Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Íslendingar: Nýr Þór sigldi inn til Vestmannaeyja í gær

Hið nýja varðskip Landhelgisgæslu Íslands, Þór, siglir til hafnar í Vestmannaeyjum

Þór siglir inn til Vestmannaeyja 26 okt 2011

Eyjafréttir; Varðskipið Þór í Eyjum 2011 

Morgunblaðið 20. maí 1944

1944: 17. júní í ár gefum vjer oss sjálfir lýðveldisstjórnarskrána.

Engir vitar engar brýr"Að baki þeirri niðurstöðu, sem nú er að verða í stjórnmálum, liggur hörð barátta og mikil frægðarsaga Íslendinga. Í far hinna mörgu stjórnmálasigra kom hin öra framför á öllum sviðum.

Fjárlagafrumvarpið, sem danska ráðherrabrotið lagði fyrir Alþingi 1875, var þannig: tekjur kr. 247.906,00, gjöld kr. 203.788,00. Tekjur samkvæmt núgildandi fjárlögum eru 94 miljónir. 

1874 var engin brú og enginn brautarstúfur á Íslandi. Sjávarútvegurinn var aðallega rekinn á smá bátum. I Hafnarfirði voru að vísu skútur 15 til 40 lesta og hákarlaskip á Eyjafirði. Engir vitar voru hjer á landi."

2011: Nýtt varðskip í flotann

Mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland miðað við önnur lönd

Mikið hefur unnist frá því að samtaka íslensk þjóð varð sjálfstæð í eigin málum. Það gerðist á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Um 700.000 ferkílómetra landhelgi Íslands er vitnisburður um mátt þess að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð í eigin landi. Þetta er ekki sjálfgefið.

Lýðveldi Íslands lifi!

Megi varðskipið Þór verða happafleyta lýðveldis okkar. Hamingjuóskir til Landhelgisgæslunnar sem vakta þarf stærsta hafsvæði heimsins miðað við þann mannfjölda sem að baki henni stendur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verður hann ekki leigður til ESB undir fánalitum þeirra?  Bíddu bara rólegur, það verður. Gæsluskipaleiga ríkisisins hjálpar þeim að borga blóðpeningana sem fara í umsóknina.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband