Leita í fréttum mbl.is

Rökunum rakað saman

Italía 5 ára ríkisbréf 20 okt 2011

Hann er orðinn absúrd þessi ESB leiðangur Samfylkingarinnar

  • Ríkisfjárhagur margra evrulanda liggur í rústum
  • Bankakerfi flestra ESB landa liggja í rústum eða öndunarvélum og geta ekki gengt hlutverkum sínum
  • Fjármagnskostnaður evrulanda og lánskjör eru að verða þau verstu í heiminum
  • Myntbandalag ESB liggur alveg rústað
  • Sjálfur tilvistargrundvöllur ESB og evru liggur sem gjall í rústum stjórnmálamanna
  • Rétt- og lögmæti bæði ESB og evru liggur í rústum massífs atvinnuleysis sem varað hefur áratugum saman. Fátæktin eykst og eykst 
  • Ekkert nema svartnættið blasir við Erópusambandinu um langa langa framtíð
  • Regluverk ESB og myntbandalagsins liggur í rústum
  • Spillingaröfl hafa sjaldan eða aldrei verið eins sterk í ESB eins og nú
  • Öfgaöfl nærast á öfgum Evrópusambandssinna
  • Afskipti ESB af ríkis- og sveitastjórnun hafa heltekið meginlandið og eru að eyðileggja það
  • Heil 5 ESB lönd eru í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum; Grikkland, Lettland, Írland, Portúgal, Ungverjaland
  • Allt Evrópusambandið er komið í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og betlað er um björgunarhring hjá Bandaríkjunum
  • Í 20 mánuði hefur heimurinn staðið á öndinni yfir þessu allsherjar klúrði Evrópusambandsfíkla sem gengu einni myntinni og 500.000 regluverka-blaðsíðum of langt í valdagræðgi

Þetta á eftir að verða eitt helsta hættusvæðið í heiminum um langa ókomna tíð.

France, Germany May Lose AAA Rating Grant Says

Þegar vinir Jacek Rostowski fjármálaráðherra Póllands segjast vera að sækja um græna kortið til flutnings yfir til Bandaríkjanna vegna þess að þeir eru sannfærðir um að styrjöld brjótist út á meginlandi Evrópu innan næstu 10 ára, þá segir það sína sögu. Pólland þekkir meginland Evrópu mjög vel. Löng og ströng er evrópsk reynsla þess lands. Það er ekki eins heppið og Ísland að hafa hálft Atlantshaf á milli sín og brjálæðinga

Uppfært: Óh, á meðan ég man. Jörðin okkar hefur nú náð að snúast einn hring um sjálfa sig í viðbót við þá snúninga sem þegar voru komnir í almanakið í gær. Og á þeim tíma, já á þeim 24 tímum, tókst að boða til enn eins neyðarfundarins í Brussel. Þetta er þá líklegast 38. aðalfundur í skiptaráði Neyðarevrópu. Það sem gerðist var það að neyðarfundinum sem átti að halda á sunnudag var frestað, aftur. Stærsta tímasprengja veraldar, evrusvæðið, tifar áfram.

Uppfært aftur; neyðarfundurinn á sunnudag verður víst haldinn segja nýjar véfréttir úr ýmsum áttum, aðallega úr humáttum og hurðargáttum. Síðan er hálfleikur og svo eru framhaldsneyðarfundir í boðinu í næstu viku. Passar þetta? Það veit ég ekki.  

Vaxtakostnaður Ítalíu fóru langt upp úr því sem íslenska ríkið þurfi að greiða um daginn fyrir 5 ára lán á alþjóðamörkuðum; Vextir Ítalíu fóru upp í 5,73 prósent í gær, fimmtudag á fimm ára lánum. Sjá mynd að ofan; BB.

Myndskeið Bloomberg; France, Germany May Lose AAA Rating, Grant Says


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eitt ríki á EES svæðinu  er í höndum AGS og heitir Ísland, þar sem dragast þjóðartekjur saman líkt og í Lettlandi. Hraðar en í öðrum ríkjum Vesturlanda.   EES frá bæjardyrum Kommission Brusell er þeirra yfirráðsvæði. Hér ætti að taka þennan EES óþverra upp til endurskoðunnar. Evrópa neyðist til að láta bræða hér Ál. Hægt er selja sjávarafurðir með meiri virðisauka=kostnaði  í gegnum fjölda  lítilla aðila til yfirtétta þriðja heimsins.

Júlíus Björnsson, 21.10.2011 kl. 00:03

2 identicon

Hafa fjölmiðlar á Íslandi ekki tekið eftir því að breska þingið var fyrir örfáum dögum að samþykkja að taka á dagskrá umræðu um hvort halda skuli Þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn UK úr Evrópusambandinu?

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 16:22

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Örugglega ekki því þetta eru athygli verðar fréttir.

Júlíus Björnsson, 21.10.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband