Leita í fréttum mbl.is

Ríkisútvarpið finnur upp nýjan veruleika. Evrusvæðið orðið "hættusvæðið"

Kynningarbæklingur ferðaskrifstofu Sovétríkjanna
Mynd; upplýstur "upplýsingabæklingur" ferðaskrifstofu

Þið hafið eflaust hlustað á minnstu fréttastofu heimsins, hún er minni en Disneyútvarpið, en heitir samt Ríkisútvarpið. Undanfarna daga hafið þið heyrt þessa fréttastofu tala um "skuldavanda evruríkja". Þetta hugtak, "skuldavandi", er alfarið uppfinning fréttastofu RÚV. Umrædd evruríki skulda í sumum tilfellum það sama eða jafnvel minna en þau hafa gert undanfarna áratugi, án sérstakra vandamála.
 
Það sem hins vegar hefur gerst er það, að markaðurinn hefur að gefnu mikilvægu tilefni ákveðið að evrusvæðið sé ekki bara myntsvæði, heldur einnig hættusvæði. Peningalegt hættusvæði fyrir ríkin sem þar eru. Einnig lýðræðislegt hættusvæði, stjórnarfarslegt hættusvæði og stjórnmálalegt hættusvæði. Það eru þessar hættur sem markaðurinn er að verðleggja upp á ný og krefst nú miklu hærri áhættuþóknunar fyrir að lána til dæmis ríkissjóði Ítalíu peninga. Miklu hærri vaxta en krafist er af Íslandi með krónuna.    

Til skuldanna var stofnað, þeim viðhaldið og þær endurfjármagnaðar á röngum forsendum í skjóli myntar sem enginn vissi í raun hvað var, nema við evruefasemdarmenn. Við vissum þetta. 

Ítalía lét blekkjast af ESB-glingri og tók upp evru. Það hefði landið aldrei átt að gera því Ítalía gaf þar með frá sér hið peningalega fullveldi þjóðarinnar og stendur því algerlega varnarlaust nú. Landið getur ekki varist á neinn hátt. Það tók upp evru og gaf frá sér fullveldið í peningamálum. Ekkert kom í stað fullveldisins nema mynt sem er hættuleg þeim ríkjum sem nota hana. Hættumynt. Skaðvaldur.

Stundum hefur Ríkisútvarpið talað íslensku krónuna niður með því að segja að hún sé minnsta mynt veraldar. Það er ekki rétt. Margar myntir eru minni en íslenska krónan. Um það bil 90 hagkerfi heimsins eru minni en það íslenska. Mörg þeirra nota sína eigin mynt. Sum hagkerfi minni en það íslenska, hafa íbúatölu sem er allt að 14 milljón manns.

Ástæðan fyrir því að hver Íslendingur býr við 46 sinnum ríkara hagkerfi á hvern íbúa en til dæmis hagkerfi sem telur 14 milljón manns, er sú að Ísland varð sjálfstætt fullvalda ríki og hætti þar með að vera nýlenda. Og svo er einnig sú staðreynd að Ísland gekk aldrei í Sovétríkin á sínum tíma. Þó svo að margur kommúnistinn hér heima hafi óskað landi okkar þess. Eins og þeir óska Íslandi inn á evruhættusvæðið í hinum nýju Sovétríkjum Evrópusambandsins núna. RÚV er eitt og annað af þessu fólki.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það þurfti býsna mikið að ganga á til að heyra loks í kvöld (eða rétt síðustu daga) aðeins annað en  ESB halleljúja kór Spegilsins á RUV eða Fréttastofunnar.

Rætt var við íslenskan hagfræðing sem taldi bestu lausn að taka upp ítölsku Líruna aftur og gjaldeyrishöft til að forða  allsherjar bömmer.   

Að þetta Evrudæmi sé samt enn hér lofað og prísað  sem fyrirheitna landið, er hreint ótrúlegt, satt best að segja.

P.Valdimar Guðjónsson, 9.11.2011 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband