Leita í fréttum mbl.is

Nýr "fjárfestir" frá Norður-Kóreu?

Skyldu enn vera til heilar á Íslandi sem muna ennþá að Kína er vanþróað einræðisríki valdaklíku kommúnista?

Já þeir eru sem betur fer margir. En enginn þeirra er í valdastöðum innan Samfylkingarinnar. Sú staðreynd ein og sér, er stórt og hættulegt vandamál fyrir íslenska þjóð. Samfylkingin situr nefnilega í æðsta pólitíska embætti lýðveldis þessarar þjóðar.  

Aftur: Kína er vanþróað einræðisríki valdaklíku kommúnista

Hver býður betur næst? Norður-Kórea? Ítalska mafían? Hún á peninga. Gæti kannski passað fyrir forsætisráðherraínuna. RÚV gæti kynnt málið fyrir þjóðinni. Fréttafjölmiðill á fósturstigi. 

Warren Buffet hefði aldrei fjárfest í neinu sem lyktar af skuggasveinafélagi Huang Nubo. Og heldur ekki ég.

Samfylkingin er skuggasveinafélag. Stórt og hættulegt skuggafélag fyrir Ísland. Enginn ætti að fjárfesta í Samfylkingunni. Enginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Gunnar,við höfum nú verið mikið sammála um tíðina, en ekki nú,þetta er og mun breitast í Kína í framtíð !! ekki spurning,við hverja viltu þá skipta,svona bara spyr!!!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 27.11.2011 kl. 00:49

2 identicon

Þeir félagar Warren Buffet og Gunnar Rögnvaldsson eru samstíga í ákvörðunum um fjárfestingar(!)Það er gott að frétta það=).

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 08:13

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er engan veginn hægt að ganga út frá því að Kína verði nokkurn tíma annað en vanþróað einræðisríki valdaklíku kommúnista. Kína mun aldrei verð neitt svo lengi sem þeir halda þegnum sínum í gíslíngu í þrælabúðum sem notaðar eru til að framleiða vörur á fölsuðu gengi sem afla erlendra peninga í 5 ára brjálsemis áætlanir kíverska ríkisins í Sovét Kremlar anda. Það sem fram fer í Kína er algert brjálæði. Kína á góða möguleika á því að verða helsta mannlega og efnahagslega hryllingssvæði heimsögunnar.

Ástæðan fyrir því að lýðræðisþjóðir hafa viljað fjárfesta hér á Íslandi í gríðarlegu magni er sú að við erum lýðræðisríki og við höfum stjónrsýslu sem er og hefur verið opin (nema undir Samfylkingunni). Hér ríkir frelsi einstaklingsins. Ástæðan fyrir því að við höfum tekið móti þessum fjárfestingum er sú að þær hafa komið frá lýðræðisþjóðum. Allir Íslendingar geta keypt sér hlut í t.d. Alcoa ef þeir vilja. Það er skráð í kauphöllinni í New York, og það er fylgst vel með því. Allir hafa aðgang að öllum pappírum félagsins, alltaf

En sjálfur lít ég á beinar erlendar fjáfestingar sem neyðarlausn. Fjárfestingar eiga af fara opið fram í gegnum kauphallir. Þá eru þær óbeianr og allir geta verið með.

Kauphöllin á Íslandi þarf að vinna sér mikinn og góðan sess. Það tekur tíma. 

Svo finnst mér að það eigi að banna útlendingum að eiga landrými á Íslandi; strax! Það er engin þörf á þessum möguleika. Hreint brjálæði þegar um svo fámenna þjóð er að ræða í svona stóru og viðvæu landi. Einnig þarf að setja kvóta á ferðamannabræðsluæði Íslendinga. Þar eru þeir komnir í annað síldaræfintýri og það mun enda illa. 

Hvaða Íslendingur sem er getur keypt Grímsstaði á Fjöllum, einn eða stofnað hlutafélag um kaupin. Verið er að tala um smáhentur af fé fyrir landstærð á við ríkið Möltu. Það er hrein geggjun að ráðamenn hér skuli telja þetta vera í lagi. Súrrealistiskt og algerlega ómóralskt!

Aðeins einfeldningar halda að nokkur Íslendingur hefði fengið vinnu við skuggafélag kínverjans.

Þið eruð clueless! 

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2011 kl. 10:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi Huang Numb eða hvað hann heitir sem Samfylkingin talar um eins og lýðræðiselskandi góðmenni, kemur úr innsta hring kínverska komunistaflokksins.

“Auður” þessa manns er því augljóslega byggður á blóð samlanda hans.

En hvað í verhöldinn ætti þessi kommi að gera við 300 ferkóðlómetra af landi undir hótel.

Þetta er allt svo gersamlega út úr kú að maður stendur alveg á gati yfir hvað margir okkar samlandar virðast innilega vitgrannir.

Svo láta menn eins og það sé verið að banna manninum að fjárfesta á íslandi af því hann má ekki kaupa stærstu jörð landsins.

Guðmundur Jónsson, 27.11.2011 kl. 11:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ert sko ekki clueless Gunnar góður, ér þér "afturhaldslega" sammála sem oftar. Við erum allir hreinir jólar Íslendingar.

Halldór Jónsson, 27.11.2011 kl. 12:02

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

svar þitt Gunnar er gylt og gott,en svona meira þú ert á móti ESB en þeir eru ekki framtiðin fyrir okkur,als ekki hniggnandi,við hverja viltu versla??þú getur kallað okkur sem viljum versla við sem flesta Clueless /kveðja

Haraldur Haraldsson, 28.11.2011 kl. 00:22

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vert er að benda á 125 grein í lögum um EES

http://www.althingi.is/lagas/137/1993002.html

Þar er ekki bannað að setja íslenskar reglur sem landarkaup. Við gætum lært af dönum og sett okkar eigin reglur í þeirra anda.

Haraldur Baldursson, 28.11.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband