Leita í fréttum mbl.is

Írar frystir lifandi undir evrujökli. Botnfrosinn fasteignalánamarkaður undir evru

Fjöldi veittra íbúðarhúsnæðislána á Írlandi undir evru
Mynd; Þróun fjölda veittra íbúðarhúsnæðislána á Írlandi
 
Það verður að segjast eins og er. Ég hélt ekki að þetta gæti orðið svona slæmt. Hélt hreint ekki að hægt væri að aftengja markaðsöflin svona nema undir Sovétkommúnisma eða með því að vefja þau inn í náttúruhamfarir og styrjaldir. En þetta er greinilega hægt með því að taka bara upp evru og leggja niður allt fullveldi sitt í peningamálum og með því að heita hvorki Þýskaland né Frakkland. Útkoman er eins og sovéskst nútímaríki; NSU. 

Samtök írskra fjármálstofnana hafa gefið út yfirlit yfir íbúðarhúsnæðislánaveitingar alls fjármálakerfis landsins til allra einstaklinga og fyrirtækja á Írlandi á fyrsta fjórðungi þessa árs:
  1. Húsnæðislán til þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skiptið: (eru næstum engin og undir evrujökli)
  2. Húsnæðislán til þeirra sem eru að flytja sig á milli eigna, þ.e. til þeirra sem eru ekki að kaupa í fyrsta skiptið (eru næstum engin og undir evrujökli)
  3. Skuldbreytingar á eldri lánum yfir í ný lán á nýrri kjörum (eru næstum engar og undir evrujökli)
  4. Lántökur út á eignamyndun (eru næstum engar og undir evrujökli)
  5. Lán til byggingafyrirtækja sem eru að byggja íbúðarhúsnæði og til fjárfestingafélaga (eru næstum engin og undir evrujökli)

Ástæðan fyrir þessu er sú að Írland tók upp evru og hefur því engan aðgang að neinum fjármálamörkuðum. Hvorki innanlands né erlendis. Eiga enga mynt. Bankakerfið þeirra er gangandi gjaldþrota og getur ekki sinnt hlutverki sínu. Ríkissjóður landsins er stanslaust í mikilli gjaldþrotahættu. Ekkert virkar á þessum fjármálmarkaði nema hengingarólin um háls þjóðarinnar.
 
Auglýst vaxtakjör eru eins og stillimyndin á sjónvarpsskjá DDRíkisútvarpsins. Gagnslausar glósur handa öllum nema þeim sem prenta þær fastar á skjáinn. Enginn á kost á neinum lánum nema að því tilskyldu að viðkomandi sé í gulltryggðum stöðum hjá hinu opinbera; starfi í ESB-setuliði ríkisstjórnarinnar; vinni hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Alþjóða Gjaldgrímseyrissjóðnum eða stundi stjórnmálalega dópsölu undir verndarvæng Brusselveldis.

Á Írlandi er fasteignaverð fallið um 60 prósent á sumum stöðum og laun hafa lækkað. Undir svona aðstæðum er víst óhætt að segja að raunvaxtaokrið á almenningi sé öflugustu mafíu sæmandi.

Hér með auglýsi ég stillimyndarleg vaxtalaus húsnæðislán til 100 þúsund ára. Først til mølle fá það sem ekki er til
 
Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja Gunnar,

hvar værum við á þinnar styrku raddar. Þú ert boðberi sannleikans um allt ESB-móverkið því þú einn fárra sérð í gegnum það og segir það upphátt.

Þetta er sannleikurinn um Evruna. Ég man enn hvernig Þjóðverjar hristu höfuðið yfir okkur Íslendingum sem voru stöðugt að fella gengið í den meðan allt var með kyrrum kjörum hjá þeim. Næg atvinna, stöðugt verðlag á bjórnum og CDU í stjórn. Svo komu kommarnir til meiri áhrifa og tóku svo við gjaldþrota Austurhlutanum og þurft að byggja hann upp. En samt tókst þessu vinnumaurum betur en öllum öðrum þar sem verðmætasköpunin í iðnaðinum er svo svakaleg og er alltaf í öndvegi í þjóðarvitundinni. Gerólíkt vitleysingunum á Íslandi.

Hvernig í veröldinni höldum við Íslendingar að við getum haft sama gjaldmiðil og Þjóðverjar? Við gátum það ekki við bestu aðstæður í gamla daga. Við getum það alls ekki við þessar aðstæður því við erum svo vitlausir Islendingar að kjósa fólk til valda eins og Steingríms J. og Jóhönnu og höldum að þetta fólk framleiði brauð handa okkur.

Þjóðverjinn hugsar líka allt öðruvísi en við. Í hans augum er lán sama og ÓLÁN og bar til þess að borga helvítis bófunum í bönkunum vexti. Þeim er þetta linnulausa vaxtaþrugl í Íslendingum óskiljanlegt og hvernig heil þjóð getur haldið að tilveran byggist á lánum.

Halldór Jónsson, 28.5.2012 kl. 10:15

2 identicon

Hún er nú reyndar meira hrollvekjandi, þessi marxistavæðing fasteignamarkaðar á Írlandi.

Írar stofnuðu sjóð árið 2009, Nama, til að kaupa fasteigna- lánasöfn af bönkunum, með afslætti, og til lánveitinga vegna frágangs á á ókláruðum fasteignum. Þessi lán eru til ýmissa fasteignafélaga og byggingaverktaka.

Fram til þessa hefur Nama keypt lánasöfn fyrir tæpa 10.000 miljarða króna, og hefur afslátturinn af lánunum verið í kringum 60%.

Snilldin hjá Írum var sem sagt sú, að kaupa ónýt lán af bönkunum með afslætti(bönkunum var svo að sjálfsögðu lagt til fé, til að bæta þeim upp afsláttinn af lánunum)og stofna allsherjar ríkisfasteignasjóð, e.k. íbúðarlánasjóð, sem myndi endurgreiða ríkissjóði framlagið með leigu og sölu fasteigna.

Þrátt fyrir þennan gríðarlega afslátt af lánunum, þá afskrifaði Nama 5% (af þegsr niðurfærðum lánunum) árið 2010, og eftir er að taka á árinu 2011, þar sem fasteignaverð lækkaði um 16.7%, og innheimta leigu var mun verri en ætlað var.

Það ber að taka fram, að verð á fasteignum (og leiga) á Írlandi er enn að falla.

Ergó, þrátt fyrir 60% afslátt á lánum, þá dugar það ekki til. Einungis 20% af þegar afskrifuðum lánum eru í fullum skilum, og allt útlit er fyrir að þessi sjóður verði gríðarlegur auka- baggi á aumingja írska skattborgaranum í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þess ber að geta, að venjulegi Írinn situr uppi með sín lán óafskrifuð, og getur sig hvergi hreyft.

Hinir Írarnir, sem gjarnan vildu kaupa sér fasteign, fá ekki lán, nema að þeir séu í vinnu hjá ESB eða erlendum stórfyrirtækjum. Hinn venjulega Seamus teppalagningamaður, á ekki séns á því að koma fasteign yfir höfuðið á sér, hvorki nú, né á næstunni.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 11:50

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Hilmar,

Lengi getur vont versnað. Þetta er þá leiðin sem okkar leiðtogar vilja fara með því að ganga ´i EXB og taka upp þessa Evru eins og Írarnir.

Halldór Jónsson, 28.5.2012 kl. 13:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju skrifar Þorgerður Katrín ekki leiðbeiningar til Sjálfstæðismanna um það hvernig menn læri að elska ESB og geti gengið ínn án þjóðaratkvæðis.

Halldór Jónsson, 28.5.2012 kl. 13:57

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og skrif

Hilmar, NAMA er "a Bad Bank model" stofnaður af ríkinu til að vera og starfa sem ruslatunnugeymsla bankakerfisins, sem eftir fyrst að hafa greitt sér gerræðisleg laun árum saman og útfært Svik, Svindl & Pretti í regnbogans litum í massavís undir stjórn ECB-seðlabankans, fyllti allar ruslatunnur sínar af úldnum úrgangi útlánastarfsemi sinnar sem ríkið svo tók við og yfir undir rjúkandi skammbyssuhlaupi ESB yfirvalda og treður nú ýldunni niður kokið á skattgreiðendum landins sem eru 100 prósent valdalaus massi af handa og fóalausum gerpitrýnum í keðjubandi Brusselveldisins. Þetta er allt í boði Brusselveldsins.

Þú hittir naglann nokkuð vel á höfuðið Halldór þegar þú skrifaðir þetta hér og því er ég sammála. Þú skilur að ESB getur ekki orðið "a federal state" en skilur samt kannski ekki ennþá að það var aldrei ætlunin. Hönnuðir þess vissu þetta sem þú veist og þess vegna var stefnan frá byrjun sett á keislaveldislegan "state structure" sem sjálfkrafa er að þróast yfir í hin Nýju Sovétríki Evrópu. 

Eins og þú bendir réttilega á þá skilja Þjóðverjar ekki "external devaluations" (útvortis gengisfellingar) því þeir búa og lifa í rent-seeking kapítalsima sem skilur ekki anglosax kapítalisma og sem sífellt er staddur, lifir og hrærist í internal-devaluation (innvortis gengisfellingum) þar sem fólkið hefur ekki fengið launahækkun áratugum saman og kostnaður er stanslaust lækkaður niður í gegnum gólfið gagnvart útlandinu.

Evra féll því ekki af himnum ofan til Þjóðverja. Hún var áætlun og verkfæri þeirra til að læsta öll lönd Evrópusambandisns inni í föstu gengisfyrirkomulagi við Þýska skíta hagkerfið sem síðan hefur staðið í 15 ára stanslausum innvortis gengisfellingum gagnvart öllum öðrum evrulöndum.

Ordnungspóltík Erhard's sem útlokaði utan að komandi erlenda samkeppni frá anglo-sax kapítalistískum hagkerfum, myndaði síðan grunninn að "social market" hagkerfi Þýskalands sem er eins konar DDR-Light útgáfa í góðvirði en mun svo snúast upp í Sovétríki þegar sífellt verr viðrar innan í þýska elliheimilinu. Þetta er nokkurs konar nýtískulegar Gúlag þrælabúðir undir continentals rent-seeking kapítalisma.

Alla leiðina að þessu marki sem náð hefur verið nú, hafa lög landsins verið þverbrotin, þýski seðlabnakinn notaður sem skúffufélag ESB-veldisins og exportelítunnar og þessum strúktur logið upp á og í gegnum lýðþrælabúðir Þýskalands sem nú hefur misst trúnna svo gersamlega á landi sínu að þjóðin þorir hvorki að eignast börn né festa illa fengnu fé þýska ríkisins í hrynjandi húsnæðismassa landsins. 

Þetta er vélin í Nýju Sovétríkjum Evrópu, gírkassinn og ökuljósin eru í París. Þetta mun enda tryllingslega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2012 kl. 14:22

6 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

En samt vill tjodin ekki ganga ur ESB hmm,en tad er kanski eins og med saunglagakepnina vid erum altaf med besta lagid en vinnum aldrei,enda hafa teir ekket vit a musik tarna uti i Evropu.Sjalfsagt gildir tad sama um tessar tjodir uti i evropu i sambandi vid EU  tetta eru bara asnar ad skilja ekki ekki okkur snillingana

Afsltur a lanum til bankaa var ju heeldur ekki vandamal her a Islandi tott vid værum ekki i EU 1700 miljardar urdu ad 1000,sem sidan eru rukkadir inn ad fullu,TAD ER BARA STADREIND VID ERUM SNILLINGAR 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 28.5.2012 kl. 15:47

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Aftur bravó Gunnar!

Gleymdu því ekki að Napóleon ætlaði að setja Evru undir alræði Frakka, Adolf ætlaði sér líka að láta Evrópuríkin lifu sem Vassal-Staaten undir sér og Reichsmarkið hefði orðið að Pecunia-Franca frá Atlantshafi til Kínaveldis ef allt hefði gengið upp. Frakkar eru ekki síður hættulegir en Þýskarar ef þar risi einhver maður upp til að halda þeim edrú og láta þá hlýða. Það er sama hvor er fyrir okkur ræflana hér í Ballarhafi svo lengi sem Kaninn er til staðar að passa okkur.

Halldór Jónsson, 28.5.2012 kl. 15:55

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vað varðar Þorgerði Katrínu, Halldór, þá er hún fyrir mér einföld hirðkerling sem veit ekkert um neitt og allra síst neitt um stjórnmál, efnahagsmál og minna en ekkert um Evrópusambandið. Áttavilltur fótalaus húrrandi með ESB-epli og fána einskisins í hvorri hönd.

Hún er ennþá með þar síðustu 10-ára áætlun Brusselveldisins í hausnum, frá menntamálaraárum sínum, og sem hét Lissabon 2000 markmið Evrópusambandisns, og sem hefur gengið jafn vel eftir og allar 5-ára áætlanir Stalíns og Sovétríkjanna gerðu svo innilega ekki nokkurn tíma. Þvaður, blaður, lygar og loft. En nú er komin ný 10-ára áætlun og hún heitir auðvitað Losseplads 2020

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2012 kl. 15:58

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég veit ekki um húsnæðismarkaðinn á Írlandi, en mitt hús er búið að vera í sölu í rúm 3 ár og fáir áhugasamir. Mér skilst að sala fasteigna á Íslandi hafi aukist um tugi prósenta, þ.e.a.s. úr alls engu í aðeins minna ekkert!

Kaupmáttur launa hefur hér lækkað um 20% og verðtryggð lán (húsnæðislán & námslán) hafa hækkað  30%. Verðbólgan enn um 6% og ekkert lát á með hina frábæru krónu.

Hvað segirðu Gunnar, hvenær á að flytja heim í alsæluna?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.5.2012 kl. 17:20

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðbjörn

Varst það ekki þú sem sagðir fyrir þremur árum — árinu áður en ég flutti heim til Íslands eins og ég hef sagt þér rúmlega fimm þúsund sinnum  — að gengi íslensku krónunnar hefði fallið um 130 prósent. Þá benti ég þér á að ekkert getur fallið um 100 prósent án þess að verða að engu og að ég hefði aldrei séð mynt sem væri orðin að andefni. Hún féll um 52 prósent gagnvart evru. Sem er aðeins meira en evran féll þegar hún var sjósett.

Þú ert að væla yfir húsi þínu. Þú ættir að prófa að hafa ekkert hús að væla yfir, ekkert hús að eiga, engan bíl að eiga og hafa aldrei á æfi þinni nokkurn tíma haft launaða vinnu. Milljónir af ungu fólki á meginlandinu er í þeirri aðstöðu.

Þú getur fengið húsdrusluna mína sem fallin er um 60 prósent í verði í Danmörku áður en ég sprengi hana í loft upp með dýnamíti og fjarstýringu frá Íslandi. Enginn hefur svo mikið sem komið að skoða hana í samfellt tvö ár af þeim þremur árum sem það hefur verið til sölu. En það er varla ofdekruðum almúga eins og þér frá Íslandi bjóðandi.

60 prósent þeirra sem keyptu sér húsnæði í Danmörku frá 2002-2007 eru orðnir eignalausir, skulda meira en þeir geta fengið fyrir fasteign sína og lánastofnanair í Danmörku eru hættar að lána fólki á landsbyggðinni til húsakaupa ef verðið er fallið undir 500.000 DKK. Laun lækka að raunvriði, vaxtaokur er í gangi. Skattar hækka og atvinnuleysi er þar nú orðið hærra en undir bankahruni á Íslandi. Hvernig heldur þú að þetta verðir þegar allir þrír fasar ERM springa allir í einu, Guðbjörn.

Gjaldþrota fólk býr nú í húsi mínu fyrir lítið sem ekkert. Það er betra en að láta mýsnar um það. Það má ekki að kaupa neitt. Má ekki eignast neitt. Má ekkert.

Take that! Guðbjörn ESB karl. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2012 kl. 17:53

11 identicon

Mikið ertu heppinn Guðbjörn, að geta sett eignina þína á sölu. Sem betur fer er eignin ekki á evru-Írlandi.

Við getum tekið dæmi um hversu lukkulegur þú ert. Við skulum gera ráð fyrir að þú eigir þokkalega myndarlega eign, ca eitt stykki raðhús. Á Írlandi 2007 hefðir þú verið sáttur við að selja húsið á, við skulum segja 400 þúsund evrur, sem á núvirði eru um 62 miljónir króna.

Í dag gætir þú, ef þú ert heppinn, fengið 150 þúsund evrur fyrir húsið, eða sem nemur um 24 miljónum króna á núvirði.

Að sjálfsögðu máttu ekki skulda umfram þessar 150 þúsund evrur í eigninni, nema að greiða upp mismuninn sjálfur. Þannig er nú reyndar staða flestra á Írlandi. Skulda meira en þeir eiga.

En ef þú ert rosalega heppinn, sem Íri, að skulda minna en þú átt eða getur borgað mismuninn, og finnur áhugasaman kaupanda, þá verður hann að vera starfsmaður ESB, eða einhvers útlends stórfyrirtækis, því öðru vísi færðu ekki þessi frægu lán, sem ESB sinnar á Íslandi eru alltaf að klifa á.

Magnað fyrir Íra að lifa í þessu lágvaxtaumhverfi.

Duglegir ESB sinnar mega gjarnan reikna út endanlega vexti af 400 þúsund evra láni, þegar eignin er komin niður í 150 þúsund evrur og er óseljanleg.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 18:10

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Síðan gætir þú Guðbjörn — eftir fyrst að hafa prófað Írland og Danmörku — reynt fyrir þér í Þýskalandi. Ráðið til þín skattasérfræðing sem eftir fjörurra ára fyrirlestur gæti kannski og loksins sannfært þig um að enginn ætti að eiga neitt í Þýskalandi, því þar er raunverð húsnæðis fallið um tæplega 30 prósent frá aldamótum, þrátt fyrir að engin engin vottur af húsnæðisbólu hafi verið þar að verkum því að þar hafi atvinnuleysi varla farið undir 10 prósentin síðustu 30 árin og engin kauphækkun komið til fólks í 15 ár. 

En þú munt að sjálfsöðu enda í Grikklandi við að éta hinn heilaga gríska kvödmat Egils Helgasonar dekurdýrs Ríkisstjórnarútvarpsins, sem er grískt lambakjöt hans í ESB-sósu sem árið 2008 undir fjölmiðlun hans átti að vera ekkert verra en öndvegis lambakjötið okkar hér uppi í himnaríki okkar góða og blessaða Íslands undir V8 strokka krónunni okkar, sem er tryllitæki.

Farðu nú eftir DDR-ráðum Egils Helgasonar. Hann veit þetta. Hann var nefnilega á ferð í Grikklandi, bara fyrir nokkrum árum síðan.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2012 kl. 18:23

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Hilmar fyrir skrif þín.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2012 kl. 18:30

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru Danir ekki líka búnir að lækka vexti af húsnæðislánum niður í nánast ekkert til að ýta við markaðnum, en ekkert gerist. Af hverju er það?

Er mögulegt að fólk haldi að sér höndum vegna óöryggis yfir því hvenær tímasprengja Evrunnar springur?  Ekki tæki ég séns á lánum í þessu umhverfi.  Ég held að þetta sé líka höfuðástæða þess að fólk er tregt hér. Það óttast það að okkur verði troðið gegn vilja okkar inn í brennandi Imperíalískt samband, sem kúttaði verðtryggingu og gjaldeyrishöft af í einni svipan. Sem er eitthvað í líkingu við að taka botninn úr bátnum í stað þess að ausa hann.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2012 kl. 20:06

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er að sjá aðra afleiðingu hryllingsins koma í ljós nú. Það er ekki bara það að fjórfrelsið hvetji til frjáls fjármagnsflótta, heldur eru þjóðir sambandsins í auknu mæli að hætt að að borga skatta. Segja bara f..k you.

Það finnur enginn til þegnskyldu né tilgangs í því að greiða skatta sem ekki þjóna þeirra samfélagi. Fólk mun ekki greiða tíund til keisarans yfir Evrópu og vita ekkert hvað verður um hana. 

Þetta verður enn einn dómínóeffektinn sem verður til þess að þetta apparat mun falla hraðar en nokkurn grunar.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2012 kl. 20:12

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Steinar,

Fórst henni Kristínu LaGarde að tala um gríska skattsvikara þegar Fransmaður í vísdómi sínum og af sinni löngu og bitru reynslu stingur öllu undan sem hann getur og grefur niður í bakgarðinn hjá sér. Hann treystir nefnilega engum og örugglega ekki ESB furstunum Sparifé í Frans hefur aldrei skilað sér í banka eins og annarsstaðar, það liggur grafið í garðinum. þannig verður ekkert bankarönn í því landi, það er afstaðið.

Halldór Jónsson, 28.5.2012 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband