Laugardagur, 7. apríl 2012
Enn einn munurinn á plat og alvöru mynt
Bankakerfi flestra evrulanda komust í lausafjárþrot frá og með árinu 2008 og svo aftur um miðbik síðasta árs og eru nú enn aftur að komast í sama þrot. Þetta gerðist vegna þess lánveitingar á milli banka interbank-lending stöðvuðust. Þær stöðvuðust vegna þess að bankarnir vissu ekki hver af þeim á markaðinum voru að deyja. Fullkomið vantraust ríkti því bankanna á milli. Þeir treystu ekki hvor öðrum fyrir einni evru yfir nóttina
Í Bandaríkjunum kom bandaríski seðlabankinn The Federal Resverve í veg fyrir svona vantrausts-ástand á millibankamarkaði innan þjóðríkis Bandaríkjamanna með því að þvinga (skylda) alla banka í landinu til að taka við björgun (bail-out-money). Alveg sama hver staða þeirra var. Þar með vissu allir bankar í landinu að enginn þeirra var á leið í þrot vegna erfiðrar lausafjárstöðu. Þetta gat bandaríski seðlabankinn gert af því að Bandaríkin eru sjálfstætt fullvalda alvöru þjóðríki - og þetta virkaði. Svona er að hafa skjöld, sverð og Þórshamar. Þá ræður maður
Tvisvar sinnum síðan kreppan skall á síðsumars 2008 hefur seðlabanki Bandaríkjanna enn fremur þurft að koma öllu bankakerfi evrulanda til björgunar vegna þess að millibankamarkaður evruríkja virkaði ekki vegna viðvarandi vantrausts bankanna á milli. Þeir gátu því ekki lengur staðið við dollara-skuldbindingar sínar. Og enginn alþjóðlegur banki vildi lána þeim dollara til að borga þessar dollara-skuldbindingar. The Fed opnaði þá FX-SWAP-línur, þ.e.a.s gjaldmiðlaskiptalínur yfir til ECB-seðlabanka Evrópusambandsins upp á gátt til að bjarga heiminum frá hruni. Ef millibanka-markaður evrusvæðis hefði virkað þá hefðu evrumenn átt að geta bjargað sér sjálfir fyrir tilstilli ECB-seðlabanka Evrópusambandsins
En ECB-seðlabanki Evrópusambandsins er ekki alvöru seðlabanki. Hann er einungis seðlabankalingur, sem enga stjórn hefur á neinum peningamálum
Svona er að búa við platmynt og seðlabankaling. Það gerir Írland því miður. Þar hefur skorturinn á alvöru mynt og peningastjórn valdið neikvæðu framlagi til hagvaxtar í landinu í samfleytt 32 mánuði í röð. Evran og vanskapað peningakerfi hennar hefur dregið írska hagkerfið niður í samfleytt 32 mánuði - ofan í allt annað. En fyrst sprengdi ECB-seðlabankalingurinn Írland í loft upp
Við skulum ekki minnast á sjálft Grikkland á þessu hættulega augnabliki í sögu hinnar innvortis fjármálalegu borgarastyrjaldar sem Evrópusambandið hefur stofnað til með evrunni inni í ESB. Samúð mín með Grikkjum er djúp. Hún er miklu dýpri en samúð mín er með Steingrími J. Sigfússyni fyrir froðusnakk sitt frá greiðsluvanda yfir í heilshugarþrot. Einungis blaðurmenni haga sér svona
Myntmálið er hundrað sinnum dýpra mál en þú heldur. Þau eru um það bil sjálft framkvæmdavald fullveldisins
Hugsið um þetta
Fyrsti hluti: Innvortis fjármálaleg borgarastyrjöld: hvað er það?
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 170
- Sl. sólarhring: 196
- Sl. viku: 609
- Frá upphafi: 1389252
Annað
- Innlit í dag: 119
- Innlit sl. viku: 364
- Gestir í dag: 117
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Og nú er gangsteinn Geitner búinn að segja þeim að éta það sem úti frýs og bjarga sér sjálfir. Hann reddaði bokku á svörtu síðast og nú er komið að Rompa og Berrassa. Þessvegna held ég að það verði showdown í byrjun sumars.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 02:11
Frábært og ljóst mál hjá þér Rögnvaldur sem oft áður. Öndvert við þessa óræktar blaðurvitringa sem almenningur skilur ekki.
En það er einmitt almenningur sem þarf að skilja, hann hefur atkvæðin og orkuna. Steingrímur er hinsvegar ágætlega reigður og kokhraustur og rétt að lofa honum bara að vera í því.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2012 kl. 08:05
Fyrirgefðu Gunnar, átti að vera Gunnar Rögnvalsson að sjálfsögðu.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2012 kl. 08:09
Enn hækka vextir á Spán tilkynnir Bloomberg. Stíflan hlýtur að bresta með alskyns afleiðingum td. herforingjastjórn í Grikklandi sem segir Esb og öðrum gömmum að hafa sig hæga. Sem er þó sennilega bezta lausnin.
GB (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 11:21
Herforingjastjórn í Grikklandi? Úff...þá þurfa Þjóðverjar að fara í leðurstígvélin aftur.
Þeir hleyptu ESB af stokkunum til að skapa frið í álfunni enda manna þreyttastir á endalausum ófriði í aldir, sem þeir raunar stóðu sjálfir að í flestum tilvikum. En hvað eru menn að velkja svoleiðis smáatriðum fyrir sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 12:59
Kannski nota þeir herinn sem enginn kannast við að sé til í þetta sinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 13:01
Er þá ekki bara málið að leggja niður EU í núverandi og stofna á grunni þess USE (United States of Europe) að bandarískri fyrirmynd með forseta, sameiginlegum her, leyniþjónustu, alríkislögreglu o.s.frv.
Helgi Viðar Hilmarsson, 7.4.2012 kl. 15:59
Þakka ykkur innlitið
Helgi; Evrópusambandið er aldrei til í núverandi mynd. Það er alltaf orðið eitthvað annað og meira um leið og maður leyfir sér að líta við.
Forsætisráðherra Danmerkur lofaði mér og dönsku þjóðinni árið 1986 að Evrópusambandið yrði aldrei til: hann sagði: Evrópusambandið er steindautt
Fyrir 20 árum var okkur síðan lofað því að evran myndi koma í veg fyrir kreppur í ESB. Til þess var hún fædd inn í heiminn. Okkur var einnig sagt að sóttvarnargirðing Maastrichtsáttmálans (the stability pact) myndi koma í veg fyrir að áhættutöku einkageirans yrði smyglað yfir á herðar skattgreiðenda (ríkissjóðs). En nú er Maastrichtsáttmálinn sem sagt brotinn í spón og orðinn að gjalli á 20 ára afmæli sínu.
Allt Evrópusambandið er nú hrunið ofan á gömlu Evrópu. Þökk sé elítuverki þess. Út úr ESB gat aldrei komið neitt annnað en stórslys.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2012 kl. 23:09
"Evrópusambandið er aldrei til í núverandi mynd. Það er alltaf orðið eitthvað annað og meira um leið og maður leyfir sér að líta við."
Þú ert nú ofsalega fyndinn!
Ég gæti best trúað að Evrópusambandi ofsæki þig.
Og þetta ertu búinn að mjálgra um áraraðir, blessaður vesalingurinn.
Jóhann (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 01:29
Hér er sagan Jóhann
Þetta er orðið óstjórnlegt skrýmsli sem ekki er lengur hægt að kjósa burt. Það mun líklega ekki hverfa nema með nýrri styrjöld í Evrópu.
Fréttaritari Frankfurter Allgemeine Zeitung, Dirk Schümer, skrifar heim frá Vín:
FAZ: The EU Has Become "A Demon, Uncontrollable, Impossible To Vote Away"
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 08:57
Eitt sem ég átta mig ekki á Gunnar. Hvers vegna álítur þú BNA vera gott ríkjasamband en ESB vera vont?
Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 09:02
Bandaríkin eru eitt ríki, Helgi. Þau eru eitt þjóðríki. Hvort þau eru "góð" eða ekki ætla ég mér ekki að dæma um í einni setningu. "Já eða nei" mælikvaðra á góðleika ríkja er erfitt að búa til. En Bandaríkin virka. Þau eru eitt ríki með því sem tilheyrir.
Evrópusambandið er hins vegar orðið að eins konar Frankenstein yfir 27 þjóðríkum, þar sem ekkert þeirra gekk í sambandið með það fyrir augum að það yrði nokkurn tíma Bandarríkjum Evrópu.
Fólkið vill ekki að 27 þjóðrkjum þess sé slátrað til þess eins að eltía í löndum þeirra geti látið geðbilaða drauma sína rætast. Þannig ríki yrði eins og það sem átti að koma í veg fyrir: Það yrði einskonar ný útgáfa af öllu því gamla sem átti að koma í veg fyrir að myndi geta gerst.
Það sem er að gerast núna í Evrópusambandinu var öllum kjósendum í öllum löndum Evrópusambandsins sagt í öllum kosningum að myndi aldrei geta gerst. En það hefur samt gerst.
Lýðræðið er á hröðu undanhaldi í Evrópusambandinu. En lýðræðið er það eina sem haldið hefur friðinn í ESB ásamt vernd Bandaríkjamnna.
Hvort ríki eru "góð eða vond" er röng spurning. Lögmæti tilvistar þeirra og lýðræði þegnana skapa þau.
Þú munt líklega aldrei átta þig á þessu Helgi. Varla fyrr en um seinan fyrst þú áttar þig ekki á þessu nú þegar.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 09:29
Þakka svörin Gunnar, þetta var ágætlega upplýsandi.
Ef ég skil þig rétt þá veit fólk í raun ekki að hverju það gengur í ESB, ólíkt BNA.
Hvað telur þú þá rétt að gera varðandi ESB, leysa það einfaldlega upp og að öll samvinna í Evrópu verði höfð í lámarki?
Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 10:25
Kanski rétt að umorða spurninguna og gera hana hnitmiðaðri og skilmerkilegri.
Hvaða skipan telur þú heppilegasta fyrir Evrópu?
Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 10:51
Úr því sem komið er, Helgi, þá er ekkert sem getur bjargað Evrópu lengur. Tími hennar er liðinn að svo miklu leyti. ESB hefur séð fyrir því. Svo álit mitt á því máli mun ekki bjarga neinu. Tækfærinu eftir seinni heimsstryrjöldina hefur verið sóað og afar illa farið með það.
Hægt væri að leyfa þeim að ganga í EFTA ef þeir haga sér vel.
Þeir gætu einnig reynt að rúllla sér aftur til árisins 1984 og minnast um leið falls kommúnismans, þegar frelsi var álitið sem dýrmætari gæði að eiga en jöfnuður. Minnast tímanna áður en múrinn féll frá austri og yfir vestrið.
Ég álít að bæði Ervrópa og Rússalnd séu búin að vera. Demógrafían er orðin svo hryllileg og of seint að reyna að leysa hana. Kraftar þjóðríkjanna í ESB hafa veirið tæmdir þannig að þau munu ekki lengur getað stutt við natal-þróun sína. Og Rússland er enn verra.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 11:10
Takk fyrir þetta Gunnar.
En hvað þá með Ísland, hvert eigum við að stefna í viðskiptum, eigum við að segja upp EES og hvernig eigum við að leysa gjaldmiðilsvandann, þ.e.a.s. gjaldeyrishöft og krónísk verðbólgu?
Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 11:43
Helgi
1) Meðaltalsverðbólga á Íslandi frá 1991-2000 var 3,2 prósent á meðan hún var 3,0 prósent í ESB
2) Er þetta "krónísk verðbólga"?
3) Já við eigum að segja upp EES samningnum: sjá: Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn
4) Við eigum ekki að hafa stefnu í viðskiptum. Það eru viðskiptin sem sefna okkur á þá markaði sem gefa vöxt.
5) Við erum ekki með gjaldmiðilsvanda. Hann er afleiðing ESB-ríkissstjórnarinnar. Það er hún sem er með gjaldmiðilsvanda. Enda verri en engin ríkisstjórn.
6) Gjaldeyrishöft eru til í þúsund útgáfum. Bankakerfi evrulanda er nú stödd í gífurlegum gjaldeyrishöftum. Þau vita að The Fed mun ekki bjarga þeim aftur og því geta þau ekki lengur stundað viðskpti nema í takmörkuðum gjaldmiðli. Þau búa við mynt sem er í upplausnarferli.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2012 kl. 11:55
Takk fyrir svörin Gunnar, læt þessu lokið í bili.
Kveðjur
Helgi Viðar Hilmarsson, 8.4.2012 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.