á þjóðmálum lands síns og hann var af fólkinu kjörinn þar til valda í apríl 2008— þá skiptir það Ítalíu ekki máli, því í forsætisráðherraembætti landsins situr nú fyrir náð og miskunn eitt ókjörið evruknúið möppudýr hins yfirríkislega Evrópusambands sem buktar sig í rétta átt. Sem biðstofuráðherra Brussels. 

Þetta er Evrópusambandið. Það er orðið allt það sem það átti að koma í veg fyrir að gæti gerst. Og þetta er að gerast einmitt vegna sjálfrar tilvistar og stofnunar Evrópusambandsins. Stofnun þess hafði frá upphafi ekkert með frelsi, frið og hagsæld að gera. Ekkert. Og hún hafði allra síst neitt með lýðræði að gera. Frá upphafi var þessi endir óhjákvæmilegur og hann er samkvæmt allri áætlun Rómarsáttmálans. Eitt stórt nýtt sovétríki Evrópusambandsins er því að fæðast.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ýkir ekki. Back in USSR

Örn Ægir (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 03:29

2 identicon

Þú ýkir ekki markmiðinu náð back in USSR með Putin innanborð áður en lagnt um líður

Örn Ægir (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 03:32

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.timarim.is/2012/06/evropa-upplifir-islenskan-veruleika/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.6.2012 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband