Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað annað er komið

Eitthvað annað í ESB: 

Loksins er búið að finna endanleg endalok 30 ára niðurrifs Evrópusambandsins á hagkerfum sambandsins. Jú. Það á að breyta ríkissjóðum 17 evrulanda í banka sem borinn verður uppi af engu sem neinn veit hvað ekki er. Þessi vegferð út í óvissuna er nú þegar hafin með því að ætla að "gíra upp" þá peninga sem sumir halda að séu í hinum svo kallaða "björgunarsjóði evrulanda" - og sem bjarga á 17 evrulöndum frá ókostum sameiginlegrar myntar sem flestir þekkja undir nafninu Evran sem þarf að bjarga. Gott að halda þessu svona einföldu. 

Þetta verður gert með svo kölluðu vogarstangarafli, eða uppgírun peninga (e. gearing/leverage). Sett er ein evra í kassann og hún veðsett nokkrum sinnum fyrir nýjum lánum sem sett eru aftur í kassann til að lána út úr honum til evruríkja sem eru á leið í ríkisgjaldþrot - og sem hafa ekkert aðgengi að alþjóðlegu fjármagni nema á okurvöxtum. Þessum evruríkjum fjölgar. Þrátt fyrir galdrapappírinn sem á að bjarga. 
 
Hinn nýi forseti Sovésb-ráðstjórnarinnar í Brussel, herra Herman Van Rompuy, segir að ekkert sé athugavert við þetta. "Málið líti kannski svolítið flókið út gagnvart almenningi, en þetta sé í raun einungis það sem bankar hafa verið að gera öldum saman". Bankar já.   

Það er hér sem vandamálið hefst og endar ekki. Bankar hafa getað gert þetta "öldum saman" vegna þess að þegar þeir klessukeyra gírkassann sinn og geta ekki gírað efnahagsreikninga sína niður aftur án þess að hagkerfið hrynji ofan á þá í leiðinni, þá hafa þeir hingað til getað hrunið í fangið á skattgreiðendum, öldum saman, þ.e.a.s. þeir hafa hrunið í fangið á ríkissjóðum eða ríkisstjórnum ríkjanna þar sem þeir eiga heima. 

En nú er sem sagt búið að finna lausn á þessu: Bjarga á bönkunum í evrulandi með því að gera ríkin að bönkum sem eiga að bjarga bönkunum sem eru gangandi gjaldþrota í svo mörgum evrulöndunum vegna einmitt evrunnar. Stóra spurningin er hins vegar þessi; í hverra fang eiga ríkissjóðir evrulandanna að falla þegar gírkassi björgunarsjóðsins brasar saman og þeir sem lögðu honum til peninga vilja fá þá aftur, vegna þess að öll ríkin eru að verða gjaldþrota vegna óstjórnar og skaðlegra áhrifa myntarinnar sem á að bjarga með því að bjarga bönkunum og þegar gangandi gjaldþrota ríkissjóðum evrulanda sem eru það vegna einmitt evrunnar. Þetta er einfaldlega brilliant; ESB ætlar að keyra þetta áfram á gufunni úr bensíntanknum. Þetta er eitthvað annað; Eldum saman.

En hvaða rétt á að elda saman? Það er stóra spurningin sem ég þykist vita svarið við, en segi það ekki hér.
 
Eitthvað annað en CDO?
 
Það var alls ekki undarlegt né vægt til orða tekið þegar Simon Johnson notaði orðið "brjálæði" um það sem nú fer fram í Evrópusambandinu, þegar hann talaði í Kredithörpunni í eitthvað annað póstnúmerinu í Reykjavíkinni í gær. 
 
Já: Only the paranoid survives

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Markaðirnir stukku af stað um leið og yfirlýsingin um þúsund milljarðana var gefin. Hækkanir um tíu prósent strax við opnun .... en vandinn er sá að þau Rompoy, Barroso, Merkel & Sarkosy gleymdu alveg þessu smáatriði sem var að segja HVAÐAN þessir aurar koma.

En það er kannski aukaatriði úr því sem komið er, það vantar ekki eittþúsund milljarða Evra til að bjarga Evrópu úr bálinu, heldur 3.200 milljarða Evra. 

Eitthvað verður gert. Svo hverfa þessir pólitíkusar á vit ævintýranna á gulltryggðum eftirlaunum, en fátæktin og niðurlægingin sem blasir við næstu kynslóð eða kynslóðum koma líka og þá verða líka nýir spaðagosar teknir við að fremja viðlíka galdra. 

Kv. GK

Guðmundur Kjartansson, 28.10.2011 kl. 18:58

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað gerist við afskriftir banka við e-h ríki. Hvort það er Grískt-Ítalskt-Spánskt eða e-h annað.  

Hverjir eru búnir að selja sín Ríkisskuldabréf og til hverra?  Hverjir eru taparar í því dæmi.?

Það gætu verið 1 -20 taparar í einni afskrift!!! Hvernig á að geta metið eina afskrift af einum, án afleiðinga fyrir hina??

 Afskriftir banka á skuldum Grikkja, getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar  í heimi þeirra ósýnilegu.

Þeir eru  að hrósa sigri í ESB, en ég held að þeir sjá ekki neina heildarmyd.  (það vantar stríðið og hverjir eru sigurvegarnir).

 Menn eru að hrósa sigri í hálfleik.

Eggert Guðmundsson, 28.10.2011 kl. 22:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein spurning fyrir þig Gunnar...Össur tönnlast á því að Evrópa sé stærsta markaðssvæði okkar og það er í raun eina hálmstráið sem hann hefur í annars ótrúverðugum réttlætingum fyrir inngöngu.

Í fyrsta lagi: Yrði ekki Evrópa stæsta markaðsvæði okkar þótt við förum ekki í ESB?

Í öðru lagi: Þegar hann talar um Evrópu, á hann þá við álfuna alla eða þessar 17 evruríki eða 27 ESB ríki?  

Í þriðja lagi: Eru menn enn að hofa í tölur um útflutning til Rotterdam, sem er raunar bara hub til dreifingar um alla álfuna og út fyrir hana?

Það þarf einhvernveginn að fá botn í þessar endalausu upphrópanir, sem mér finnst raunar hafa lítið samhengi í því hvort við tökum upp Evru eður ei.

Honum er líka tíðrætt um að með krónunni sé verið að velta skuldum á almenning en með Evrunni ekki. Ég sá núbara síðast í dag útreikninga að okkar hlutii þessum síðasta björgunarpakka og því sem planað er að bæta við, séu 150-300 milljarðar. Hvar skyldi Evrópusambandið ætla að taka þá peninga til að bjarga Evrunni? Ekki ætlar Seðlabankinn að lána sjálfum sér þá? Ekki eru bankarnir að snara út fyrir þessu.

Mér finnst komið svo mikið gott af moðreyknum úr kjafti þessa manns að mér finnst að fróðir menn mættu fara að skoða þetta og skýra.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 23:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

150-300 milljarða hlutur ef við værum í púkkinu núna semsagt..

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 23:24

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrir 1994 þá voru ríki í EU, sem búa við reglustýringarverka og síumenntakerfi sem hafa efni á því að láta stærstu bankanna vera skráða á einkaframtak. Bankar hafa allta verið öflugasta fjármála hernaðartól í felstum ríkjum og Seðlabankar eru hugsaðir sem yfirbankar útibú frá miðstýringu.  Lög um Seðalbanka og Miðstýringu í EU: Segja að Kommission: Miðstýring hafi nóg af tólum til að gera samninganna sýnilega, EU Fjárfestingabanka gagnvart þriðja aðlia ríkjum: varsjóður sem greiðir ekki út arð,  EvrópsksaSeðlanBankann sem er fyrir ÞjóðarSeðlabönkum[sem þá verða vera sjálfstæðir gegn heima stjórn]. UK er ennþá ekki tilbúið til að setja sinn Seðlabanka inn í kerfið né kaupa jafnstóran hlut og þjóðverjar og Frakkar í Fjárfestingabankum. Skýring að UK [ríkisjóður] hafi ennþá aðgang að sínum mörkuðum til að fjármagna sig á. Þetta eru viðbætur við Lissabon,  og þar kemur fram að þegar UK skiptir um skoðum þá sé búið að ganga þannig frá að þurfi ekki að fara aftur fyrir Evrópu þingið. 

80% af veltu stærstu Banka í Aljóðafjármala ríkum eru langtíma að meðtali 30 ára veltusjóðir sem búið er að afskrifa allt bundið stofn eigin reiðufé  fyrir mörgum öldum sjá Sviss.

Þessvegna óttast Þjóðverjar ekki samkepnni erlendra banka inni á sínum heimmörkuðum eða um sína inni á annarra ríkja mörkuðum ef þeir sitja við samaborðið. 80% af öruggustu veðin er hrein verðtygginging  sem ekki er hægt að undirbjóða vaxtarlega séð. það kostar 2,0% raunvexti fyrtstu 30 árin það losa stofnkostnað úr 30 ára veltusafni.  Eftir það er Bundið eiginreiðfé jafnt útborgunarskyldunni og þá 1/30 af eignarhaldsveltu=skuldingbindingveltu framtíðar.

Porutgal átti ekki svona neytendavarsjóði eða Spánn þeir áttu gull og silfur í stöflum [millistéttin bjó í hreysum] . Þeirra ríkisbankar sáu um að markasetja þeirra myntir, vera eftirliti með lögaðilum: Balnance verður að stemma við Banka.  

EU er líka búin að reglustýra=skylda aðildarríki og umsækendur til að brjóta upp allar sínar stjórnsýslueiningar sem eru í eðli sínu fjámálfyrirtæki en ekki vsk. fyrirtæki.  Banna bein lánaviðskipti milli ríkistjórna. Allar stjórnsýslur eiga að vera á  föstum grunnfjárlögum og geta því hver um sig hagrætt og tekið til þess lán sem fer í gegnum  einkabanka, sem útvegar [kaupir] meðmæli hjá viðkomandi Seðlabanka og farmselur svo í EU Kauphallar net kerfið.

Þá er líka hægt að gefa sér að Seðlabanki í einhverju EU ríki mæli við einhvern sinna einka banka að bjóða í tiltekin bréf. 

Í lögum sem veitir Kommission útvíkkuna heimild kemur fram að nágrannasamingar feli í sér lánafyrir greiðslur væntlegara umsækjanda.

Þar er komin skýring á krónusölu í kauphöllum.   Vogunarsjóðir fylgjast með og koma inn þegar gengið fer að styrkjast.   Tilgangur með að styrkja gengi er að gera umsækjanda ríki kleyft að hagræða og kaupa meira inn frá EU ríkjum t.d.  

Nota meintann gengishagnað til lækka raunvirði síns útfluttnings til EU á samþættingar þroskaferlinu.

Flest fastista og ráðstjórnaríkin með einafalda reglustýringu á sínum bönkum hirða það sem þegnarir þola á hverjum tíma og einbeina sér að þjóna efri millistétt, hirtu aðildar hagræðingar hagnaðinn ekki til að auka sölu inn á mörkuðum hinna ríkjanna, heldur fylltu þau sína markaði af ódýrum innflutningi og fjárfestu í menntþjónustustörfum  sem ekki tengjast vsk. beint og eru vel borguð í meiriháttar ríkjum eins og Þýskalandi, Frakklandi og UK.   

Ríki sem hafa reynslu af 30 ára skuldbindingum sjá 30 ár fram í tímann, það gera höfundar EU.  Tilgangur helgar meðalið.  Meðlima ríki er orðin bankar fyrir Kommission. Milliliðir nú stjórnsýslur Meðlima ríkja, áður, greifar, barónar og jarlar, eru að verða reiðfjárlausar og því valdalausar.

Kommission losar EU lýðin við milliliðina og fær hollustu á móti. 

Það kemur allstaðar fram í Samningum EU að Mennigararfleið höfunda er grunnurinn, þeir hafi  stjórnskrár ígildi fyrir Meðlima ríki.   EES reglustýringin[ hljómar öðru vísi en regluverk]  er óbeint afsal á efnahagsmálum sem er hagfræði orðið fyrir fjármál.  Undir efnahagsmálum eru tekjur og gjöld sem er sjóðstreymið í sjálfum sér, og þeir sem hann hanna farvegi  og finna upp uppsprettur og leggja niður eru kallaðir economists, stjórnsýslunnar=yfirfjámálaklíkunnar. 

 Í bókhaldi gildir alltaf í mörg hundruð ár að  Ríkið KRED[passive] <=>DEB[active]þegnarnir.  Í bókhaldi þegnsins er þetta skilið rétt active áherslan er á DEB.  Sölu eignir Ríkisins eru rekstrarleyfi bundin reglustýringu inn á tiltekna geira sama ríkis.  Þetta er upphafið. KRED eru skuldbindingar og DEB er Eignarhald í fjármálrekstri. Einu sinni á ári minnst er mismunur tekna og gjalda síðasta árs fluttur yfir í frjámála reikninginn.

Umfram eigin [frjálsar og almennt seljanlegar á uppgjörsdag] tekjur, eru fluttar til útborgunar í arð [umfram meðalhækkanir næsta árs] og eða settar í varasjóð til að mæta útborgunar skuldbindingu, ráðgerðri meðalverðlags hækkunum [verðbólgu] næsta árs er sjálfgefið. 

Ef kred eignfé var 100 ein. og ráðgerður útborgunar kostanaður er 100 ein. þá verður KRED EigenKaptial [200 ein.] = DEB Handbært reiðufé [200 ein.]   Þetta gildir um allan 30 ára rekstur sem er í jafnvægi.

Total Kaptital bundið í rekstri og losnar ekki nema við sölu og því á rekstrinum líka, getur verið mikið hærra. Það er geymt í sérstakri eignarhaldsmöppu [eignaskattar] en ekki fært inn í fjármáluppgjörið.

Lándrottnar sem lána út á sölu rekstralega eigna bera á því full ábyrgð.

Þar sem viðhald af notkun og af efnafræðilegum ástæðum, er vaninn að dreifa því jafnt á 30 ár 2,0%  miðað við 90% verðbólgu til viðbótar þá er þessi fasteign örugglega hreinsuð á 30 árum, og þá kallast reksturinn stöndugur. Eldri fyrirtæki hafa minna eiginfé.

Bankar eru ekki vsk. rekstur og 30 ára eiga þeir að sýna hreint eigin fé: cash.  

Reglustýring er önnur fyrir lögaðila sem starfa lengur en 5 ár og er ætlað starfa í grunni fjármála, en hinna.

Banki sem er með 80% af veltu bundið í 30 ára þroskuðum veðveltusjóðum þarf  1/30 af heildar skuldbingum =veðeignahaldi framtíðar= heildarveltu í eingifé um 3,3%.

Þetta er 100% öruggt ef föst tala nýrra skráðra eigenda í sama safni hirðisins  er sú sama og eðli þeirra líka og útborganir fylgja meðaverðbólgu síðustu 30 ár. Nafnvextir nýrra útgáfu á þroskuðum söfnum 30 ára veða fylgja líka raunhagvexti síðust 30 ára, en eru líka til fínstillinga.  Gömul hverfi fylgja CIP. til að tryggja öryggi veðasafn lánadrottna. 

Í samanburði við skammtíma segjum 5 ára veðskuldarveltusjóði með 20% skuldbingu, á árs grunnvelli  sýna langtíma veltur  lægri nafnvexti í góðærum. 

Samkvæmt þýskum og alþjóðlegum hefðum er stofnhlutbréf í vsk. rekstri og 30 ára veðskuldir ekki framseljanlegar í skammtíma Kauphöllum.  Þetta er bæði vegna þess að þetta eru í eðli sín lág nafnvaxta bréf í samanburði og tilheyra grunni sem á tryggja skammtíma ávöxtun bréfa í marktækum Kauphöllum auka veltu á heima neytendamörkuðum. Skýrir lítinn áhuga útlendinga á Íslenska kauphallar fyrirbærinu [Lykill að EU endurfjármögnun].

Íslendingar hafa enga reynslu hér á landi af eðlilegri fjármálstarfsemi, og mannauður allur óhæfur.  Skammtíma fjárfestingum er ekki hægt að bland saman við langtíma. Skammtíma þrífast ekki án þess að hvíla á öflugum langtíma fjárfestingu: 100% öruggum veðum. Þýskaland og UK og USA og fleiri ríki eru lifandi sannanirt til samburðar.  Langtíma verðtyggingar eru ekki kendar opinberlega af augljósum ástæðum.

Ef reglustýring er eðlileg má ekki hafa nafnvexti undir verðtyggingu hærri 1,99% eins og í London síðust 100 ár og þá á nýju.

1970 -2000 þá fóru aðilar að undibúa sig undir samdrátt 2000-2030 að mínu mati, stofna fullt af nýjum veðsöfnum til að þroska, Írar töluð mikið um sín langtíma veðsöfn eftir aldamót. Hér  var engin umræða um veðsöfn: öruggar tryggingar gegn samdrætti.  

Þá voru stofnaðir nýbyggingar 5 árveltusjóðir víða um heim sem lofuð um 2,0% hærri vöxtum á innlán,  þetta fjámagn fór svo í fimm ára kúlulán til byggingarverktaka  sem seldu gegn útborgum og nafnvöxtum allt að 7,5% í 5,0% verðbólgu í UK og USA endurgreiðala til 30 áraq.   Þá voru nafnvextir 5,06%- 8,5% í þessum ríkjum með hliðstæða verðbólgu yfir 30 ár. Nú eftir 11 ár eru min. nafn vextir í USA að stefna á 3,0% , það gengur ekki eins vel í UK að minnka spennuna 4,5%.

Núna þegar  verðbólga minnkar í USA þá gildir um þroskuðu veðsöfn frá 1981 til 2005 að innstreymi er mikið hærra en útstreymi, samt er efast um Prime AAA+++ .   Ísland, bankarnir voru búnir með veð um 2000 og lykil bankar í EU máttu ekki vegna eigin reglustýringar endurfjármagna þá lengur: hagræðingu í sjávarútveg var lokið. 2004 var ekki tekið mark á veðeignahaldsmöppum bankanna og fengin alþjóleg úttekt á þeim [lesa frumgögn bréfinn] . Skýrsla starfsmanna AGS er til á netinu frá 2005, sem stafestir að langtíma varsjóðir hér voru engir, 60 % þá neytenda óvirkir, öll veðsöfn áhættu hávaxta SubPrime.  Ég hefði aldrei afhent þessum bönkum krónu eða pund eða dollar ef ég hefði vitað þetta þá. Ef ég hefði verið Lánadrottinn þeirra gæti vel verið að ég hefi gefið þeim meðmæli til að fá lánað hjá öðrum Lánadrottnum.  Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í skjóli hagsmuna og bankaleyndar. Þetta er ekki samsæri heldur merki um greindarlega viðbrögð sem aldrei er hægt að sanna. Peningar streyma inn í banka minnst 30 ár eftir hann hættir starfsemi.

Banki þarf að hafa reiðufjársteymis varsjóð<=>eiginfé  fyrir alla gjaldmiðla og öll sín veðsöfn.

Passa upp á að eiginfé  x ára framtíðar veðeignar eignarhald = [=>] x ára skuldbindingar x > 0 talið í árum.

Almennt í heildina litið lána styttra en fær lánað ef þetta er raunvaxta söfn og hann er í milli bankaviðskiptum.  Allir bankar eru í viðskiptum við Seðlabanka, kaupa tryggingar og krónur og annan gjaldeyrir.  

Seðlabankar EU  eru eins og Biskupar eða markagreifar eða Amtmenn. Páfi er í Brussell.

Ég veit hvernig stönduga yfirstéttin mótar heila sinna erfingja og þeir hugsa allir eins og þurfa ekki að tala saman.  Þessi vegna er aldrei um nein sannanleg samsæri að ræða í þeirri stétt.

Viðskipti eru eins og skák  sumir eiga auðvelt að vinna nokkuð marga í blindskák.

3,0% sýnishorn af einsleitum markaði nægri mér til segja 98% um allan markaðinn.  Þetta er líka raunvísindalega séð fullnæjandi úrtak.

Leynd virkar ekki gagnvart hæfum innherjum.  Ef reglustýring tryggir að allir séu jafnhæfir á sama keppnismarkað og sitji við sama borði, þá skiptast aðilar á vera umframskilameistarinn á hverju ári. Eftirlit verður óþarfur skatta póstur á neytendur.  100 keppenda markaður þolir 1% -3% gjaldþrot á ári.  Ef ekki er hægt á byggja um heilbrigðum keppnis markaði. Þá er best að tryggja með reglustýringu að rekstur sé rekin í hermennsku anda = hugsunarlaust skili 2,0% skatti af þjónustu veltu.  

Júlíus Björnsson, 29.10.2011 kl. 04:02

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innliitð

Að gefnu tilefni Jón Steinars Ragnarssonar bendi ég á:

Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn

Heimurinn er okkar stærsta markaðssvæði. Og ESB er einungis smá brot af honum.

Markaðssvæði manns sem læstur er inni í Steini við Bræðraborgarstíg númer 120569 í Brussel, er alltaf takmarkað við fangaklefann.

Ef einhver heimshluti er deyjandi sem markaðssvæði þá er það meginland Evrópu og Rússland þar með talið. Demografísk armageddon bíður þessa heimshluta. Hann verður ekki gott markaðssvæði í framtíðinni.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2011 kl. 05:48

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta. Var raunar búinn að lesa þetta og síðuna þína.  En ég er búinn að heyra söng Össurar svo oft að ég var farinn að halda að hann hefði einhverjar aðrar upplýsingar, nú eða hótanir. 

Í aðra röndina var þetta líka dulbúin hvatning til þín að taka þetta saman og hrekja þessa dellu í grein.  

Það liggur undir í orðum Össurar, hvenær sem hann opnar kjaft að við liggjum undir  hótunum um viðskiptalegar hefndaraðerðir og það að allt fjármagn heimsins fari í fýlu ef við förum ekki að vilja Sambandsins. 

Það væri gustuk að fá það hreint fram frá honum ef hann býr yfir slíkri vitneskju.

Þetta er sama tilfinning sem maður fékk við málflutninginn með Icesave.  Hér yrði permafrost og kjarnorkuvetur ef við búkkuðum ekki í einu og öllu.

Getur Evrópuvaktin ekki tekið að sér að slá þessar mýtur af um leið og þær birtast?  Þær eru augljósar mörgum en fjöldinn allur lætur blekkjast. Ég heyri þessi rök ad nauseum hjá fólki í umræðunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 09:03

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Athugaðu Jón Steinar að Össur Skarphéðinsson er minnsti utanríkisráðherra heimsins. Minni en Mikki mús. Trúðverðugleika svoleiðis manna er ekki hægt að nota. Það hefur verið reynt meðal annarra á gjaldmiðilsfundum í ESB. En menn hlógu bara.

Í þessu máli hafa ESB-aðildarsinnar engan áhuga á staðreyndum né rökum. Hér er um eins konar trúarlegt málefni og athafnir að ræða. Spurðu bara Ríkisútvarpið, það minnsta í heiminum, minna en Disney Channel. En hver ætti að trúa minnstu fréttastofu heimsins? Hver?

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband