Leita í fréttum mbl.is

Dagur í lífi myntar, Össurar H/F?

Rétt áður en fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, hóf í fyrradag langlínu símtal sitt alla leið niður til Grikklands, þá lagði hann það til í útvarpsþætti á SWR2 (Südwestrundfunk), að þingkosningum ætti að fresta í Grikklandi og að tæknileg ríkisstjórn teknókrata (væntanlega innanbúðar frá Brussel) þyrfti að setjast þar við völdin.
 
Enn fremur sagði hann að sú ríkisstjórn mætti ekki að innihalda stjórnmálamenn á borð við Evangelos Venizelos og Antonis Samaras. Þetta yrði svipað módel og er nú við öll völd á Ítalíu. Wolfgang Schäuble sagði; "Þegar maður horfir til umræðunnar innanlands í Grikklandi og til þarlendra skoðanakannana, þá spyr maður sig þeirrar spurningar, hver mun tryggja að staðið verði við þá samninga sem verið er að gera."

Þess má geta að stjórnlagaprófessorinn frá Aristótleles háskólanum í Thessaloniki, Evangelos Venizelos, er varaforsætisráðherra Grikklands og situr undir ESB-pöntuðum forsætisráðherra Evrópusambandsins í Grikklandi sem póstpantaður var úr katalóg ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Antonis Samaras er hagfræðingur og leiðtogi stjórnmálahreyfingarinnar Nýtt lýðræði (New Democracy).

Fíll í herberginu
Bjarni Harðarson fyrrum Alþingismaður hefur undanfarið verið á ferðalagi um mörg lönd og skrifað heim til okkar Íslendinga. Ég er næstum því viss um að hann hafi ekki enn komið í neitt land sem býr við svo lélega mynt að hún krefjist þess að þingkosningum sé frestað þar til hún jafni sig og að fulltrúar fólksins séu leystir upp af erlendum aðilum. 

Þýskaland á langa og stranga hefð fyrir því að brjóta og brenna samkomulög við önnur ríki. Svo Wolfgang Schäuble er hér algerlega á heimavelli. 

Forstjóri Össurar kominn upp á hækjur?

Hann er í grein í Morgunblaðinu í dag og talar þar um kosti þess fyrir Össur H/F að vera í pesólandi Mexícó, sem upplifði afar erfiða gjaldmiðilskreppu árið 1994 og aftur á ný svo seint sem árið 2008. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að Mexíkó er í uppáhaldi hjá forstjórn fyrirtækisins.
 

Fréttaleiftur frá 10. október 2008 - Peso - mynt 110 miljón manna þjóðar

 

Mexican peso pr US dollar
Mexíkó átti í erfiðleikum með að halda uppi eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum í gær. Markaðurinn hafði ekki trú á Peso og enginn vildi kaupa eða eiga mynt mexíkönsku þjóðarinnar sem telur 110 miljón manns. Peningarnir flúðu yfir til myntar Bandaríkjanna. Gengi peso gagnvart dollara féll um rúmlega 12% í gær. Á tímabili var fallið 15% innan dags. PS; Skoðið gjarnan myndina af gengisþróun mexíkanska pesó, hinni gagnlegu mynt Össurar H/F. 

Össur H/F gæti nú leigt sér skrifstofuhúsnæði á Írlandi því um helmingur þess stendur tómur á sumum svæðum. Og lóða- og jarðarverð er fallið um 90 prósent. Þar kæmist fyrirtækið líka í aðra mynt en þá sem eftir fæðingu þess á Íslandi stendur því nú fyrir þrifum. Einnig gæti Össur H/F keypt á danskri suður-sjálenskri fornbókasölu myntpassíusálma danskra atvinnurekenda frá því úr síðustu þjóðaratkvæðagreiðsluheimsstyrjöld Dana um evruna þar í landi. Hún fór fram árið 2000. Þá sögðu þessir atvinnurekendur að Danmörk myndi verða dönsku krónunni að bráð, landið myndi einangrast og fyrirtæki landsins detta dauð niður.

Nú er staðan þannig í Danmörku að mikill meirihluti forstjóra stærstu fyrirtækja landsins, sem skráð eru í dönsku kauphöllinni, vilja ekki sjá evruna sem mynt í heimalandi sínu. Það er runnið af þeim. Færustu þjóðhagfræðingar og prófessorar í viðskiptum í Danmörku segja einnig nú að binding dönsku krónunnar við staur niðri í Frankfurt, sé ákaflega slæm fyrir landið. Þeir spyrja; "hvernig á að skapa vöxt þegar hið peningapólitíska frelsi er farið úr landi og frelsi í ríkisfjárlagagerð hefur verið varpað fyrir róða" með því að Danmörk varð aðili að tveimur af þremur fösum myntbandalags evrunnar - sem nú hefur sprengt öll öryggin í töflunni. Ljósin eru slökkt í myntbandalaginu. 

Mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland miðað við önnur lönd
Og svo segir Torben Pedersen hjá Institut for Strategi og Globalisering á CBS að staðan í Danmörku sé svo slæm að útlendingar forðist að fjárfesta í landinu. Ulrik Bie, sem er yfirgreinandi (chefanalytiker) hjá Nykredit Markets segir að Evrópa sé búin að tapa baráttunni um framtíðina. Hún sé orðin steypuklossi. Þökk sé því sem ESB fylgdi? Um 80 milljón manns í ESB eru nú orðnir fátæklingar. Og Danmörk er orðið fátækasta Norðurlandið. Aðeins fimm prósent af dönskum þingmönnum á nýkosnu þingi hafa staðið í sjálfstæðum atvinnurekstri. Restin eru pappírsmenn.

Velkominn til Mexíco Össur H/F. En álverið í Straumsvík er hér enn og fer hugsanlega að verða Íslendingum meira virði en Nokia er nú orðið fyrir hagkerfi Finnlands. Svo við nefnum nú ekki nein nöfn eins og til dæmis lífsnauðsynlegan sjávarútveg og landbúnað okkar. Íslendingar munu alltaf spyrja sig þeirrar spurningar hvort það sé nú þess virði að gera ráð fyrir því að Össur H/F verði hér ennþá árið 2050. Spyrjið Nýfundnalendinga; hvert hagnaði (fyrrverandi) lands þeirra er skipað út?

Þó svo að Össur framleiði hækjur þá er óþarfi að yfirfæra þá framleiðslu yfir á alla íslensku þjóðina, með fullri virðingu fyrir framleiðslu ykkar og snilli. Þjóðin er sem betur fer að mestu leyti heilbrigð í þessum málum. En væri ég hluthafi, eftir þetta viðtal, þá myndi ég selja strax. En ég er það ekki. 

Ég endurtek

Myntbandalag ESB er dragbítur á raunverulegum framgangi efnahagsmála, þ.e. dragbítur á raunverulegum hagvexti sem skapar velmegun. Myntbandalög eru óskabörn þeirra sem hafa ekki áhuga á raunveruleikanum, heldur á formsatriðum, því myntbandalög eru koddar öndunarvéla aðgerðarleysis og ósjálfstæðis - verkfæri uppgjafarhugsunar. 

Að ætla að taka upp evru þegar maður heitir ekki Frakkland eða Þýskaland er svona eins og smástrákur sem loksins kemst í næstu götu gamla hverfis síns og sér að allir ganga þar um með hækjur. Hann fer heim og segir við mömmu sína: Mamma, mamma! ég vil fá hækjur eins og hinir. "Allir eru með hækjur".
 
Fyrri færsla
 

 

<><><> SÍMSKEYTI AÐ HANDAN <><><>

HUGLEIÐING DAGSINS

Argentina

1) Since 1991, the peso has been fixed to the dollar at a one-to-one rate under a currency board system. Þökk sé slæmum ráðum IMF 
1 Peso = 1 Dollar

 

<><><>

2) "All of our economy ministers have gone to Harvard -- to learn what? To rob the country?" said one frustrated woman, voicing widespread anger at a political class seen as corrupt and inept.(FT)

 

<><><>

3) With Argentina devaluing its peso over the weekend, 
the conventional economic wisdom finally got its way. 
Wall Street Journal, editorial, 2002-01-08

<><><> SÍMSKEYTI ENDAR <><><> 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sölugengið skiptir öllu máli , það þýðir ekkert að kenna krónu um. Útlendingar greiða í mynntum sinna ríkja.  
Hinvegar ef ekki er verði að talum vsk. raunvirðauka viðskipti, en þann þátt þeirra sem tegist fjármálum.    Þá horfa útlendingar það sem kalla grunnvaxta prósenta í ríkju, það er áhættu vextir fyrir CPI sem er sjálfgefið að greiðaraunvirði.   2004 þá reiknar aljóðgengis markaður að 80 % fjármálviðskipta í kauphöll sé Stjórnsýslu lífeysisjóðir og félagslegu íbúðlánsjóður, ráðandi aðilar með 3,5% grunnáhættuvaxta kröfu fyrir CPI, þess vegna breytist Ísland strax í Kúpu Norðursins, Sambærilegir vextir  long planning  er 0% á Vestulöndum , hverjir skyldu  vera grunn vextir á skammtíma áhættu fjármálamarkaði hér í framtíðnni. Útlendingar geta ekki lánað með 3,5% + CIP ef þeir sjálfi leggja ekki slíka áhættu á. Innri langtíma hávaxta stefna 80% ráðandi markaðar er það sem fælir, ekki króna sem lýtur framboði og eftirspurnar stýringu Seðlbanka Englands og EU. Grikkir [Elítan] fær evrur í samræmi við vsk. síðustu fimm ára. Þegar búið er leiðrétta fyrir okri. EU gæði skipta máli þótt séu 30 % ódýrari að raunvirði en metinn PPP. Við getum farið að taka upp evru , það er kominn reynsla á vöruviðskiptajöfnuði við EU á réttu EU raunvirðismati. 50% lægra síðan 1935. Raunvirði er samburður sem breytist ár frá ári. Þess vegna miða menn við nágrana með heimsækja þá.

Júlíus Björnsson, 17.2.2012 kl. 06:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf góður Gunnar.  Er ekki neinn einasti möguleiki að INNLIMUNARSINNAR lesi nokkurn skapaðan hlut án ESB gleraugna og það er engu líkara en að gláka hrjái þá líka??????

Jóhann Elíasson, 17.2.2012 kl. 08:04

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Margann pistilinn hefu ég lesið á bloggsíðum, en mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvert þú ert að fara Júlíus.

En talandi um evru og gjaldmiðla, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því hvað gjaldmiðill er.

Flestir virðast halda að peningar séu verðmæti, en svo er alls ekki. Peningar eru alveg eins og ávísanir eða víxlar, skuldaviðurkenning. Sem sagt ef ég skrifa ávísun og borga þér fyrir þína vinnu með henni þá ætlast þú til að geta innleyst hana í banka og notað svo andvirðið til að láta einhvern annan vinna fyrir þig.

Ef á hinn bógin ekki reynist innistæða fyrir ávísuninni þá færð þú ekki neitt en getur engu að síður sótt á mig í krafti þessarar skuldaviðurkenningar.

Gjaldmiðill þjóðar er nákvæmlega það sama, nema að í því tilfelli stendur öll þjóðin á bak við gjaldmiðilinn.

Sú aðgerð að þjóðir taki upp sameiginlegan gjaldmiðil hlýtur því alltaf að leiða til sameiginlegrar ábyrgðar á gjaldmiðlinum.

Nákvæmlega eins og að ef ég fæ ömmu mína til að skrifa upp á víxil.

Því hlýtur sú spurning að vakna hvort við viljum skrifa upp á víxil fyrir Evrópusambandið.

Þeir geta þá bætt íslensku þjóðinni í skuldavafninginn sinn og reynt að fá AAA einkun hjá matsfyrirtækjum, út á fiskimiðin okkar og orkuna og landið, með Nupo og öllu saman.

Sigurjón Jónsson, 17.2.2012 kl. 14:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.2.2012 kl. 22:22

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS segir í skýrslu að lámarks "intitial rate" hér það eru áhættuvextir um raunávöxtum t.d vextir fyrir CPI sjálfgefið vaxtaálag erlendis  til að skilja raunverði veltu á hverjum tíma, sé ákveðið erlendis að long planning fjármálgeirum á heima markaði. ´

Milli fjámálstofnanna erlendis gildir  frá upphafi að Banki sem [reddar] lánar samkeppni aðila, lánar honum meðavöxtum sem eru hærri en intitial rate + CIP á hans markaði.

Skýring sem ég fékk 18 ára var sú að að annars myndi lántökubanki á endanum eignast þann sem reddaði.
 Menn lán alltaf öruggt longtime og með áhættu um raunvexti shorttime á góðæris tímabilum.
Öruggt tekist fasteignaveðum í stórborgum, Áhættan um ávöxtun tengist neyslu íbúanna í sömu fasteignum.   

10% fátækustu er ekki lánshæfir og 10% ríkustu þurfa ekki að fá lánað en mjög mikið að verðtyggja öruggt hingað til.
Þetta lið er haft með í mælingum á CPI erlendis til sekkja ekki stöðuleika myndina. CPI er notað til verðtyggja erlendis.

Ég hef heldur ekki lesið neitt að viti á bloggsíðum af viti um þroskum fylkjaveðsöfn, grunnvexti, langtíma fjárfestingar annarsvegar og skammtíma áhættu um raunvexti hinsvegar.   

Á banka máli að lána á langtíma forsendum er líka að endurnýja lán endalaust á fimm ára festi t.d.

Lánadrottin passar upp á að græða meira en skuldari , nema þetta sé reynslulaus Íslendingur til dæmis.

2004 mælast grunnvextir lámarksvextir [long time planinng] fyrir verðtryggingu hjá þeim sem réðu þá 80% af heildarveltu Íslenska fjármálgeirns [skammtíma og langtíma geiranna], Íbúðlánsjóður og lífeysrisjóðir með 3,5% áhættu þröskuld fyrir erlenda lándrottna sem gætu lánað inn á Íslands markað ef langtíma grunn vextir væri t.d. í dag 0 prósent, þá  þyrfti CPI vextir eða heilda Nominal vextir ekki að vera meira en 3,5% til 5,0% háð gengi en óháð gjaldmiðli. Íslandi getur fengið dýr shorttime lán til greiða niður höfuðstóla eða eignarhald útlendinga, þau lán verður að greiða niður með niðurgreiðslu af þjóðartekjum framtíðar. Erlendis trúir enginn á að almenningur , Íslenskir neytendur auki eftirspurn sína eftir raunverðmætum , ef ekki er gert ráð fyrir því á Vesturlöndum að meðaltali. Ísland á langtíma forsendum aftir í tíman litið hefur sett heimsmet í að tapa niður rauntekju í samanburði og það á uppsveiflu 1970 til 2000 á Vesturlöndum að meðaltali. Við erum að fá um 50% minna af vörum inn í landið fyrir sama magn af útflutningi í dag en allan tíma frá 1936 til 1970.  Raunvirði í millríkja samningum er reiknað af Alþjóðgenis markaðinu. Þar gilda hefðir um álagningu líka, ríki sem hækkar verð á þjóðarsölu með vöxtum og sköttum umfram það sem meðaltal annarra ríkja gerir,  fær umfram raunvirði ekki metið í vöruviðskiptum milli ríkja.

Júlíus Björnsson, 17.2.2012 kl. 22:28

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS segir í skýrslu að lámarks "intitial rate" hér það eru áhættuvextir um raunávöxtum t.d vextir fyrir CPI sjálfgefið vaxtaálag erlendis  til að skilja raunverði veltu á hverjum tíma, sé ákveðið erlendis að long planning fjármálgeirum á heima markaði. ´

Milli fjámálstofnanna erlendis gildir  frá upphafi að Banki sem [reddar] lánar samkeppni aðila, lánar honum meðavöxtum sem eru hærri en intitial rate + CIP á hans markaði.

Skýring sem ég fékk 18 ára var sú að að annars myndi lántökubanki á endanum eignast þann sem reddaði.
 Menn lán alltaf öruggt longtime og með áhættu um raunvexti shorttime á góðæris tímabilum.
Öruggt tekist fasteignaveðum í stórborgum, Áhættan um ávöxtun tengist neyslu íbúanna í sömu fasteignum.   

10% fátækustu er ekki lánshæfir og 10% ríkustu þurfa ekki að fá lánað en mjög mikið að verðtyggja öruggt hingað til.
Þetta lið er haft með í mælingum á CPI erlendis til sekkja ekki stöðuleika myndina. CPI er notað til verðtyggja erlendis.

Ég hef heldur ekki lesið neitt að viti á bloggsíðum af viti um þroskum fylkjaveðsöfn, grunnvexti, langtíma fjárfestingar annarsvegar og skammtíma áhættu um raunvexti hinsvegar.   

Á banka máli að lána á langtíma forsendum er líka að endurnýja lán endalaust á fimm ára festi t.d.

Lánadrottin passar upp á að græða meira en skuldari , nema þetta sé reynslulaus Íslendingur til dæmis.

2004 mælast grunnvextir lámarksvextir [long time planinng] fyrir verðtryggingu hjá þeim sem réðu þá 80% af heildarveltu Íslenska fjármálgeirns [skammtíma og langtíma geiranna], Íbúðlánsjóður og lífeysrisjóðir með 3,5% áhættu þröskuld fyrir erlenda lándrottna sem gætu lánað inn á Íslands markað ef langtíma grunn vextir væri t.d. í dag 0 prósent, þá  þyrfti CPI vextir eða heildar Nominal vextir ekki að vera meira en 3,5% til 5,0% háð gengi en óháð gjaldmiðli. Íslandi getur fengið dýr short time lán til greiða niður höfuðstóla eða eignarhald útlendinga, þau lán verður að greiða niður með niðurgreiðslu af þjóðartekjum framtíðar. Erlendis trúir enginn á að almenningur , Íslenskir neytendur auki eftirspurn sína eftir raunverðmætum , ef ekki er gert ráð fyrir því á Vesturlöndum að meðaltali. Ísland á langtíma forsendum aftur í tíman litið hefur sett heimsmet í að tapa niður rauntekju í samanburði og það á uppsveiflu 1970 til 2000 á Vesturlöndum að meðaltali. Við erum að fá um 50% minna af vörum inn í landið fyrir sama magn af útflutningi í dag en allan tíma frá 1936 til 1970.  Raunvirði í millríkja samningum er reiknað af Alþjóðgenis markaðinu. Þar gilda hefðir um álagningu líka, ríki sem hækkar verð á þjóðarsölu með vöxtum og sköttum umfram það sem meðaltal annarra ríkja gerir,  fær umfram raunvirði ekki metið í vöruviðskiptum milli ríkja.

Brussell sér um að samræma verð í grunni EU ríkja, og lámarka þau, Matsfyrirtæki skammtíma braskara í Kauphöllum meta svigrum Ríkistjórn til að greiða reiðfé vegna short time lána.  
Eignarhald EU í verðandi grunni EU á Íslendi er gífurlegt. Snilldin var að láta Íslendinga sjálfa lækka raunvirðið. Heimsmarkað verðin í framhaldi.  USA er búið að lækka raunvirði í sínum Landbúnað grunni, og lálauna vinnuafls grunn, EU er líka búin að því er minna en í USA, þar sem raunvirðið hefur alltaf verið minna í EU. Stjórnmála éltína hér horfir í stórnmálsamvinnu eingöngu sem kosta lítið af veltu Miðstýringar EU.

Júlíus Björnsson, 17.2.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband