Leita í fréttum mbl.is

3300 umsækjendur um eitt starf í ESB

Um daginn var tilkynnt um eitt laust starf hjá dönsku orkufyrirtæki. Um var að ræða svo kallað byrjunarstarf (trainee) þar sem lág laun eru greidd til nýútskrifaðra eftir 5 ára háskólanám. Alls bárust um 3300 umsóknir. Svo ömurleg er staða ungs fólks í ESB orðin. Eru háskólar í Evrópusambandinu orðnir svo lélegir að afurð þeirra er ekki fullra launa virði? Ég spyr

Stærsti fjárfestir í Evrópu lokar meira á Evrópusambandið

Norski olíusjóðurinn sem verið hefur stærsti einstaki fjárfestir í Evrópu hefur ákveðið að Evrópusambandið sé nú á leið með að verða svo framskriðið öldrunarhagkerfi að sjóðurinn ætlar að skera fjárfestingar sínar mikið niður á þessu efnahagssvæði. Í staðinn ætlar sjóðurinn að einbeita sér enn frekar að Bandaríkjum Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og vissum svæðum í Asíu og Afríku. Skera á ESB-hlutfall fjáfestinga niður frá 54 prósentum niður 41 prósent á næstunni
 
Þetta er erfitt ferli því sjóðurinn verður að passa sig á því að draga sig ekki á of miklum exit-hraða út úr Evrópusambandinu, sem þá ætti á hættu að hrynja ofan á sjóðinn í leiðinni í langtíma flóttaferli hans út úr ESB. Þetta er ákaflega viturleg ákvörðun hjá Norðmönnum; að taka eggin sín úr gaukshreiðri Evrópusambandsins áður en þau verða öll fúl. Seðlabanki Noregs hefur frá 2010 sannfært fjármálaráðuneytið um nauðsyn þessa

Allur vöxturinn er fyrir utan ESB

Samkvæmt frétt dönsku hagstofunnar þann 23. febrúar fer allur vöxtur dótturfélaga danskra fyrirtækja erlendis nú fram fyrir utan Evrópusambandið
 
Den bagvedliggende tendens i 2010 viste stigninger i stort set alle landegrupper – med undtagelse af de gamle EU-lande (EU-15) samt resten af Europa
 
Fyrir utan ESB er framtíðin og þar eru neytendur framtíðarinnar. Það er ekki nóg með að aflvaki innlendrar eftirspurnar í Danmörku sé orðinn rétt geldur í flestum skilningi orðsins. Hann er því miður orðinn enn marggeldari í næstum öllum öðrum löndum Evrópusambandsins

Tveir seðlabankar evrusvæðis loka á hin evrulöndin
 
The Austrian Central Bank will join Germany’s Bundesbank in rejecting as collateral bank bonds guaranteed by member states receiving aid from the European Union and the International Monetary Fund Bb
 
Seðlabankar Þýskalands og Austurríkis neita nú að taka við tryggingum frá vissum öðrum seðlabönkum evrusvæðisins. Þeir hafa lokað á nokkra seðlabaka þeirra evrulanda sem ekki eru í öxulveldi og lykilstöðum. Upplausnarferli myntbandalagsins heldur áfram á meðan ECB-seðlabanki Evrópusambandsins heldur áfram að bagatellísera það sem er að gerast. Talsmenn finnska seðlabankans hafa enn sem komið er neitað að tala um málið. Á meðan halda ítalskar húsfrýr í Róm ótrauðar áfram að fylgjast með brauðverðinu í gluggum bakarísins á Hillasillagötu 15 í Helsinki. En til þess var evran uppfundin

Er hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, farin að birta falsaðar tölur um atvinnuleysi?
 
Það gæti vel verið. Spilling innan stofnana Evrópusambandsins er rótgróin. Sitt sýnist hverjum um línulega þráðbein strik stofnunarinnar. Þau vekja grunsemdir hagfræðinga. Er verið að reyna að fela eitthvað hér? The data looks suspect
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Í augnablikinu eru 90% staða sem boðnar eru akademíkerum í Danmörku stöður fyrir trainees, stúdentavinnu, eða stöður  bókasafnsfræðinga, sem þó alltaf er verið að auglýsa eftir, því ekki hefur verið framleitt nóg af þeim. Af og til ákveður einn bókasafnsfræðingur svo að slá til, og þá losnar staðar í annari kommúnu. Þeir 3-400 húmanistar sem líka sækja um eru ekki virtir svars, því í stéttarfélag bókasafnsfræðinga er fullvisst um að engin geti unnið þetta starf þeirra nema þeir sem hafa lært númerakerfi bókasafns, sem hægt er að læra þó maður hefði hálfan heila.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2012 kl. 06:10

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég skoðaði þessa kúrfu EUROSTAT, og kaupi ekki rökin um að tölur séu ekki teknar saman á 8 mánaða skeiði í Evrópulöndum eins og einn maður stingur upp á. Atvinnuleysið er örugglega orðið hærra og skíturinn orðinn dýpri i ESB. Hef ekki séð kúrvu fyrir hann en er nokkuð viss um að hún muni koma

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2012 kl. 06:20

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú eru áhrifin að þverra af síðustu afetamínsprautu ECB.

Kaldur kalkúnn á matseðlinum þetta vorið hjá ESB. Nú dregur hratt að endalokum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2012 kl. 10:53

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Árið 1977, eftir aðeins 4 ár í ESB, fór atvinnuleysi í Danmörku upp í 6 prósent í fyrsta skiptið í langan tíma frá lokum seinni ESB-heimsstyrjaldar. Það fór síðan aldrei undir þetta katastrófu hlutfall næstu 33 árin, nema í 4 ár. Í samfellt 30 ár ríkti bankahrunslegt atvinnuástand í landinu. Þið getið ímyndað ykkur hvernig eftirspurn í landinu hefur verið. Steindauð nema í fjögur ár frá 2002-2006, þ.e. í bankabólunni. 

Árið 1982 kom svo ESB-stjörnusokkastjórnin hans Uffa og Co sem aftengdi gengið og stakk því í samband við hina efnahagslegu þriggja fasa blásýru ERM.

Svo kom Lykketoft & Nýrop og aftengdu raunveruleikann í landinu. Og enn var meira ESB hellt ofan í Dani. Mörgun sinnum.

Árangurinnn er orðinn þvílíkur að nú eru 850 þúsund manns í Danmörku uppteknir við að gera ekki neitt nema að bora í nefið á sér á fullri framfræslu skattgreiðenda.

Ofan í þessa 850 þúsund einstaklinga koma síðan 1,2 milljónir ellilífeyrisþega og nokkur hundruð þúsund börn og stakkels námsmenn sem fá ekki vinnu nema á skítalaunum efir 5 ár í ökudæmi hins opinbera. 

Svo eru það opinberir starfsmenn. Dönsku þjóðinni hefur hrakað svo mikið og hratt síðan 1977 að nú þarf hún 730 þúsund opinbera starfsmenn á fullri framfærslu skattgreiðenda við að hugsa um dönsku þjóðina. Árið 1977 þurfti aðeins 70 þúsund opinbera starfsmenn til að hugsa um mun fleiri Dani í fullri atvinnu og sem þá unnu all flestir í einkageiranum.  

Árangurinn er þessi: Enginn vinur fyrir þessu. Enginn GETUR unnið fyrir þessu hlassi. Rútan er full stopp og að detta í sundur inni í ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2012 kl. 15:05

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hefði ég vitað að Danmörk væri að fara inn í dauðastríð sitt þegar ég sat í Háskólabíói og horfði á Saturday Night Fever þá hefði mér ekki liðið svona vel þegar ég kom út úr bíóinu. En síðan þá hefur Ísland upplifað non_stop fulla atvinnu og samfellda sigurgöngu hvað varðar lífskjör og ríkidæmi Íslendinga

You should be dancing! 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2012 kl. 15:18

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Árið 1982 var atvinnuleysið í Danmörku komið upp í 10 prósent: A heartbreaker.

Fjórum árum síðar, 1986, fagnaði Reykjavíkurborg 200 afmæli sínu: þá var atvinnuleysi í Danmöru 8 prósent

Hverjum klukkan glumdi árið 1993 var atvinnuleysi í Danmörku komið í 12 prósent

Svona er að vera í ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2012 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband