Leita í fréttum mbl.is

Sturtuvagnar markaða dumpa evruskuldum á öskuhauga sögunnar

Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland
Mynd; evruupptakari
 
Hlössum af ríkispappírum gefnum út af evruríkjum í evrum er nú sturtað á ruslahauga sögunnar eftir 13 ára veruleikaflótta. Neyðin er orðin svo áberandi að bræðraþjóðir eins og Svíar og Finnar eru að skiljast að, því á milli þeirra var byggður Brusselmúr sem skilur á milli heims og heljar þjóðríkja. Finnska ríkið lét mynt sína detta inn í Brusselmúrinn og stendur nakið með evrumynt í upplausn. Enginn vill lána finnska ríkinu peninga nema það greiði tvöfalt hærri áhættuþóknun en krafist er af sænska ríkinu.
 
Svíþjóð er með sænska krónu sem er í himnesku jarðsambandi við seðlabanka þjóðríkis sænskra þjóðfélagsþegna. Finnland er hins vegar læst inni í seðlabankalingi Evrópu-Ekkertsambandsins og lyklinum hefur verið hent.
 
Bankakerfi evrulanda eru nú undir áhlaupi ríkisstjórna evrulanda, sem allar bjargir eru bannaðar. Þær þrýsta skammbyssunni hér að ofan að gagnaugum sínum og hóta að taka í gikkinn ef síðasti bankinn í ríki þeirra neitar að lána þeim síðustu evruna úr kassanum.
 
Áhrifin á hagkerfin eru þau að bankarnir geta ekki gengt hlutverki sínu sem áburðarverksmiðja atvinnulífsins. Fyrirtækin svelta því ríkið var svo heimskt að henda mynt sinni inn í Brusselmúr Evrópusambandsins. Og nú er ríkið á leið í þrot vegna myntar sem er í upplausn. Fyrirtækin í evrulandi búa sig nú undir endilok evrunnar. 

Á meðan skoðar íslensk ríkisstjórn steingeitar, gungu og druslu teiknimyndaseríur frá síðustu dögum Pompei í Der Untergang Stjórnarráðsins í 101 Reykjavík. 
 
Krækjur: 
 
Paul Krugman; The Euro Curse

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Enginn lánadrottinn vill nema nauðugur viljugur endurfjámagna skuldnauta þegar rekstur er að dragast sama til næstu 30 ára litið hjá skuldnautum. Lélegt að kalla þetta lán. Secondary Market. Þeir verða að borga raunvirði niður á síðustu veltu.
Heildar hráefnisbirgðir í EU liggja alltaf fyrir 30 ár til 100 ár fram í tíman og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Alvöru stofnanna ríki tjalda ekki í til 5 ára. Þau endast öldum saman. Huglægt  raunvirði endist ekki lengi eftir að efnisraunvirðið er uppurið.

Júlíus Björnsson, 29.11.2011 kl. 23:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi Evruupptakari er alltaf að verða raunsærra verkfæri.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2011 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband