Leita í fréttum mbl.is

Norrænd velferð; 50 fjölskyldur eiga einn fjórða af auði Danmerkur. Mikil dýrtíð

Í Danmörku eiga 50 fjölskyldur auð sem svarar til eins fjórða hluta landsframleiðslunnar og af þessum 50 fjölskyldum eiga fjórar fjölskyldur helminginn af þessum einum fjórða hlut þjóðarauðsins.
 
Hryllileg dýrtíð í Danmörku 
 
Matvæli í smásölu í Danmörku eru nú þau dýrustu í Evrópusambandinu og svo dýr að hópur þingmanna hefur heimtað að málið yrði rannsakað. En þetta verður bara aldrei rannsakað. Einokun í dreifingarlið verslunargeirans og í smáölu er á við það besta sem tíðkaðist í Sovétríkjunum. Tvær matvöruverslanir eru í landinu þar sem þær keyra veldi sín undir hinum og þessum fánum. Tveir menn, innkaupastjórar tveggja kveðja, stjórna algerlega því hvað danska þjóðin borðar.
 
840 þúsund manns gera ekki neitt og eru á fullri framfærslu skattgreiðenda 
 
Í fréttatilkynnningu dönsku hagstofunnar kom fram um daginn að 841 þúsund Danir eru að fullu leyti á framfærslu hins opinbera. Og hér eru ein milljón danskir ellilífeyrisþegar ekki taldir með - og heldur ekki börn og námsfólk. Þessar 841 þúsund sálir eru allar á vinnualdri og vinna við að bora í 1682 þúsund norrænar velferðarnasir nefja sinna á hverjum degi ársins.
 
Fasteignamarkaður í frjálsu falli, tvisvar á 25 árum 
 
Fasteingamarkaður landsins — sem allur er í óverðtryggðum lánum og sem að meðaltali er skuldbreytt á þriggja ára fresti — hefur hrunið tvisvar sinnum síðan 1987 með hörmulegum aðfleiðinugm. Verðhrunið varð allt að 40 prósent í fyrra skiptið. 1800 nauðungaruppboð fóru fram í hverjum mánuði. Fólks sat uppi með óseljanlegar eignir á lægri launum, en með hærri greiðslubyrði miðað við ráðstöfunartekjur. 
 
Frá og með árinu 2007 hefur fasteignamarkðaurinn aftur verið frjálsu falli. Um 40 prósent húsnæðiseigenda undir 35 ára aldri í Danmörku skulda nú meiri peninga í fasteign sinni en hægt er að selja hana fyrir.
 
Alls er hver fimmti fasteignaeigandi í Danmörku er orðinn eignalaus. Skuldar meira en hægt er að selja fyrir. Kemst ekki út. Þetta eru helstu einkenni óverðtyggðra fasteingamarkaða. Þeir sveiflast meira og í hverri sveiflu er fólkinu hent úr úr húseignum sínum. Ekkert lát er á fallinu til lengri tíma litið. Og sjálfum litla fingri stjórnvalda verður ekki lyft neinum til aðstoðar, frekar en fyrri ferðina.  
 
Þetta er, eins og áður er um getið; norræn velferð.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja ,,mart rett i tessu gunni samt sem adur toluvert odyrara ad bua her heldur enn a islandi og ekki er nu fasteignamarkadurinn glæsilegur a islandi svo eru hvad 18,000 atvinnulausir og svo eru 200,000 sem ekki eru ad gera neitt,,born ,,gamalmenni og aumingjar,, og eru a framfærslu skattgreidenda sem er kannski 100.000 eg veit ad tolurnar eru kannski ekki nakvæmar enn ekki langt fra

bestu kv fra paradis,, 

einar axel gustavsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband