Leita í fréttum mbl.is

Enn einn munurinn á plat og alvöru mynt

Bankakerfi flestra evrulanda komust í lausafjárþrot frá og með árinu 2008 og svo aftur um miðbik síðasta árs og eru nú enn aftur að komast í sama þrot. Þetta gerðist vegna þess lánveitingar á milli banka —interbank-lending— stöðvuðust. Þær stöðvuðust vegna þess að bankarnir vissu ekki hver af þeim á markaðinum voru að deyja. Fullkomið vantraust ríkti því bankanna á milli. Þeir treystu ekki hvor öðrum fyrir einni evru yfir nóttina

Í Bandaríkjunum kom bandaríski seðlabankinn —The Federal Resverve— í veg fyrir svona vantrausts-ástand á millibankamarkaði innan þjóðríkis Bandaríkjamanna með því að þvinga (skylda) alla banka í landinu til að taka við björgun (bail-out-money). Alveg sama hver staða þeirra var. Þar með vissu allir bankar í landinu að enginn þeirra var á leið í þrot vegna erfiðrar lausafjárstöðu. Þetta gat bandaríski seðlabankinn gert af því að Bandaríkin eru sjálfstætt fullvalda alvöru þjóðríki - og þetta virkaði. Svona er að hafa skjöld, sverð og Þórshamar. Þá ræður maður

Tvisvar sinnum síðan kreppan skall á síðsumars 2008 hefur seðlabanki Bandaríkjanna enn fremur þurft að koma öllu bankakerfi evrulanda til björgunar vegna þess að millibankamarkaður evruríkja virkaði ekki vegna viðvarandi vantrausts bankanna á milli. Þeir gátu því ekki lengur staðið við dollara-skuldbindingar sínar. Og enginn alþjóðlegur banki vildi lána þeim dollara til að borga þessar dollara-skuldbindingar. The Fed opnaði þá FX-SWAP-línur, þ.e.a.s gjaldmiðlaskiptalínur yfir til ECB-seðlabanka Evrópusambandsins upp á gátt til að bjarga heiminum frá hruni. Ef millibanka-markaður evrusvæðis hefði virkað þá hefðu evrumenn átt að geta bjargað sér sjálfir fyrir tilstilli ECB-seðlabanka Evrópusambandsins

En ECB-seðlabanki Evrópusambandsins er ekki alvöru seðlabanki. Hann er einungis seðlabankalingur, sem enga stjórn hefur á neinum peningamálum

Svona er að búa við platmynt og seðlabankaling. Það gerir Írland því miður. Þar hefur skorturinn á alvöru mynt og peningastjórn valdið neikvæðu framlagi til hagvaxtar í landinu í samfleytt 32 mánuði í röð. Evran og vanskapað peningakerfi hennar hefur dregið írska hagkerfið niður í samfleytt 32 mánuði - ofan í allt annað. En fyrst sprengdi ECB-seðlabankalingurinn Írland í loft upp
 
Við skulum ekki minnast á sjálft Grikkland á þessu hættulega augnabliki í sögu hinnar innvortis fjármálalegu borgarastyrjaldar sem Evrópusambandið hefur stofnað til með evrunni inni í ESB. Samúð mín með Grikkjum er djúp. Hún er miklu dýpri en samúð mín er með Steingrími J. Sigfússyni fyrir froðusnakk sitt frá greiðsluvanda yfir í heilshugarþrot. Einungis blaðurmenni haga sér svona

Myntmálið er hundrað sinnum dýpra mál en þú heldur. Þau eru um það bil sjálft framkvæmdavald fullveldisins
 
Hugsið um þetta
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og nú er gangsteinn Geitner búinn að segja þeim að éta það sem úti frýs og bjarga sér sjálfir. Hann reddaði bokku á svörtu síðast og nú er komið að Rompa og Berrassa. Þessvegna held ég að það verði showdown í byrjun sumars.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 02:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Frábært og ljóst mál hjá þér Rögnvaldur sem oft áður.  Öndvert við þessa óræktar blaðurvitringa sem almenningur skilur ekki. 

En það er einmitt almenningur sem þarf að skilja, hann hefur atkvæðin og orkuna.  Steingrímur er hinsvegar ágætlega reigður og kokhraustur og rétt að lofa honum bara að vera í því.  

Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2012 kl. 08:05

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Gunnar, átti að vera Gunnar Rögnvalsson að sjálfsögðu.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2012 kl. 08:09

4 identicon

Enn hækka vextir á Spán tilkynnir Bloomberg. Stíflan hlýtur að bresta með alskyns afleiðingum td. herforingjastjórn í Grikklandi sem segir Esb og öðrum gömmum að hafa sig hæga. Sem er þó sennilega bezta lausnin.

GB (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 11:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Herforingjastjórn í Grikklandi? Úff...þá þurfa Þjóðverjar að fara í leðurstígvélin aftur. 

Þeir hleyptu ESB af stokkunum til að skapa frið í álfunni enda manna þreyttastir á endalausum ófriði í aldir, sem þeir raunar stóðu sjálfir að í flestum tilvikum. En hvað eru menn að velkja svoleiðis smáatriðum fyrir sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 12:59

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski nota þeir herinn sem enginn kannast við að sé til í þetta sinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 13:01

7 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Er þá ekki bara málið að leggja niður EU í núverandi og stofna á grunni þess USE (United States of Europe) að bandarískri fyrirmynd með forseta, sameiginlegum her, leyniþjónustu, alríkislögreglu o.s.frv.

Helgi Viðar Hilmarsson, 7.4.2012 kl. 15:59

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Helgi; Evrópusambandið er aldrei til í núverandi mynd. Það er alltaf orðið eitthvað annað og meira um leið og maður leyfir sér að líta við.

Forsætisráðherra Danmerkur lofaði mér og dönsku þjóðinni árið 1986 að Evrópusambandið yrði aldrei til: hann sagði: Evrópusambandið er steindautt

Fyrir 20 árum var okkur síðan lofað því að evran myndi koma í veg fyrir kreppur í ESB. Til þess var hún fædd inn í heiminn. Okkur var einnig sagt  að sóttvarnargirðing Maastrichtsáttmálans (the stability pact) myndi koma í veg fyrir að áhættutöku einkageirans yrði smyglað yfir á herðar skattgreiðenda (ríkissjóðs). En nú er Maastrichtsáttmálinn sem sagt brotinn í spón og orðinn að gjalli á 20 ára afmæli sínu.

Allt Evrópusambandið er nú hrunið ofan á gömlu Evrópu. Þökk sé elítuverki þess. Út úr ESB gat aldrei komið neitt annnað en stórslys.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2012 kl. 23:09

9 identicon

"Evrópusambandið er aldrei til í núverandi mynd. Það er alltaf orðið eitthvað annað og meira um leið og maður leyfir sér að líta við."

Þú ert nú ofsalega fyndinn!

Ég gæti best trúað að Evrópusambandi ofsæki þig.

Og þetta ertu búinn að mjálgra um áraraðir, blessaður vesalingurinn.

Jóhann (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 01:29

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér er sagan Jóhann

  • Í byrjun snérist ESB um stál. Og um leifar stríðsins og um að einangra hættulegt Þýskaland í rústum sínum
  • Svo snérist ESB um vald yfir kolaflutningum
  • Svo snérist ESB um rafmagnsframleiðslu
  • Svo snérist ESB um umferðaræðrar
  • Svo snérist ESB um landbúnað
  • Svo snérist ESB um fiskveiðar
  • Svo snérist ESB um tolla
  • Svo snérist ESB um yfirríkislegt dómsvald
  • Svo snérist ESB um að ná einkaútgáfurétti yfir peningmámlum af öllrum löndum sambandsins
  • Og núna er ESB orðið þannig að það snýst um allt. ALLT

Þetta er orðið óstjórnlegt skrýmsli sem ekki er lengur hægt að kjósa burt. Það mun líklega ekki hverfa nema með nýrri styrjöld í Evrópu.

Fréttaritari Frankfurter Allgemeine Zeitung, Dirk Schümer, skrifar heim frá Vín:

FAZ: The EU Has Become "A Demon, Uncontrollable, Impossible To Vote Away"

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 08:57

11 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Eitt sem ég átta mig ekki á Gunnar. Hvers vegna álítur þú BNA vera gott ríkjasamband en ESB vera vont?

Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 09:02

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bandaríkin eru eitt ríki, Helgi. Þau eru eitt þjóðríki. Hvort þau eru "góð" eða ekki ætla ég mér ekki að dæma um í einni setningu. "Já eða nei" mælikvaðra á góðleika ríkja er erfitt að búa til. En Bandaríkin virka. Þau eru eitt ríki með því sem tilheyrir. 

Evrópusambandið er hins vegar orðið að eins konar Frankenstein yfir 27 þjóðríkum, þar sem ekkert þeirra gekk í sambandið með það fyrir augum að það yrði nokkurn tíma Bandarríkjum Evrópu.

Fólkið vill ekki að 27 þjóðrkjum þess sé slátrað til þess eins að eltía í löndum þeirra geti látið geðbilaða drauma sína rætast. Þannig ríki yrði eins og það sem átti að koma í veg fyrir: Það yrði einskonar ný útgáfa af öllu því gamla sem átti að koma í veg fyrir að myndi geta gerst.

Það sem er að gerast núna í Evrópusambandinu var öllum kjósendum í öllum löndum Evrópusambandsins sagt í öllum kosningum að myndi aldrei geta gerst. En það hefur samt gerst. 

Lýðræðið er á hröðu undanhaldi í Evrópusambandinu. En lýðræðið er það eina sem haldið hefur friðinn í ESB ásamt vernd Bandaríkjamnna.

Hvort ríki eru "góð eða vond" er röng spurning. Lögmæti tilvistar þeirra og lýðræði þegnana skapa þau.

Þú munt líklega aldrei átta þig á þessu Helgi. Varla fyrr en um seinan fyrst þú áttar þig ekki á þessu nú þegar.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 09:29

13 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þakka svörin Gunnar, þetta var ágætlega upplýsandi.

Ef ég skil þig rétt þá veit fólk í raun ekki að hverju það gengur í ESB, ólíkt BNA.

Hvað telur þú þá rétt að gera varðandi ESB, leysa það einfaldlega upp og að öll samvinna í Evrópu verði höfð í lámarki?

Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 10:25

14 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Kanski rétt að umorða spurninguna og gera hana hnitmiðaðri og skilmerkilegri.

Hvaða skipan telur þú heppilegasta fyrir Evrópu?

Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 10:51

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Úr því sem komið er, Helgi, þá er ekkert sem getur bjargað Evrópu lengur. Tími hennar er liðinn að svo miklu leyti. ESB hefur séð fyrir því. Svo álit mitt á því máli mun ekki bjarga neinu. Tækfærinu eftir seinni heimsstryrjöldina hefur verið sóað og afar illa farið með það.

Hægt væri að leyfa þeim að ganga í EFTA ef þeir haga sér vel.

Þeir gætu einnig reynt að rúllla sér aftur til árisins 1984 og minnast um leið falls kommúnismans, þegar frelsi var álitið sem dýrmætari gæði að eiga en jöfnuður. Minnast tímanna áður en múrinn féll frá austri og yfir vestrið.

Ég álít að bæði Ervrópa og Rússalnd séu búin að vera. Demógrafían er orðin svo hryllileg og of seint að reyna að leysa hana. Kraftar þjóðríkjanna í ESB hafa veirið tæmdir þannig að þau munu ekki lengur getað stutt við natal-þróun sína. Og Rússland er enn verra.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 11:10

16 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Takk fyrir þetta Gunnar.

En hvað þá með Ísland, hvert eigum við að stefna í viðskiptum, eigum við að segja upp EES og hvernig eigum við að leysa gjaldmiðilsvandann, þ.e.a.s. gjaldeyrishöft og krónísk verðbólgu?

Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 11:43

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Helgi

1) Meðaltalsverðbólga á Íslandi frá 1991-2000 var 3,2 prósent á meðan hún var 3,0 prósent í ESB

2) Er þetta "krónísk verðbólga"?

3) Já við eigum að segja upp EES samningnum: sjá: Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn

4) Við eigum ekki að hafa stefnu í viðskiptum. Það eru viðskiptin sem sefna okkur á þá markaði sem gefa vöxt. 

5) Við erum ekki með gjaldmiðilsvanda. Hann er afleiðing ESB-ríkissstjórnarinnar. Það er hún sem er með gjaldmiðilsvanda. Enda verri en engin ríkisstjórn.

6) Gjaldeyrishöft eru til í þúsund útgáfum. Bankakerfi evrulanda er nú stödd í gífurlegum gjaldeyrishöftum. Þau vita að The Fed mun ekki bjarga þeim aftur og því geta þau ekki lengur stundað viðskpti nema í takmörkuðum gjaldmiðli. Þau búa við mynt sem er í upplausnarferli.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 11:55

18 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Takk fyrir svörin Gunnar, læt þessu lokið í bili.

Kveðjur

Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband