Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk hryðjuverk Evrópusambandsins

Á síðasta ári urðu Þjóðverjar og Finnar undir í bankaráði seðlabanka Evrópusambandsins, þegar tekist var á um að fara út í yfirlagt einbeitt brot á grunnreglum myntbandalags Evrópusambandsins.

Meirihluti bankaráðsins ákvað þannig að fara út í stuðningsuppkaup á ríkisskuldabréfum evruríkja sem að þrotum voru komin vegna lokaðs aðgengis þeirra að fjármálamörkuðum heimsins; hægt er að nefna hér til sögunnar Írland, Portúgal, Spán og Grikkland, til að byrja með. Allt myntinni að kenna. 

Úr þessu lögbroti hefur hinni eiginlegu ríkisstjórn landa evrusvæðis, seðlabankanum, orðið til nýtt vopn; pólitískt fjárkúgun. Allt myntinni að þakka. 

Undanfarna mánuði hefur seðlabankinn notað fjárkúgun til þess að fá ríkisstjórnir evrulanda til að hlýða bankanum í einu og öllu. Ef ríkin veigruðu sér við að hlýða þá hætti seðlabankinn að kaupa ríkisskuldabréf þeirra þar til að ávöxtunarkrafan í markaðinum varð þeim ofviða og markaðir lokuðust. Þjóðþingum landanna var þannig stillt upp við vegg; "ef þið makkið ekki rétt þá kaupi ég engin ríkisbréf ykkar í markaðnum". 

Nú hefur Ítalía loksins makkað rétt: þjóðkjörinn forsætisráðherra landsins er flæmdur úr embætti, þingið hernumið og allt er vel, halda fábjánar. Verðlaunin verða veitt í formi einhverrar fyrirgreiðslu frá seðlabanka Sovétríkja Evrópusambandsins. Halda þeir bjartsýnu. 

Nú hljóta allir að verða glaðir. Enginn kjósandi hefur komið nálægt þessu ferli nokkurn tíma. Vél SSE keyrir bara ríkin í Coma.

Ítalía er felld. Bréfið til Silvio Berlusconi frá sovéska seðlabanka ESB er frá því í sumar. Það var myntinni að þakka. Kirkjugarður ríkisstjórna evrulanda stækkar. Það er ekki að ástæðulausu að stýrivextir heita peningapólitískir vextir. Þeir, ásamt útgáfurétti peninga, eru bæði sverð og skjöldur fullveldis. Ítalía hefur misst hvoru tveggja.

Jósef Stalín og Adolf Hitler hefðu öfundað ESB vegna pólitísku myntar seðlabanka Evrópusambandsins. Hún heitir evra. 


mbl.is Berlusconi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband