Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland komið í nýtt myntsamstraff

CMA Global Sovereign Credit Risk Report 1 fjórðungur 2012
Riskiest sovereign credit bet in the world pr 11 apríl 2012
 
Ríkissjóður Kýpur nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera útgefandi af áhættusömustu ríkisskuldabréfum heimsins. Kýpur tók upp evru 1. janúar 2008. Það tók því aðeins fjögur ár að rústa efnahags, peninga- og bankakerfi landsins. Í næsta sæti á áhættulistanum er tilraunasvæði myntfangabúða Evrópusambandsins; Portúgal. Evruríkið Grikkland er sprengt út af listanum því það er — í samfélagi þjóðanna — þegar orðið ríkisgjaldþrota í evrum. Evruríkið Kýpur hefur því tekið sér sæti Grikklands í aftökustólnum fyrir heimsins hættulegustu útgefendur ríkisskuldabréfa. Segið svo að evran virki ekki! 
 
Líkurnar á því að verða ríkisgjaldþrota Evrópuríki hafa aldrei verið eins bjartar og nú. Þær geta því miður ekki orðið meiri en 100%, því þá væri Grikkland enn lifandi í efsta sætinu. Samkvæmt áhættulistanum, sem er hér, eru næstum engar líkur á því að Bandaríkin, Noregur, Sviss og Svíþjóð verði ríkisgjaldþrota. Þýskaland er í þrefalt meiri hættu; það er evruland. Áhættan er minni hjá ríkissjóði Chile en ríkissjóði Þýskalands. Og áhættan samfara því að kaupa ríkisskuldabréf af íslenska krónu lýðveldinu er aðeins rúmlega þrefalt meiri en að eiga sömu viðskipti við ríkissjóð Þýskalands.
 
Hnjáhlífar frá heimsveldi hugleysisins í Icesavepakkhúsi Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu og Össurar verða líklega sendar frá Íslandi sem þróunaraðstoð handa Kýpur. Ríkisstjórn þeirra þremenninga heldur síðan eftir pakksendingar til ESB, ótrauð áfram að auka við áhættu Íslands. Á fullum launum hjá skattgreiðendum og án umboðs kjósenda. Fullkomlega meðvituð. Landsdómur hlýtur að ná til yfirvegaðs aðgerðarleysis þessa fólks.
 
Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista
Endurskoðaðar tölur frá gjaldþrota Grikklandi segja að almennt atvinnuleysi þar sé nú komið yfir 21,8 prósent. Svo eru sumir enn að tala um smá-kreppuna 1930 sem ættleiddi sósíalistann Adolf litla til valda í kjölfar massífs niðurskurðar ríkisútgjalda. Aðgerð sem átti að auka tiltrú erlendra fjárfesta á Þýskalandi!
 
Mynd, Brad DeLong
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband