Leita í fréttum mbl.is

Græningjar í Frakklandi: 30 ára atvinnuleysi og óöryggi er rót vandamála Evrópu

atvinnuleysi_1980-2010
Krísuna á evrusvæðinu má rekja til viðvarandi mikils atvinnuleysis síðustu 30 ára segir Pierre Larrouturou stjórnmálamaður græningja í Frakklandi. "Þettar er ekki kreppa, þetta er rán", segir hann. Fjöldaatvinnuleysi og atvinnuóöryggi síðustu 30 ára hafa þýtt launalækkanir. Það er vegna þessa mikla atvinnuleysis, mini-starfa og lágra launa að landið hefur þurft að skuldsetja sig meira og meira. Atvinnuleysið er ekki afðeiðing kreppunnar heldur er það helsta orsök hennar.
 
Mikið er ég sammála Pierre Larrouturou - og mikið eru þeir sem ég þekki í Frakklandi honum sammála um ástandið og orsakir þess.

ESB => drepur hagvöxt => sem eykur atvinnuleysi => sem minnkar velmegun og velferð => ESB þvingaði svo evruna inn á þjóðir => og allt varð bara ennþá og miklu verra við það. ESB er að drepa Evrópu. Hún er að fara í þrot.

Hér er mynd af þessu aðalsmerki Evrópusambandsins; 30 ára atvinnuleysinu, sem þýðir aukna fátækt, meiri skuldir, þyngri byrðar og sífellt færri og færri banrseignir ungs fólks. Ekkert gengur, allt verður bara verra og verra í ESB. Kolanáma famtíðarinnar er orðin Evrópusambandið sjálft.
 
Í Brussel og á kontorum hinna háu herra út um allar lendur ESB, er þeim háu herrum þjónað af ungu fólki sem engin launin fá. Það er þarna í svo kallaðri "praktík" árum saman og má þakka fyrir ef því tekst að fá launaða vinnu fyrir fertugt.
 
 
Atvinnuleysi í Frakklandi frá 1983
 
30 ár á milli 7-prósent ESB-ömurleika
og 12-prósenta ESB-svartnætti
Það besta sem bauðst á þessu 28 ára tímabili
var 7,3 prósent atvinnuleysi árið 1983.
Allt eftir það varð bara verra og verra og verra og verra
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Langaði að benda þér á magnaða og upplýsandi heimildarmynd Adams Curtis frá 1999 sem heitir "The Mayfair set."

Þótt gömul sé, þá svarar hún því nákvæmlega hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru og raunar af hverju Evrópusambandið varð til og fyrir hverja.

Þetta er 4ra þátta sería, svo taktu frá tíma í þetta. Adam Curtis er sennilega merkilegasti rannsónarblaðamaður og heimildarmyndagerðamaður breta, by far.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 09:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

yndin fjallar þó um söguna að baki því hvernig markaðsöflin hafa hrifsað völdin frá stjórnmálunum og fólkinu. Hvernig samruni stjórnmálanna og fjármálamarkaðarins varð, svo ekki verður lengur greint á milli.

Vil einnig benda þér á Grísku heimildarmyndina Deptocracy á mínu bloggi. Afar upplýsandi sjónarhorn.

Evrópusambandið er markaðurinn og bankarnir og Bankarnir og markaðurinn eru Evrópusambandið. No distinction.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband