Leita í fréttum mbl.is

Vandamálið með Google

er það að fyrirtæðið kann ekki að hafa viðskiptavini. Og kann ekki að umgangast þá. Fyrirtækið er ekki með eiginlega viðskiptavini og hefur aldrei haft eiginlega viðskiptavini, bara notendur og auglýsendur. Google er eins konar ókeypis þetta og hitt. Flest, ef ekki allt, sem þeir gera er gallað og heldur áfram að vera gallað, endalaust. Hlutabréf fyrirtækisins hafa varla haggast í 5 ár. Það segir sitt og sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú. 

Leitarvélin þeirra er ekki lengur góð. Reyndar er ekkert af því sem Google gerir first class. Það er bara gert. Bara gert og gert þangað til peningarnir eru búnir. 

Þetta fyrirtæki mun sennilega aldrei geta orðið stolt af þeim hlutum sem það aldrei gerði. Aldrei stolt af því sem það lét ekki leiðast út í.

Fyrirtækið er þess eðlis að það mun aldrei læra að hafa viðskiptavini. Og þeir sem vinna hjá fyrirtækinu eru því eftir því. Ótengdir og lost in space.

Darling Google er að fölna. Þeir stigu útaf stígnum.


mbl.is Google Earth gegn hvalveiðum Íslendinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Samt nota (nánast) allir Google. Samt eru afar margir sem nota Google-Docs, Google-Sites, Google-Map, Google-Calendar.

Google-Apps Corporate er stækkandi og freistandi valkostur (gegn gjaldi). Gmail er víða notað og fyrirtæki eru í nokkrum mæli að færa póstþjónana sína í þeirra umsjá.

Haraldur Baldursson, 1.4.2012 kl. 12:20

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Óttalegt nöldur er þetta í blogghöfundi.

Haraldur Rafn Ingvason, 1.4.2012 kl. 17:58

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki Google stærsti njósnavél heims! Hún tekur niður allt sem þú leitar á netinu og nýtur sér síðan það til að auglýsa þegar þú ferð á netið. Það er hægt að minnka vald hennar með því að fleygja henni úr toolbarnum og fara í tools_Manage add-ons og setja hana á Disable. Að öðrum kosti fylgist hún með þér og þínum spurning er hvenær verða settur skorður á svona njósnir?

Ómar Gíslason, 1.4.2012 kl. 20:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Færslu mína um Google ber fyrst og fremst að skoðast í "conceputal" ljósi. Ég álít að þeir hafi yfirgefið garðinn sinn og séu komnir út í órækt á almenningum. Sérstaklega í rekstrar- og viðskiptalegu samhengi. Hvalveiðiforritun Google er ágætis merki um það.

Ég veit ekki til þess að gögn séu verr geymd hjá Google en annars staðar. Líklega betur geymd en í meðalagi. Treysti því að minnsta kosti. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.4.2012 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband