Leita í fréttum mbl.is

Já en Kanadadalur er ónýt mynt

Eru menn búnir að gleyma því sem þeim var sagt hér á landi árið 1997? Þá var okkur sagt - í krafti hagfræðimenntunnar - að mynt Kanada væri ónýt og of lítil til að geta staðið ein. Okkur var einnig sagt að það væri alveg sama hvaða peninga- og efnahagsstjórn væri viðhöfð í hagkerfi Kanada. Myntin þeirra væri ónýt og gæti aldrei staðist.

Ég hélt satt að segja að menn hefðu annað og mikilvægra við tíma sinn að gera en gramsa í ruslatunnum eftir vopnum til að berja á íslensku krónunni með. Krónan haggast ekki. Sama hvaða rusli og drasli þið hendið í hana. Hún er mynt fullvalda Íslands, þjóðarinnar og allra auðæfa hennar. Hún er kjölfesta fullveldis og sjálfstæðis.

Eigum við nokkuð að minnast á evruna hér? Nei. Það tekur sig líklega ekki að gramsa dýrpa í þeirri botnlausu tunnu.

En þið eruð kannski að bíða eftir því að kjósendur hendi ykkur í ruslið? Sú athöfn myndi sumum þykja gustukaverk. Og lái ég þeim sú skoðun ekki. Höftin eru í höfðum ykkar sem þó og því miður eru bankabólugrafin. Við erum fullvalda ríki!

Fyrri færsla

Hirðlaus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

1997 kemur aldrei aftur og nú er 2012 og vinstri stjórn við völd. Skuldir ríkisins hlaðast upp, að stórum hluta utan efnahagsreiknings. Því væri gott að fá viðhorf þitt, Gunnar, til raka Heiðars Más í Silfrinu um annað hrun 2016 vegna skorts á gildum gjaldmiðli til að dekka skuldir ríkissjóðs við AGS og aðra lánadrottna

Ragnhildur Kolka, 4.3.2012 kl. 17:57

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og ég sem hélt að Martin Wolf hefði þurrkað spákupmanninn upp úr gólfinu hér og hengt hann til þerris í hjöllum á Fjöllum í Sviss.

Eftirminnilegur var Simon Johnson þegar hann hélt tölu sína í Kredithörpunni; "flestar eru þær farnar, en enn virðast nokkrar tálsýnir lifa meðal Íslendinga"; "but you do have a few"

Ég horfi aldrei á þetta sem þið kallið Silfur Egils. Mér finnst SÉÐ & HEYRT betra og heiðarlegra.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2012 kl. 18:52

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ný frétt frá Ritzau hefur borist
 
Nýjar tölur hafa nú borist úr danska lottóinu. Vinningstölurnar eru:
 
  1. Bankpakke nummer et
  2. Bankpakke nummer to
  3. Bankpakke nummer tre
  4. Bankpakke nummer fire
  5. Bankpakke nummer fem í lok næstu viku
 
Eini bankinn með allar tölur réttar að þessu sinni var Roskide Bank. Over til dig Susanne . . 
 
. . neeej, ihi ihi, jeg er altså på . .
 
. . bankpakke nummer seks, bankpakke nummer syv, bankpakke nummer otte . .
 
/Ritzau

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2012 kl. 21:16

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Kanadíski dollarinn var kallaður "peso norðursins" og ýmsum öðrum lítt fallegum nöfnum.

En Kanada tók sig á, og fór að greiða niður skuldir og sýna ábyrgari fjármálastjórn (reyndist auðvitað auðveldara með hækkandi hrávöruverði).  En nú er reyndar að síga á ógæfuhliðina aftur.  En reynsla Kanada sýnir auðvitað fyrst og fremst að það er ekki myntin, heldur þeir sem halda á henni.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2012 kl. 21:47

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur og Guðmundur Tómas fyrir innlitið. Vel að orði komist Tómas.

Þessi mynt hér að neðan varð fyrir áhlaupi stjórnmálamanna og fjármálasnillinga. Landið er ekki til lengur. Það dó.

Hér er kvikmynd um kvikmynd: Nýfundnaland og Ísland: hver er munurinn?

Þorskur Nýfundnalands á frímerki á meðan landið var sjálfstætt ríki. 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2012 kl. 23:17

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru engar líkur á hruni þegar AGS segir gjaldeyrishöft hér til langtíma og untanríkja viðskipti léttvæg, yfirdrátar heimild hér kallað lán, gerir Commission kleyft að lækka hér raunvirði þjóðtekna hægt og örugglega. Til að hrynja þarf fyrst að komast aftur upp, til að halda áfram að sökkva, þarf stöðgugleika á sama grunni.  

Til að markaðsetja gjaldeyri frá öðrum ríki þarf að taka fyrstu innlands notkun  láni frá útgefanda og þá með veði í þjóðrauntekjum framtíðar um fram núverandi skuldir.

Hinsvegar getur ekki verið vitlaus að snúa sér vestur og reyna selja inn efir millstéttar markaði í Norður Ameríku, og njóta þess að vera ríkjum sem gera greina mun á raun virði á beygluðum gúrkum og beinum, 8-9 kg. hordilkum  og mannamat. Lýsu og ýsu.

Júlíus Björnsson, 5.3.2012 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband