Leita í fréttum mbl.is

Þúsund prósent vextir í evrulandi

ESB fáni - Fule - Steinrímur J og Ciolos mbl
 
Grikkland er að verða fyrsta ríkið án óðaverðbólgu sem er útgefandi af ríkisskuldabréfum sem eru svo léleg —sökum evruaðildar landsins— að bjóða þarf fjárfestum 1000 prósent ársávöxtun svo þeir bíti á agnið og láni gríska evruríkinu peninga til nokkurra mánaða. Þessi örvæntingarfulla tilraun Grikklands til að laða smávegis peninga ofan í kassa ríkisins —sem er á leið í gjaldþrot— er að verða svo sorgleg að allt fer nú að geta gerst. Svona er að vera svo kallað evrujaðarland. En það eru öll evrulönd, nema Þýskaland og Frakkland. Þetta er sú framtíðarsýn sem forysta Alþýðusambands Íslands, ásamt kosningasvikaranum á myndinni hér fyrir ofan, vilja búa landi okkar. Hvorugur aðilinn hefur þó sótt neitt umboð fyrir þessu til kjósenda. En þangað eiga a.m.k þingmenn að sækja umboð sitt. Báðir eru umboðlausir og samkvæmir hefðum og siðfræði Evrópusambandssinna.
 
Evruríkið Portúgal fylgir fast á hæla gríska ríksins. Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Portúgals er komið í 1400 punkta á móti 300 punktum á ríkissjóð okkar hér heima. Allt bankakerfi Portúgals hefur nú verið lokað af frá umheiminum í meira en tvö ár. Fjárfestar krefjast rúmlega 17 prósent áhættuþóknunar á ári fyrir að lána þessu evruríki pening í tvö ár og 20 prósent ársvexti þarf þetta evruríki að borga fyrir peninga til fimm ára. Þetta er fjórfalt hærra en krafist er í áhættuþóknun af íslenska ríkinu á alþjóðamörkuðum. Portúgal er eins og bóndi sem þarf að borga fjórfalt hærra verð fyrir áburð, eingöngu vegna slæms félagskapar. Portúgal er ekki treyst því landið á enga mynt. Þetta er evruríki í hnotskurn. Trúverðugleiki, greiðslugeta og lánshæfni þess er því metin til jafns á við rusl.
 
Rússneska ríkisútvarpið
 
RÚV-ríkisstjórnarútvarpið á Íslandi telur nú að hættustigið fyrir alla Íslendninga sé orðið svo alvarlegt, að fréttin um að flóðvarnargarðar flokksforystuhruns Samfylkingarhrunsins gegn grasrót flokksins — og kjósendum almennt — séu við það að bresta, já hún varð að koma á undan fréttinni um þá snjóflóðahættu sem nú vofir yfir Vestfirðingum. RÚV er ESB-samkomuhús sovéskra fréttatíma. Það þagði því fast um sannleikann í dag og bjó til eina korrekt sviðnu myndina af raunveruleikanum í kvöldfréttunum enn. Síðan voru veðurfréttir poopaðar og lagðar út í gúlagaða geymslu sovéska samkomuhússins, þar til fjárrúningar fyrirbærisins höfðu farið fram. Ekkert var því minnst á helstu utanríkismálafrétt dagsins; kröfu ríkisstjórnar Þýskalands til skattheimtu og ríkisfjárnáms í ESB-Grikklandi;
 
Financial Times: The German government wants Greece to cede sovereignty over tax and spending decisions to a eurozone “budget commissioner” to secure a second €130bn bail-out, according to a copy of the proposal obtained by the Financial Times.

 

Í dag, laugardag 28. janúar - Børsen

Í dag, laugardag 28. janúar - Danmarks Radio

Í dag, laugardag 28. janúar -  TV2.DK myndskeið 

Í dag, laugardag 28. janúar - Morgunblaðið

Í dag, laugardag 28. janúar - Sveriges Riksradio

Í dag, laugardag 28. janúar - Norsk rikskringkasting 

Í dag, laugardag 28. janúar - BBC

Í dag, laugardag 28. janúar - Wall Street Journal 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kallinn í miðjunni er trúboði gasprar eitt og framkvæmir annað. Kynlegur kvistur.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2012 kl. 05:48

2 identicon

Hann hefur blekkt mig í síðast skipti. Þessi mynd undirstrikar það.

Fyrrv. kjósandi vg. (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband