Leita í fréttum mbl.is

Danska ríkissjónvarpið tilkynnir ríkisgjaldþrot íslenska lýðveldisins

Danmarks Radio - Ísland þremur árum eftir ríkisgjaldþrot

DR logo
 
Í upphafi aðalfréttatíma danska ríkis-sjónvarpsins í gærkvöldi var kynntur fréttaauki þessa þrjú þúsund starfsmanna ríkisfjölmiðils, sem hangir varanlega fastur sem aumingi um háls dönsku þjóðarinnar. Fréttaaukinn ber nafnið sjóndeildarhringur (Horisont) og er nokkurs konar djúpborandi fréttasonur stofnunarinnar.
 
Spurt var; Hvernig standa málin á Íslandi þremur árum eftir ríkisgjaldþrot þess? Þannig var þessi "fréttaskýringaþáttur" staðreyndalega kynntur af 3000 starfsmönnum Danmarks Radio, oft kallað DDR.DK. Þetta var eins og að horfa á gamla vin minn DDRDK fjalla um stjórnartíð Ronalds Reagan í Bandaríkjunum á meðan hann var og var ekki í embætti. Ekkert hefur breyst. Í 25 mátti ég búa við DDRDK. Nú bý ég hins vegar við DDRÚV og blöðruna. Norræna velferðarfjölmiðilinn. 

Danmarks Radio horisont- Island 3 år efter statsbankerot
Sjálfuppblásin klessublaðra forstjóra DDRÚV birst svo að segja samstundis á sjónvarpsskjá dönsku þjóðarinnar, upptekin við að blása úr sér hárið í hægindastól skattgreiðenda. Þar næst kom Facebookþegn og svo grínleikarinn Gnarr, sem þýðir fífl á dönsku með bókstafnum G fyrir framan. Hann er borgarstjóri höfuðborgar íslenska lýðveldisins. Svo kom einhver sem heitir Hörður Torfason og söng. Þá fór ég út að reykja, kastaði af mér vatni og horfði yfir dalinn. Konan horfði áfram agndofin á það sem fram fór á skjánum. Því næst var talað um "elítuna" á Íslandi sem borðar danskt smørrebrød. Skattpíndasti almúgi heimsins í Danmörku mátti nú ekki fá neinar rangar hugmyndir um neitt á þessari nýföllnu nýlendu landsins. Féhirðir Vilhjálmur Þ birtist svo á skjánum eitthvað að sýsla við gögnin sín. Restin var sjálfgefin og að sjálfsögðu one of the first in the world

Þarna fengu nokkrar helstu þjóðhetjur gömlu nýlendunnar góða og gratís kynningu á sjálfum sér. Egill Helgason blaðra RÚV vísaði öllum veginn til sannleikans. Facebookborgarinn, Hörður Torfason, Gnarr, féhirðirinn og fleiri þuldu svo það sem allir vildu fá og sjá fyrir peninga danskra skattgreiðenda. 

Átta af hverjum tíu fréttamönum á Danmarks Radio eru eldrauðir. Hér heima er hlutfallið orðið allir af hverjum öllum á meðan BBC er áfram styrkt af Evrópusambandinu í Brussel + almúgans. 

Það kom fyrir að ég skrifaði Danmarks Radio vegna frétta- og raunveruleikafölsunar stofnunarinnar, þegar um fréttaflutning frá Íslandi var að ræða. Aldrei fékk ég neitt svar. Annað gilti um danska viðskiptadagblaðið Børsen, sem er einkafyrirtæki og ekki á framfærslu skattgreiðenda. Þar svöruðu menn mér þó alltaf. 

Þá vitið þið það. Þegar banki fer á hausinn í DDR þá þýðir það sjálfkrafa ríkisgjaldþrot. Svona er að hafa fréttamennsku í lagi hjá 3000 starfsmanna ríkisfjölmiðli í ESB. Í Danmörku eru þrír af hverjum fjórum kjósendum á framfærslu hins opinbera, eins og DDRDK.
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fínn pistill, Gunnar.

Þetta um ríkisfjölmiðilinn og einkafyrirtækið minnir mig á frásögn gests míns hér eitt kvöldið: Hann kunni frá "mismununar"-stefnu borgaryfirvalda og útgerðarfyrirtækis að segja. Þegar BÚR-togarinn nýjasti kom, var haldið upp á það í viku––tíu daga. En þegar nýr togari útgerðarmannsins kom, var haldið út á Nýfundnalandsmið eldsnemma næsta morgun. Hver ætli hugsunin hafi verið að baki í hvoru tilviki? Var kannski engin hugsun í fyrra tilvikinu?

Gæti bætt fleira við um þetta, en læt nægja.

En hugsið ykkur: Við erum enn með eitt svona sukk-ríkisfyrirtæki að minnsta kosti, og það heitir Ríkis(stjórnar)útvarpið. Þar eru á fjórða hundrað starfsmenn, með meðallaun hálfa milljón á mánuði fyrir fjórum árum og fengu hækkun núna á NEFSKATTINUM á hvert mannsbarn 16 ára og eldra úr 3.600 milljónum á ári í 4.200 milljónir!!!!!!!!!!

Sjá einnig hér: http://blogg.visir.is/jvj/2008/12/03/ruvarar-eru-sukkarar-i-rikiskerfinu//a>

Blessi þig.

Jón Valur Jensson, 14.2.2012 kl. 02:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kannski ég tali í dag á Útvarpi Sögu (kl. 12.40-13.00) um Rúv-sukkið og frekjuna til fjörsins (einokunar menningarsjóðs útvarpsstöðva, m.m.), sem birtist í nýju fjölmiðlafrumvarpi.

Jón Valur Jensson, 14.2.2012 kl. 02:31

3 identicon

Það var nú nokkuð sérstakt að sjá gjaldkera $amfylkingarinnar lýsa uppganginum á Íslandi - án þess að minnast einu orði á ESB. Minnist reyndar að það fyrirbæri hafi ekkert borið á góma í innslaginu.

Baldur Benjamínsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 11:09

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ef einhver skyldi hafa gleymt því stendur DDR fyrir „die Deutsche Demokratische Repubilk“, þ.e. „Lýðræðislýðveldið“ eða „Lýðræðislega þýska lýðveldið“. Fréttastofa RÚV breytti þessu fyrir löngu, að Austur- Þjóðverjum forspurðum í „Þýska alþýðulýðveldið“, þótt „alþýða“ sé hvergi nefnd í nafni landsins, heldur aðeins „lýðræði“. Þær skoðanir sem ríktu þar eystra hafa lengi ráðið miklu á RÚV og eru hin síðari ár alveg allsráðandi.

Ég skrúfaði fyrir þegar Hallgrímur Helgason fór að messa.

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.2.2012 kl. 11:19

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og skyldi engan undra.

Jón Valur Jensson, 14.2.2012 kl. 15:09

6 identicon

Danmarks Radio segist vera búið að leiðrétta rangfærsluna. Gott að vera á verði sem víðast ......

Stefan (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:24

7 identicon

Góður pistill. Fyrirbærið opinber fréttastofa virkar því miður illa, samkvæmt minni reynslu, og ég nenni ekki lengur að kenna einstökum starfsmönnum eða stjórnendum um það. Auk þess er slík stofnun óþörf og dýr.

Pressan segir í fyrirsögn í dag: "Fjúkandi vondur Ögmundur: Hef reynt hefnigirni RÚV og kynnst óheiðarleika fréttastofu Sjónvarps" Hann er fyrrum fréttamaður þar á bæ. Oft er gleðin aftanmjó.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:25

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Þega ég sá ríkiskollegana á DDRDK og DDRÚV hittast berandi saman bækur sínar í hinum ríkisrekna raunveruleikaheimi sínum, og ofan í kaupið inni á ríkisstofnunum sínum, þar sem sá íslenski lá á legubekk skattgreiðenda með hárþurrku í hausnum og hinn danski var svo ljómandi hamingjusamur yfir að vera kominn á örugga grund í sendiráði DDR-bandalagsins í "brjáluðu landi", já, þá datt mér í hug Rúmenína skömmu fyrir fall múrsins. Þetta þarf að endursýna seinna.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2012 kl. 16:19

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Danmarks Radio settfram hrollvekju sjónarhorn, sem er því miður staðtreynd á greind Íslensku þjóðarinnar. Ég er algjörlega á móti Ríkisfjölmiðlum í dag og skildu skattagreiðslum umfram almennar verðlaghækkarnir og rauntekjur þjóðarinnar á hverju ári.  Íslensk sérfræðikennig um að ríki geti endlaust sett fjármagn í fjármálgeira sem getur ekki tekið mið af rauntekjum til skiptingar á heimamarkaði á hverju ári er vægast satt geðveik.

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 16:34

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gunnar, þú hefur búið hér nógu lengi á jósku flatneskjunni til að vita tvennt:

Danir vita allt og breyta ekki skoðun sinni þó þeir sjái nýjan sannleika, eða allt annað en þeir héldu sig vita. Danir vilja að Íslendingar séu jólasveinar á klettaey og þannig verður það.

Því miður er til hirð jólasveina á Íslandi, sumir vel færir á hommadönsku, en aðrir meira skyldir Coca Cola jólasveininum og Nosferatu, sem geta staðfest þá mynd sem Danir vilja hafa. Restin fjárfestir svo í gufu. Grýla og leppalúði stjórna á skerinu og það er auðvelt meðan jólasveinarnir eru hlýðnir.

Vinir mínir hér í Danmörku hringdu og spurðu hvort að ástandið væri virkilega svona slappt, hvort allir litu út eins og þunglyndissjúklingar.

Hvað á maður að segja? DR er heilagur sannleikur, þeir trúa mér ekki og Íslendingar - sumir- eru hálfgerðir jólasveinar - en ekki við Gunnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.2.2012 kl. 17:33

11 identicon

Viðurkenna nú hreinar staðreyndir. Island er löngu gjaldþrota land og hefur veðsett allt sem hægt er að veðsetja þ.m. ófædd börn

Kristinn (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 19:05

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Danir geta verið ágætlega skemmtileg snobbhænsn heim að sækja, ef maður man eftir að koma með rétt rauðvín og kannski sultukrukku með sér í nesti.  

Þeir eru merkilega líkir Englendingum að því leiti að þeir líta niður á alla sem ekki eru Danir.  En Englendingar vorkenna öllum sem ekki eru Englendingar.

Þeir eru ekki nískir, en þú verður að borga fyrir þig, færð ekkert frítt nema kannski gistinguna og svo athugasemd vegna rafmagns og vatnsnotkunar .

Hrólfur Þ Hraundal, 14.2.2012 kl. 22:52

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Margir bretar eru líkir Íslendingum: This is your own personal cup of tea.

Bretar hafa hingað til að meðaltali haft meiri ástæðu til að vorkenna sínum samborgurum en Danir.  

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 23:04

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Danmarks Radio er ekki fulltrúi dönsku þjóðarinnar. Ekki frekar en DDRÚV er fulltrúi okkar Íslendinga. Athugið einnig að Danir eru skattpíndasta fólk í heiminum. Að opna glugga í Danmörku og kveikja eitt ljós kostar mjög mikið. 

Danskir sósíaldemókratar hafa lagt til að þyrlur með innrauðar myndavélar flúgi yfir öll hús í Danmörku til að kortleggja einangrun, glugga og dyrabúnað lýðsins. Síðan verði húsin merkt og mönnum gert ókleift í praxís að selja hús sem eru ekki jafn þétt og plastpoki. Þetta er ekki einu sinni lygi.

Slökkviliðið í Danmörku á við þann vanda að stíða að þegar það kviknar í íbúðum, þá kemur enginn reykur. Þær eru svo þéttar. Þær springa bara í fangið á slökkviliðsmönnum.

Hugsið: astmi og ofnæmi

Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2012 kl. 01:02

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendingar 80% er fasteignavaxta og lífeyrsjóðsskattaðir og það skekkir myndina að sleppa því.
Ísland er líkast gamla Sovét á hverjum degi meir og meir, virðist vera á undan markmiðum Brussell. Flýtum okkur hægt.

Júlíus Björnsson, 15.2.2012 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband