Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Vestfjarða yfirgefur krónuna

Úrsögn Vestfjaðra úr landshluta myntbandalagi Íslands kom seint í gærkvöldi. Þolinmæðin var þrotin. Vestfirðir hófu á miðnætti stimplun peningaseðla í umferð. Fjöldi manna voru að störfum í viðskiptabankakerfi Vestfjarða í nótt. Allir seðlar í viðskiptabönkum voru stimplaðir. Þegar þeir opna á ný mun hin nýja merkta mynt Vestfjarða taka gildi. Nýir peningaseðlar eru í prentun og koma þeir til seðlabanka Vestfjarða með næstu skipum. Þeir verða þá samstundis settir í umferð. Gömlu og stimpluðu seðlarnir munu strax verða innleysanlegir á genginu einn á móti einum. Gengið gagnvart Reykjavíkurhéraðskrónu mun líklega þróast á þeirri forsendu að bankakerfi Reykjavíkurhéraðs eru afar illa farin og útflutningstekjur þess svæðis myntbandalagsins litlar.

Enn fremur er talið að Reykjavíkurhéraðssvæðið hafi um all langt skeið lifað langt um efni fram. Atvinnuleysi í íslenska myntbandalaginu er hæst á Reykjavíkursvæðinu og hefur það verið mjög hátt of lengi. Telja hagfræðingar að framtíð Reykjavíkurhéraðs sé háð hæfni svæðisins til að fæða sig og klæða undir mynt sem þá er komin er út tengslum við það sem áður var.

Byggingariðnaður og hinar skapandi listir héraðsins munu eiga erfitt uppdráttar því öll innflutt aðföng og allur sá flugvéla- og skipafloti sem svæðið hefur notfært sér hingað til, hefur að mestu leyti verið fjármagnaður með gjaldeyristekjum sjávarútvegs ásamt gjaldeyrissparandi afurðum landbúnaðar; sem og íbúar Reykjavíkurhéraðs hafa einnig neytt. Hann er þá er ekki lengur viðstaddur á svæðinu, þ.e.a.s ef illa fer og myntbandalagið leysist alveg upp. Ljóst er að kvikmynda- og þáttagerð getur ekki staðið undir innflutningi matvæla fyrir alla íbúa Reykjavíkurhéraðs. Þróunaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu þyrfti því að koma til. Hún væri væri æskileg sem fyrsta skref til að koma í veg fyrir hungursneyð. Á meðan vinnst tími fyrir skipulagsarkitekta svæðisins til að afmarka garða og beð fyrir þann aðkeypta búfénað sem hin skapandi stétt svæðisins gæti mögulega aflað. Einnig myndi þá skapast viss tími til að vinna margslungið skipulag fyrir húsdýrahald í bílskúrum svæðsins, samkvæmt ítarlega þróaðri byggingareglugerð hinna umsvifamiklu yfirvalda.

Skuldbindingar seðlabanka Reykjavíkurshéraðs gagnvart seðlabanka Vestfjarða er óleyst mál. En ljóst er að ef Norðurland, Vestmannaeyjar og Grímsey segja sig einnig úr myntbandalaginu, að þá mun gengi Reykjavíkurkrónu falla mikið sökum fyrrgreindrar innri ósjálfbærni. Innbyrðis ójafnvægi myntbandalagsins var orðið þannig að þegar Vestfirðir köstuðu einni krónu út í sameiginlegt hagkerfi myntbandalagsins, þá höfnuðu 80 af 100 aurum hennar í vösum íbúa Reykjavíkurshéraðs. Aðeins 20 af 100 aurum hverrar krónu sem leyst var úr læðingi í hagkerfi Reykjavíkurshéraðs enduðu í hagkerfum utan þess.

Aðalseðlabanki myntbandalagsins á Surtsey mun ekki geta jafnað út innbyrðis stöðu seðlabankakerfis svæðisins að svo stöddu. Fullt samkomulag allra seðlabanka þarf fyrir slíkum aðgerðum. Og sameiginleg mynt gæti þá þegar verið horfin. Því er líklegt að seðlabanki Vestfjarða muni hið fyrsta hefja beinar innheimtuaðgerðir upp á eigin spýtur og hefjast þær þá væntanlega á handritunum. Símsvarar sambandsins í aðalstöðvum þess á Surtsey eru hættir að taka við skilaboðum. Hið sama gildir um yfirstjórn fiskveiðilögsögu sambandsins. Líklegt er að embættismenn sambandsins séu þegar hættir að fá greidd laun og farnir.

Ekki er enn vitað hvort varðskýli Hvalfjarðarganga verður flutt yfir fjörðinn og spöl upp fyrir afleggjarann. En gjaldskránni hefur þegar verið breytt yfir í Vestfjarðakrónu. 

Heilbrigðisyfirvöld Vestfjarða gera ráð fyrir að stór hluti starfsmanna heilbrigðiskerfis Reykjavíkurshéraðs muni flytja og sækja þangað atvinnu sökum hærri launa, lægri skatta og betra gengis. En fyrst þurfa umsækjendur að læra vestfirsku og flýta sér að selja eignir sínar fyrir sunnan áður en þær falla í verði og ferli eignaupptöku fer af stað. 
 
Heppilegra hefði verið ef byggðastefna Íslands hefði verið hugsuð upp á undan byggingareglugerð. Þá hefði þetta varla getað gerst og 100 þúsund ferkílómetra tækifæri gæti þegar staðið opið
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Mikið vildi ég að þú hefðir verið að segja okkur raunverulega frétt með þessum pistli, en ekki segja okkur hlægilega brandarann um "gjaldeyrisframleiðslu" seðlabankans í Reykjavík.

En orð eru til alls fyrst. Takk fyrir þessi orð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.4.2012 kl. 07:35

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta er ekki hlægilegur brandari heldur fyllsta alvara og hef ég mælt með girðingu  frá Búðardal til Borðeyrar mörgum sinnum.Vestfjarðamúrinn verður senn að veruleika.

Eyjólfur Jónsson, 24.4.2012 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband