Leita í fréttum mbl.is

Forsetaembættið krefst lýðveldis til að vera í

Sá eini frambjóðandi sem virðist gera sér grein fyrir því að spurningin um setu á Bessastöðum verður sú, hvort áfram sé og verði til eitthvað lýðveldi Íslendinga til að vera forseti í. Hver er sá frambjóðandi sem sér þetta? Jú, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann virðist hafa það í sér að sjá. Hin sjá þetta ekki. Þau hafa það ekki í sér.

Án lýðveldis Íslendinga verður ekki um neitt forsetaembætti að ræða. Því yrði út varpað á götu DDRíkisúvarpsins og það yrði heimilislaust. Þetta er sjálf spurningin um að vera áfram lýðveldi eða ekki neitt. Um það snýst framtíðin hvað varðar Ísland og Evrópusambands helferðina. Hún er spurningin um það hvort Ísland lifi eða deyi. Gangi Ísland í sambandið þá deyr það.

Þegar lýðveldi Íslendinga færði út landhelgina þá stækkaði þjóðareign allra Íslendinga. Þjóðareign allra Íslendinga stækkaði. Það er því ekki hægt að tvísetja landhelgina í þjóðareign nema með því að verða ríkisvætt knésett sovétríki Steingríms og Jóhönnu; ríki fátæktarinnar á leið inn í vítsivél Evrópusambandsins í leit að ölmusu, samkvæmt áætlun.
 
Hér á EKKERT að gefa eftir. Ekkert!
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,ekki tommu.

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir mér hefur aldrei neitt komið til greina en Óli. Þetta er spurning um það hvort við viljum forseta eða froðu. Það er offramboð á froðu og hefur verið lengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2012 kl. 05:19

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Gunnar.  

Herdís og Andrea eru ljóslega ekki á mála hjá neinum öðrum en sjálfum sér og Herdís er mjög frambærileg.  Andrea lærir hratt og notar sér rök Ólafs með góðum árangri en það er meiri balllest í Herdísi, enda er hún eldri, reyndari og þar með sjálfstæðari.  Pilturinn með norska hreiminn er trúlega besti piltur, en hann á töluvert eftir að læra áður en hann kemst upp að hliðinni á Andreu, hvað þá Herdísi. 

Þóra er á eilífðar flótta undan rökum Ólafs, sem hún kallar á aftur og aftur, enda fáfróð um þessi mál.  Hún hefur því klaufast út á mjög grýtta braut og þarf ljóslega hjálp ætli hún komast aftur inn á betri veg. Það tekur því ekki að fjalla um Ara Trausta, svo snilldarlega tókst honum að virkja sína upphöfnu fræðimennsku. 

Ólafur var hvorki of eða vann en fékk meiri athygli en aðrir vegna þess að annar stjórnandi þáttarins, Þóra, pilturinn og Ari Trausti beindu öll máli sínu til hans, sem hann svaraði af þekkingu og rökvísi.

Ég segi því að við Landar megium vera þakklát fyrir það að Ólafur vill hjálpa okkur en einu sinni, til að verja eignir okkar og réttarstöðu og því kýs ég Ólaf.                 

Hrólfur Þ Hraundal, 8.6.2012 kl. 08:54

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir að rjúfa vana hugans. Auðvitað höfum við ekkert með forseta að gera í ESB. Þar trónir jú, Hermann von Rompuy efst á rjómakökunni.

Ragnhildur Kolka, 8.6.2012 kl. 08:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur öllum hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 09:43

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Nákvæmlega rétt Gunnar. Ólaf áframm!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.6.2012 kl. 11:45

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Eftir að hafa staðið og starfað á gólfi ESB-þjóðfélags í samfellt 25 ár, og horft á og upplifað breytingarnar frá Pax Americana stöðugleika og yfir í íkveikjustarfsemi Evrópusambandsins á meginlandinu, geri ég mér grein fyrir því að lýðveldi Íslendinga yrði - og það frekar hratt - með tímanum afmáð út úr veruleikanum ef þetta ESB-brjálæði heldur hér áfram og nær fótfestu.

Mér virðist Ólafur gera sér grein fyrir því að hús frelsisins, sem er fullveldi og sjálfstæði Íslands og Íslendinga, er engan veginn sjálfgefin stofnun. Húsið okkar á undir högg að sækja. Það þarf að passa það og þjóðríki okkar fast.

Þetta er mitt mat. Það hefur ekki með vinstri gegn hægri að gera, heldur áfram gegn afturábak og upp gegn niður að gera. 

Ég kýs einfaldlega fullvalda sjálfstætt Ísland áfram

Gunnar Rögnvaldsson, 8.6.2012 kl. 17:02

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sömuleiðis svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband