Leita í fréttum mbl.is

Aðeins opinberir í tryggum stöðum geta fengið húsnæðislán

Nú er það orðið þannig að aðeins opinberir starfsmenn í afar tryggum stöðum hjá ríkisvaldinu og þeir sem vinna hjá hæst metnu alþjóðlegum (erlendu) fyrirtækjum landsins, geta fengið lán til húsnæðiskaupa. Alveg sama hversu háa vextir þú býður. Og alveg sama hversu lágra vaxta er krafist. Svo er annað. Lóða- og jarðarverð hefur fallið um 90 prósent. Og í lokin má geta þess að næstum ógerningur er að fá húsnæðislán fyrir meira en 60 prósentum af kaupverði. 

Í hvaða landi skyldi ástand húsnæðismarkaðar vera svona slæmt? Á Íslandi? Nei. Hér er um Írland að ræða. Það er evruland. Það á ekki krónu.

Við tökum þessa "Evrópuvexti" Össurar nánar fyrir í næstu færslum. Var það ekki El Salvador sem var draumalandið hjá dollaravæddum snillingum Íslands árið 2009? Nú eru þeir farnir að tala um Zimbabwe. Eða var þetta bara Emmen sem talar alla leið frá Sviss?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Ég man eftir Equador sem draumalandi dollarans.  Það var meira að segja fluttur inn maður þaðan, hafði eitthvað með innflutning að gera, sem var látinn dásama fasttenginguna við dollarinn.

En hvernig skyldi ganga hjá þeim í dag??????

Betur en í Argentínu???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 16:23

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið minn kæri Ómar

Ríkissjóður Equador fór í greiðslufall fyrir þremur árum síðan og Kína hefur nú keypt sér aðgang að landinu með því að leika þrautarlánveitanda landsins, því Equador á engan seðlabanka af því að það notar Bandaríkjadal sem lögreyrir og kemst ekki út úr honum aftur.

Stærsta ógnin sem steðjar að efnahag Equador er erlend mynt landsins því olíuverð er reiknað í dollurum og ríkisstjórn landsins án seðlabanka getur ekkert aðhafst neitt í ríkisfjármálum til að örva hagvöxt né í neinu öðru en að skríða áfram neðar í kjallarann til kommúnistanna í Kína.
 
Við skulum ekkert minnast á Kína-dollaravætt stjórnarfar og þannig smá-hluti hér Ómar minn. 
 
 
The biggest threat to Ecuador is a sustained fall in oil prices as the country’s use of the U.S. dollar as its official currency limits monetary-policy tools to spur growth, Henderson said. 
 
 
 
 
Kveðjur
 
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2012 kl. 16:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Gunnar, mig grunnti þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband