Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orð um gervitungl ríkisstjórnarinnar

Nú er rætt um verðtryggingu á sömu feilnótunum og rætt er um gjaldmiðilsmálin og ESB-málin. Í ríkisstjórn okkar situr hópur vitgrannra manna. Og í kringum þær vitsmunalegu beinagrindur sveima gervitungl úr efni sem ekkert er hægt að byggja úr nema spilaborgir af síðustu sort. Sem sagt; draugaskipið í Stjórnarráðinu siglir fyrir fullu útflaggi.

Í fyrsta lagi; og þessu þarf að slá föstu með sex tommu saum. Verðtryggingin heldur hendinni undir húsnæðismarkaðnum, hagvexti og kaupmætti til lengri tíma litið. Endurtaka þetta þar til það físar inn. Ef þið hefðuð ekki verðtrygginguna núna þá væri fasteignaverð hrunið um 60 prósent og staðan enn verri en hún er í dag. Það er eingöngu verðtryggingunni að þakka að þetta hefur ekki gerst. Og miklu auðveldara er fyrir markaðinn að komast í gang á ný, án algerra náttúrhamfara í landslagi hans. Ef þið pillið við verðtrygginunni núna, þá munið þið í leiðinni leggja markaðinn í rústir. Það er ekki hægt að skipta um markaðsfyrirkomulag án afleiðinga fyrir allan markaðinn og eðli hans. Og þær verða miklar því við erum í miðjum áföllum.

Fyrir hrun - árið 2007 - kom út skýrsla frá Morgan Stanley um evrópska húsnæðismarkaðinn og þær tegundir af lánum sem þar voru og eru enn í boði. Hvatinn að rannsókn Morgan Stanley's var hin sveiflukenda verðmyndun á evrópska húsnæðismarkaðnum. Þar gengur markaðurinn oft fyrir sig í boom bust cycle, eða í verðhruns-verðsprengju takti. Með öðrum orðum; verð húsnæðis sveiflast allt of mikið. Það er of flöktandi (e.volatile). Hér er bæði átt við sjálft sölu- og kaupverð svo og einnig greiðslur og greiðslubyrði af lánum. Þær sveiflast of mikið og oft í engum takti við þarfir og greiðslugetu lántakenda. 

Niðurstaða rannsóknarinnar er m.a. þessi; þegar húsnæðisverð í ríkum löndum er orðið svona hátt miðað við árstekjur fólksins í hagkerfinu - þ.e. fermetraverð í ríkum löndum er orðið afar hátt, - þá sveiflast kaup-söluverð og vextir-greiðslubyrði svo mikið að botninn fer reglulega úr markaðnum. Stór massi fasteignaeigenda verður þar með eignalaus og ræður ekki lengur við greiðslur af lánum sökum mikils flökts í greiðslubyrði miðað við kaupmáttinn og hagsveiflur. Eitt dæmi: Danmörk; tvívegis verðhrun fasteigna á síðustu 25 árum (35-40 prósent), frystur kaupmáttur sökum langvarandi fjarveru hagvaxtar og eyðnisýkingu í kaupmætti launþega; og þar af leiddum hækkandi vöxtum einmitt sökum þessa. Þorri ungs fólks verður eignalaus, getur ekki haldið eignum sínum, missir þær og situr uppi með óviðráðanlegar skuldir í áratugi. Eldra fólkið fer stórskuldugt inn í ekki svo helgan stein, eða í skuldafangelsi til æfiloka. Allir tapa. 

Ein leið til að lækna þetta mikla flökt (e. boom bust cycle) í ríkari löndum Evrópu er að bjóða upp á verðtryggð húsnæðislán, segir Morgan Stanley. Vísitölutenging við raunveruleikann getur leyst þetta mál í ríkari löndum þar sem kaupverð nemur margföldum árstekjum. Í Danmörku borga menn 30 ára lán þrisvar til baka á 30 árum og engum nema vitstola mönnum dettur í hug að bjóða 40 ára lán. Vextir eru háir ef þeir eru fastir, en eins og rúlluskautar ef þeir eru breytilegir. Sölutími upp á 2-6 ár er algengur, jafnvel í góðæri.

Morgan Stanely leggur sem sagt til að boðið verði upp á verðtryggð húsnæðislán í ríkari löndum Evrópu til að bjarga þeim frá reglulegu eyðileggjandi bólu- og hrunferli fasteingamarkaðs.   
 
Annað; álaupin á tvo grunnstólpa íslenska hagkerfisins 
 
Ég vona að stjórnvöld hérlendis (sennilega dauðborin von) skilji að Ísland er undir sameiginlegu áhlaupi massa fólks á lánadrottna og skattgreiðendur (e. a collective run on creditors and taxpayers). Þetta er þekkt fyrirbæri í hagfræði. Svona áhlaup þrífast vel undir ríkisstjórnum sem eru vitsmunalegar beinagrindur með um sig sveimandi gerfitungl úr efni sem ekkert er hægt að byggja úr nema spilaborgir af síðustu sort. 

Þetta áhlaup er gert til þess að massinn komist á ný í innkaupaferðir til Boston og geti tekið upp reglulegt áætlunarflug sitt til Mílanó og boom burstað sig þar í búðargluggum þess allra dýrasta.

Þið vitið þetta náttúrlega allt saman, auðvitað. Og tengið nú vinsamlegast krónuna okkar sem snöggvast við næstu rafmagnslausu álver sem fjármálaráðherra beinagrindasafns fortíðarinnar hefur lokað. Þá verða allir í svo miklu stuði, nema þjóðarhagur Íslendinga. En hvað varðar ykkur, beinagrindum fortíðarinnar, um þjóðarhag. Þið vilduð jú ganga í Sovétríkin á sínum tíma. Og það viljið þið enn.
 
Ég bið því til Guðs að þið finnið aldrei olíuna OKKAR. Og heldur ekki bláberin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Gunnar

Þú segir svo:

"Ein leið til að lækna þetta mikla flökt (boom/bust ferli) í ríkari löndum Evrópu er að bjóða upp á verðtryggð húsnæðislán, segir Morgan Stanley. Vísitölutenging við raunveruleikann getur leyst þetta mál í ríkari löndum þar sem kaupverð nemur margföldum árstekjum. Í Danmörku borga menn 30 ára lán þrisvar til baka á 30 árum og engum nema vitstola mönnum dettur í hug að bjóða 40 ára lán. Vextir eru háir ef þeir eru fastir, en eins og rúlluskautar ef þeir eru breytilegir. Sölutími upp á 2-6 ár er algengur, jafnvel í góðæri. "

Dásamlegt er að einn maður eins og þú skulir hafa greint þetta og sett fram svona.

Í Andverðtryggingaríbyljinni hérna þá væri það greiði við þjóðina ef þú gætir hamrað þessar upplýsingar í töludæmi og birt fyrir okkar fólki sem er eins og apinn á greininni sem er að saga greinina af tréinu.

Haltu áfram að vera til Gunnar og hjálpa okkur.

Halldór Jónsson, 25.11.2011 kl. 08:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með Halldóri: haltu áfram að vera til Gunnar.

Trú manna á töfrasprota sem sáldra alsælu til allra er óendanleg á Íslandi.

Ragnhildur Kolka, 25.11.2011 kl. 09:32

3 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Takk fyrir góð og krítísk skrif og greiningar á alþjoðlegu vandamáli.

Vinstri menn afneita hagsveiflunni og eru tilbúnir að beita allskyns eyðingavopnum til þess að stöðva hana. Telja hana verkfæri hinna djöfullegu kapitalista. En þeir eru að blimskakka á allt annað fyrirbrigði sem er bóluhegðanin. 

Bóluhegðanin er ein afleiðing þess frelsis sem fjármálammarkaðir njóta, sérstaklega nú á dögum þar sem þeir skammta sér frelsið sjálfir. Frelsi til að ræna og rupla og senda grunlausum almenningi reikninginn. Í mörgum tilvikum sjá stjórnvöld um það að senda reikninginn fyrir þá að eigin frumkvæði. (AIG, Goldman Sachs og Landsbanki Íslands anno 1985)

Verðtryggingin verður ekki afnumin nema menn undirbúi það í mjög langan tíma og þannig að það sem ,við tekur sé gagnsætt og líklegt til að standast áhlaup skyndigróðafólks á fjármálamörkuðum.

Fasteignamarkaðurinn er vinsæll í þessum fjármálapóker sem þú lýsir svo vel - vegna þess að þar er hægt að komast að fjármunum almennings milliliðalaust.

Hvað er til ráða?

Guðmundur Kjartansson, 25.11.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú sleppir einn breytur úr í greinigunni hjá þér Gunnar.

Fiat peningar eru ávísanir á verðmæti, til þess að það sé hægt að kaupa eitthvað fyrir peningana verða þeir að vísa á einhver raunverulega verðmæti.

Í kreppu þegar heildarverðmæti í hagkerfinu dragast saman verður því heildarmagn peninga að dragast saman líka, annars verður til verðbólga ekki satt.

Eins og grunnur hinnar íslensku verðtryggingu er lagður þá gerist akurat hið gagnstæða.

Verðtryggðu penigarnar aukast með lækkandi gengi og lækkandi húsnæðisverði.

Þetta gengu vitanlega ekki upp ef þú reynir að setja svona jöfnu upp í excelnum þínum kemur bara villa því eignirnar (veðin) sem búa jú til peningana verða aukast líka til að penigangnið geti aukist.

Villa er leiðrétt á íslandi þannig að þegar veðin rýrna eru þeir sem eiga veðin boðnir upp og bornir út húsum sínum og raunveruleg verðmæti þannig flutt frá þeim, til þeirra sem eiga verðtryggðu skuldirnar.

Og bara svo að það sé á hreinu hvar ég stend í þessu þá á ég mikklu meira af verðtryggðum skuldabréfum en ég skulda . Og kreppan er að færa talsvert af raunverulegum eignum til mín með þessum hætti.

Guðmundur Jónsson, 25.11.2011 kl. 11:20

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir góðar kveðjur, innlit og athugasemdir.


Kæri Guðmundur. Þú ert að flækjast í spagettí. Það eru engir peningar eða verðmæti horfin. Það sem var keypt fyrir þá var keypt of dýru verði eða þá að mjólkin sem keypt var fyrir peningana var súr. Peningarnir eru ennþá til, þeir eru bara hjá kaupmanninum sem hlær með þá alla leiðina í bankann. Og nú vilt þú ekki kaupa sömu súru mjólk af honum á sama verði aftur. Engin verðæti eru horfin. Þú vilt bara ekki greiða sama verð fyrir þau og áður.

Verðmætin sjálf hverfa aðeins í verðhjöðnun. Í verðbólgu þá minnkar hins vegar verðmæti peningana sem eru ávísun á verðmætin. Verðmætin standa.   

Allir virðast sjálfkrafa ganga úr frá því að peningamagn í umferð sé ávalt rétt þegar kreppur skella á. En hvað ef kreppan skall nú einmitt á vegna þess að peningamagn í umferð var einmitt rangt; of lítið. Og að það þurfi því að auka það til þess að lækna kreppuna. Hvað þá?

Comprento?

Gunnar Rögnvaldsson, 25.11.2011 kl. 11:36

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ein leið til að lækna þetta mikla flökt (e. boom bust cycle) í ríkari löndum Evrópu er að bjóða upp á verðtryggð húsnæðislán, segir Morgan Stanley.


Hér á Morgan Stanley við að lán fylgi Standard Neytenda verðvísi eins og hann er mældur í USA og í samræmi við GP(PPP) þjóðartekjur sem Aljóðagengismarkaður reiknar út.

Ísland eins og  flest ríki EU er með sínar eigin verðtrygginar aðferðir. Ég er sammál Worldbank, Morgan Stanley og IMF. 
Annað hvort að  að reikna ráðgerða verðbólgu næstu 30 ár fyrir fram og finna út jafnaðar ársverðbólgu segjum 150% fyrir 30 ár þá 5,0% á ári [UK og USA].  Fylja svo t.d. Libor í raunvöxtum í London: um 1,79% í dag. Það fastir fastir nafnvextir: 5,0% +1,79% =6,79%. Fyrir þá efna mestu.

Eða verðtryggja greislur  í hverjum mánuði með fastavexti 1,79% og með CIP USA eða  stöðlum  hliðstæðum heima ríkis neytenda verðvísi.

Á alþjóða fjármálmarkaði er verðtyggingar einungis miðaðar  við CIP USA og GDP(PPP) þjóðartekjur reiknað út á mælikvarða Worldbanka um raunvirði vörusöluveltna.

Væntalegir Raunvextir á öruggum fasteignaveðlánum við svo við Libor millibankavexti í London, sem bankar á sama markaði  miða við þegar þeirra eru að redda hvor öðrum  max. 2,0%.

HCIP EU, er ekki notaður né Landsframleiðslur OER eða breytingar á þeim, sem kallast hagvöxtur hér, milli ríkja þegar um verðtryggingar er ræða.

100 % Örugg verðtyrðtryggingar veðsöfn skila raunvirðieigin fjár á hverjum tíma og fá einkun Prime  AAA +++ .

Hér vantar öll slík söfn.  Hér vantar 100% örugga verðtygginu.

Ef hefði verið 100% örugg verðtrygging, væru engar verðbætu tifærslur hér, fasteigna salan til Íslendinga á fullu í dag.

Íslensku lánsform Íbúðlánsjóðs falla undir Balloon subprime veðskuldir þar heildar vextir er lægstir fyrst  tölu og vaxa svo á lánstíma.   Auðvelt að plata hrekklausa með að sýna að heildarvextir séu lægsti fyrir.   Hér er grunnvextir fyrir heildaneyluvístölu [næst bær við hagvöxt á ársgrundvelli] minnst 4,4% en raunvextir minnst  6,5%   með tilliti til 30 ára uppgreiðslu tíma. Bankar hér hlutu að hrynja stark þegar byrjað var að reyna verðtyggja 7,5% nafnvexti með heildneysluvísitölu eða hagvexti. 1983 + 25 ár = 2007.  Þetta var bylting í fjármálaheiminum á sínum tíma, hávextir á langtíma heimilsveðskuldum. Danir síðustu 50 ára hafa ekki unnið mikla eftirvinnu, eða látið bjóða sér að skera niður neyslu til að eignast þak yfir höfið þess réð þeir ver við hávaxta sveiflur hvað þá stöðuga hávexti.


Hér er búið að setja upp USA jafngreiðluvesðskuld sem skila sínu afni verðtryggingu og við hliða er svo Íslenska balloon  lánsformið sem flýtti hruni hér.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1206790/

Á Íslandi hafa þjóðartekjur PPP hrunið frá 1970 í samburði við öll ríki EU. Tæknin hefur lækkað raunvirði á öllum vesturlöndum í mörgum geirum.  Sum dýraprótín, málmar og efnasambönd hafa hinsvegar hækkað að raunvirði.

Júlíus Björnsson, 25.11.2011 kl. 15:42

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""En hvað ef kreppan skall nú einmitt á vegna þess að peningamagn í umferð var einmitt rangt; of lítið. Og að það þurfi því að auka það til þess að lækna kreppuna. Hvað þá?""

Ég get sagt þér, kæri Gunnar, að peningamagn í umferð er hvorki rétt í kreppu eða bólu.

Í normal árferði eru framleiddir peningar sem "traust " veð standa á bakvið á þess tíma mælikvarða og hagkerfin virkar vegna þessa að við trúum því að það sé rétt. Þegar kreppa skellur á verða þessi veð að engu eða lækka. Stundum gerist þetta vegna náttúruhamfara eða stríða og stundum, eins og nú vegna heimskra bankamanna sem lána út á veð sem ekki standa. Kreppa stafar sem sagt af því að peningarnir sem við erum að nota vís á of lítið af raunverulegum verðmætum. Af þessu leiðir :

Kreppan = Lítið að veðum, mikið af peningum

Góðæri = Mikið af veðum, lítið af peningum.

Lausn á kreppu sem þú ert hrifin af, að prenta peninga eins og gert er í BNA virkar, því með því er verið að færa peninga frá þeim sem eiga skuldir til þeirra sem skulda. Ef þú lætur skuldugan mann fá nýprentað peninga þá ertu um leið að lækka virði þeirra peninga sem fyrir eru, eða lækka eignir þeirra sem eiga skuldirnar.

En sjáðu til kæri Gunnar ef þú hækkar alltf eignir þeirra sem eiga skuldirnar með afleiðu eins íslenskri verðtryggingu (sem er í raun 60% myntkarfa með tímaseinkun), virkar þetta ekki.

Kær kveðja

Guðmundur Jónsson, 25.11.2011 kl. 16:59

8 Smámynd: Samstaða þjóðar

Á bloggsíðum geta menn skrifað sig rauða og bláa, en það breytir ekki staðreyndum málsins. Krónan er sýndarpeningur (fiat money) og fyrir slíkum gjaldmiðli liggur ekkert annað en að falla í verði gagnvart alvöru verðmætum. Saga Krónunnar sannar þetta, en af hverju ætli þetta stafi ? Ástæðan er sú að sýndarpeningur tengist torgreindri peningastefnu (discretionary monetary policy), sem er ábyrgðarlaus meðferð fjármuna – fé án hirðis. Þegar valda-aðalinn vantar peninga eru þeir búnir til – Seðlabankinn prentar peninga og lánar valda-aðlinum til kaupa á alvöru verðmætum. Stjórnlaus peningaprentun leiðir óhjákvæmilega til verðbólgu, sem er annað orð yfir verðrýrnun peninga. 

Valda-aðallinn safnar því skuldum í fallandi gjaldmiðli og á móti skuldunum er safnað eignum, sem ekki þarf að greiða til baka með alvöru peningi. Hagkerfi sem lúta torgreindri peningastefnu hafa alltaf endað á gjaldþrotum þorra almennings, en uppi stendur valda-aðallinn með stærri hlut en áður. Þetta er snyrtilegur þjófnaður, en ekki geðslegur.

Loftur.

Samstaða þjóðar, 25.11.2011 kl. 17:37

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alþjóðagengis markaður sem alvöru fjárfestar treysta, reiknar út meðal ársgengi allra ríkja heims á sama raunvirðis mælkvarða á öllum veltum seldrar neyslu vöru og þjónustu. Purchase Power parity það er CRED á móti DEB upphæðinni á markaðinum sem fór í að greiða heildar tekju veltuna. Þetta er þjóðargengið sem ákveður raunverð á öllum seldum myntum á Íslandi. Króna er kennitala, ávísun á gengi, skipta henni í evrur breytir ekki genginuá Íslandi. Í viðskiptum gildir ekki: við erum eins.  Sumum er ekki treystandi og þá dugar ekki að lofa greiðslum hvorki í krónum eða evrum. Heildar þjóðar gengi Íslands 2010 seldist ekki nema 30% í krónum , hitt Fob út úr landi. Ríkistjórnin getur skert innlandvöruvelturnar til að auka lánshæfi sitt, gallinn á gjöf jarðar að neytendur er ekki hægt að svelta í hel til að auka tekjur, m.ö.o það er neðri takmörk á aukningu á endurfjármögnunarhæfi.  Ef innlandsvelta eykst þá aukast innri rauntekjur sem getur skilað aukningu á raunvirði meiri lántöku. Ríkistjórn sem er að níðast á eigin heima neytendum, getur fengið endurfjármögnum í samræmi. PPP er mælikvarði á rekstratekjur Íslands markaðar í heildina breytingar á þeim er ekki OER hagvöxtur, sem engin fjárfestir tekur mark á. PPP er hlutlaus samanburðar mælikvarði Alþjóðagengismarkaðar á arðsemi eiginfjár Íslands.      Sölusagan frá 1994 er sú versta í öllum heiminum, og þeir sem hafa ekki kynnst hvernig þroskaðir hugsa skiljagreinlega ekki að Ísland færi enga ávöxtun á erlendum  fjárfestum. Það er búið að hámarka gróðann af Íslandi.

Júlíus Björnsson, 25.11.2011 kl. 19:03

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Reglan er á einu skattaári hjá sjálfstæðu ríki: 

 Balance 1/1

CRED [tölugildi markaðasettar myntar] <=> DEB[ Ráðgerð sölu vöru og þjónustu]. 

Heildarárs þjóðarsölutekjur <=> eyðsla neytenda + eyðsla hins opinbera.
CIA og aðrar leyniþjónustur fylgjast með þessu.

Ríkið getur ekki gefið út mynt segjum 1 billjón og eignfært hana til að segja USA og öðrum ríkjum að eignir ríkisins hafi aukist um 1 billjón. 

Ríkið á voð með erfitt að stunda Íslenska fyrirbærið uppsöfnunar sjóðir af ónýttu reiðufé: gagnvart öðrum ríkjum.
Ríkið þar að selja hverja krónu sem gefur út.  Heildar upphæð seldra króna á uppgjörsári er borin saman við alþjóðraunvirði seldar vöru og þjónustu til að hægt sé að reikna út Þjóðargengið PPP. Hvað fékkst fyrir evrur , dollar eða krónur á Íslandi.    Það er raunvirði krónu samkvæmt mati stöndugra ríkja sem láta ekki taka sig aftan frá.     
Ef raunvirði heildarsölu hækkar um 80% á 18 árum þá eignar heildar eignar matið á Íslandi miðað við staðgreiðslu um 80% max.  Ég er sammál Alþjóða fjármálamarkaðinum.  Ríki geta skilið frá þann hluta heildar söluveltu heildarsöluveltu þann hluta sem fór í opinbera framkvæmdir til fasteignmyndurnar til skýra hversvegna framboð af neyslu vöru og þjónustu minnkað af raunvirði samkvæmt mælikvörðum Alþjóða gengis markaðarins.

Eignir skal meta á lægsta markaðsverði: Hugmyndafræðin hér að eignir hækki að raunvirði að mati hins opinbera ganga ekki upp í frjálsum frjálsum markaðsríkjum. Þær geta í mest lagi fylgt raunvirði árs þjóðarsölu tekna. 

Í lýðræðislegu markaðsríkjum er talað um að skila raunvirði á gjalddaga.  Raunvirði ávöxtunarkröfu  er ekki hægt að tryggja nema með ofbeldi. Það er eignaupptaka innan sömu fjármálalögsögu. Þegar hús er byggt þá er söluþóknun max. prósenta af nýbyggingarkostnaði kostnaði. Hráefnið er búið að selja áður en húsið er selt. Það er ekki hægt að telja aftur til sölu. Heimilisfasteign  launþegar kosta bara 50 % af heildar kaupi hans í 30 ár fyrir skatta.  Ef starfsmanna tekjur hér lækka að raunvirði þá þá lækka líka fasteignirnar sem búa í . Þetta skilja allir nema vanþroskaði hluti mannkyns. Stjórnsýslan hér heldur hún geti aukið veðhæfi Íslands með að hækka fasteignmat og færa hækkunina til hækkunar Landsframleiðslu. Þetta stoppar Íslenskar efnahaglögsögu.  Erlendis kallast að meta passive fasteignir upp fyrir hækkun á raunvirði þjóðartekna að hækka eignarskatta. Upptaka evru breytir ekki raunvirði þjóðargengis, það takmarkar eignafölsun sama ríkis gagnvart Kommission Brussell.

Í USA gildir að GDP(PPP)=GDP(OER) sjá Cia factbook. Heimastjóramatið er sama og raunvirðis útreikninga A ljóðagengismarkaðarins.
Kína á erfitt með að skilja hvers vegna USA vill þeim meiri dollara, USA vil ekki lækka meira raunvirði sölu á sínum heimamörkuðu.  Þetta skilja ekki margir anti-markaðasinnar fyrir Kína. Almennir virkir [ekki á bótum eða tilfærslum] neytendur stýra verðtryggingunni.  Lýðræði hægri manna.   Íslensk hagræði er kommunismi.

Júlíus Björnsson, 26.11.2011 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband