Þriðjudagur, 18. október 2011
Klukkan slær hálf Frakkland
Vissir þú þetta?
Í eðlilegum hagkerfum smíða alþjóðleg vaxtakjör ríkissjóðs gólfið undir vöxtum bankakerfisins. Vextir ríkissjóðs stýra því þeim vaxtakjörum sem bankakerfið býr við. Þess vegna þýddi lækkun á lánshæfni ríkissjóðs Spánar þann 7. október að lánshæfni stærstu banka landsins var einnig lækkuð nokkrum dögum síðar. Og aftur lækkaði lánshæfnismatið á ríkissjóði Spánar nú klukkan 23:00 á þriðjudagskvöldi. Um tvö þrep af Moody's.
Þetta þýðir að vextir í spænska bankakerfinu eru að hækka. Erfiðara verður fyrir bankakerfið að sækja peninga í lækinn nema að borga enn meira fyrir fjárvatnið. Sem þýðir að lán til fyrirtækja og einstaklinga minnka, því arðsemi fjárfestinga getur ekki staðið undir svona hækkandi vöxtum - og það í miðri tilvistarkreppu þeirrar myntar sem spænska hagkerfið nú pissar á sig í. Þar með munu útlán til fyrirtækja og einstaklinga verða færri og færri og umsvifin og sköpunargleðin í hagkerfi Spánar minnka. Af þessu leiðir að hagvöxtur minnkar og hagkerfið dregst enn meira saman, sem aftur mun þýða enn lægra lánshæfnismat, enn hærri vexti og enn minni umsvif og enn meiri töp og að lokum þorna tekjulindir ríkissjóðs upp því þær koma allar frá atvinnustarfsemi. Síðan fer ríkissjóður í gjaldaþrot því allir eru orðnir nokkuð atvinnulausir. Enginn ostur, engin pylsa - og hagkerfið sagar af sér hausinn. Full atvinna er forsenda velmengunar og framfara. Á Spáni ríkir nú 21,2 prósent atvinnuleysi. Það er 46 prósent hjá ungu fólki. Þetta er svona vegna þess að Spánn á enga mynt. Það getur ekki sett nýjan verðmiða á vörur sínar í útstillingarglugga heimsins. Getur ekki aðlagað gengi gjaldmiðils þess sem landið hefur til láns frá Þjóðverjum.
Í óeðlilegum hagkerfum sem búa við mynt sem búist er við að annað ríki beri ábyrgð á, er í vissan tíma hægt að blöffa fjárfesta til að lána ríkissjóði alþjóðlega peninga á fölskum forsendum. Þetta gerðist á evrusvæðinu og þar með á Spáni. Spánn bjó einnig við neikvæða raunstýrivexti árum saman og þeir sprengdu efnahaginn í tætlur.
En nú hafa fjárfestar fattað að það er enginn sameiginlegur skattgreiðandi á bak við sameiginlegu myntina. Enginn sameiginlegur ríkissjóður. Það vantar Ríkið á bak við evruna. Og herinn helst líka. Þetta þarf að stofna í einum grænum. Lánskjör ríkissjóðs Spánar eru orðin verri en ríkissjóðs Íslands undir krónu. Fjáfestar hafa loksins fattað að Spánn er ekki lengur fullvalda ríki, á öngva mynt og getur ekkert gert, nema að reka þá sem vinna í búðinni sem framleiðir vörurnar sem standa á kolröngu verði í búðarglugga landsins sem snýr að umheiminum. En það þýðir heldur ekki neitt, þvi þá reka Þjóðverjar bara enn fleiri úr sinni búð.
Og nú hefur gauksklukka tilvistarkreppu evrunnar náð að slá hálf tíma í Frakkland. Leita þarf aftur til ársins 1992 eftir hlutfallslega meiri vaxtamismun á milli lánskjara ríkissjóðs Frakklands og hins vegar Þýskalands, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Klukkan er farin að slá óþægilega mikið 1992 á evrusvæðinu á ný; Það ár hrundi gjaldmiðlasamstarf Evrópusambandsins (ERM/EMS) svo að segja til grunna. Það eina sem stóð eftir var óbreytt gengi á milli mynta Hollands og Þýskalands. Ferillinn var svona;
- 14 nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3%
- 08. september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM bindingu
- 17. september 1992: Bretland gefst upp á gagnkvæmri ERM bindingu, pundið flýtur aftur
- 17. september 1992: Ítalía gefst upp á ERM bindingunni, líran flýtur aftur
- 17. september 1992: Spánn gefst uppá þröngri ERM bindingu
- 19. nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja bindinguna.
- 23. nóvember 1992: Spænski peseta og portúgalski escudos eru felldir um 6%
- 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM bindingu
- 02. ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2.25% gagnkvæmri bindingu ERM.
Hér hafa menn ekkert lært.
Í Svíþjóð gerðist eftirfarandi árið 1992;
- 10. janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 SEK milljarða halla
- 26. ágúst - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent
- 8. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent
- 9. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent
- 16. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent
- 23. september - Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"
- 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
- 19. nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent
Í Svíþjóð lærðu menn heldur betur af þesari geðsjúku reynslu. Svíar ætla aldrei aftur að fikta við fast gengi né myntsamstarf. Þeir taka aldrei upp evru, því hún er heimsins hættulegasta mynt.
Hlutabréfaeign Ríkisútvarpsins (RÚV) í Evrópusambandinu hefur orðið fyrir áfalli. En hvað gerir stofnunin þá? Jú hún er eins eða jafnvel enn verri og greiningardeildir bankanna voru. RÚV heldur áfram að selja ESB-boðskapinn til að bjarga pólitískri fjárfestingu sinni því RÚV er alls ekki hlutabréfalaust? Ekki hlut-laust. En RÚV átti samt að vera það, samkvæmt lögum. Þetta sannar að pólitísk græðgi er oft enn verri en efnahagsleg græðgi. Evran var byggð á pólitískri græðgi og engu öðru.
Vissir þú að ríkissjóður lands sem skuldar í annarri mynt en þeirri sem landið ræður yfir og getur sjálft prentað, má helst ekki stofna til eins mikilla erlendra skulda eins og þau ríki sem skulda alfarið í sinni eigin mynt. Klukkan kallar evrusvæði-ESB ding dong. Þar á enginn sína eigin mynt og það vita fjárfestar nú. En stofnað var hins vegar til allra of-miklu skuldanna á þeim forsendum að öll löndin ættu þá mynt sem skuldir þeirra liggja í. Skuldasöfnun landanna stjórnaði að hluta til seðlabankinn frægi, ECB. Þetta gerðist allt á hans vakt og undir lófaklappi hans.
Sjá ítarefni; FT í dag (French bond blow-out, chart du jour) og nótur seðlabanka Bandaríkjanna í New York um árið 1992 (Historical echoes)
Þriðjudagskvöld í evrulandi; Spains Rating Cut to A1 by Moodys
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 19.10.2011 kl. 01:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 20
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 116
- Frá upphafi: 1387435
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Lykil Ríki EU samkvæmt menningararfleiðinn nú í dag í gengum kauphallir og lykil hollustu banka er búin að skuldsetja Stjórnsýlur hinna óstöndugu svo mikið þeir geta ekkert gert næstu 100 ár en sætta sig við að gegna þeim sem hafa alltaf afskrifað frekar of mikið fyrirfram. Hægri Frakkar spurðu Þjóðverja á sínum tíma hvort þeir teldu S-EU eiga samleið með meiri háttar fjármálaríkjum, lítið var um svör , hinsvegar tókst Þjóðverjum síðar með aðstoð UK sossa [Heath] að halda sínum útþennslu plönum áfram. Öll ríki verð að tryggja sér orku og hráefni 100 ár fram í tímann og tekjur til að tryggja sér aðföng. EU kommission hefur 5 völdi og þar með sköpunar valdið númer 6 í sinn hendi. Lögaðilar hafa 4 völd og sauðirnir frelsi í samræmi við tekjur. Birgða[og sjóða] stað er hernaðarleyndarmál í ríkjum sem byggja á EU menningararfleið og allt sem getur rukkað sauðabátnum. Þegar keppni er í að tap sem minnst, þá er þeir sterkustu oftast sem sýnast skulda einna mest. Það er innheimtu sálfræði.
Júlíus Björnsson, 19.10.2011 kl. 02:36
Sæll Gunnar.
Af því að ég bý nú enn hér í vesöldinni á Spáni, þá vil ég taka undir þetta með þér.
Þetta gríðarlega og viðvarandi atvinnuleysi hér er mest Evrunni að kenna.
Vegna þess að Spánverjar hefðu þurft að geta fellt gengi gjaldmiðils síns ca 30 til 40% til þess að efla ferðamannaiðnaðinn og koma hjólum atvinnulífsins í gang.
En það geta þeir ekki því að þeir eru handjárnaðir á höndum og fótum við hættulegasta gjaldmiðil veraldar Evruna.
Síðan óttast ég að undirliggjandi vandi Spænska bankakerfisins sé ennþá meiri en menn þora að viðurkenna og sú stífla sé alveg að bresta.
Hér er byggingariðnaðurinn hruninn og er í frosti og eftir standa yfir 700.000 tóm hús og íbúðir, kláruð eða hálfkláruð. Bankarnir eru allir með veð í þessu húsnæði sem voru tekinn í miðri bólunni og eru því enn verðlögð út úr öllu korti af því að menn þora einfaldlega ekki að horfast framan í vandann. Í ofanálag missa hér ca 15000 manns á mánuði yfirveðsett hús sín í hendur bankanna.
Þetta er eins og stíflugarður gerður úr spænskum leir og stöðugt hækkar yfirborð EVRU-lónsins og menn hafa enginn önnur ráð en að bæta bara stöðugt meiri leir- og drullu ofan á stíflugarðinn í þeirri veiku von að brátt fari nú að sjatna í lóninu.
Ef að þeir hefðu sinn gamla gjaldmiðil ennþá pesetann, sem þeir sjá nú mikið eftir, þá hefðu þeir einfaldlega botnlokur á neðanverðum stíflugarðinum og gætu stjórnað þeim og þannig lækkað yfirborð lónsins hægt og sígandi um ca 35% eða svo, eða þar til jafnvægi væri náð.
En hönnunargallar EVRU myntarinnar eru nú öllum ljósir.
Til viðbótar þá tel ég að allir stærstu spænsku bankarnir séu í raun gjaldþrota ef menn reikna rétt og þora að horfa framan í veruleikann.
En hvorki vita vonlaus stjórnvöld hér né bankaelítan þora að horfast framan í þann ískalda veruleika.
Þess í stað stinga þeir allir hausnum í sandinn með höfuðið í átt til Brussel og fara með ESB bænirnar sínar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 08:37
Það sem Gunnlaugur gleymir að taka með í reikninginn, líkt og margir andstæðingar Evrunnar, er að við gengisfellingu gjaldmiðils hækka erlendar skuldir til samræmis við gengisfellinguna.
Varðandi ferðamannaiðnaðinn þá hafa nýlega borist tölur um 11% aukningu ferðamanna til Spánar, það má rekja að hluta til þess ástanda sem er í N-Afríku en einnig þess að söluaðilar í ferðamannaiðnaðinu á Spáni hafa lækkað verð á þjónustu og eru nú að verða t.d. nær Tyrklandi í verði. Verðhækkunin sem átti sér stað áður helgast auðvitað helst af aukinni eftirspurn en með meiri samkeppni og harðara efnahagsástandi þarf að endurskoða stefnu og verðskrá þjónustuaðila. Portúgal er t.a.m. dýrari en Spánn á mörgum sviðum túrismans!
Lykiatriði í hagstjórn heimila, fyrirtækja og þjóða er að eyða ekki meira en maður aflar!
Atvinnuleysið á Spáni er auðvitað ekki Evrunni að kenna. Gunnlaugur vísar réttilega til þessa að þar eru ógrynni íbúða sem standa ókláruð og auð, tala sem er meira að segja hærri en í 3ja fjölmennasta ríki veraldar, Bandaríkjunum. Á Spáni búa um 46 milljónir manna en í Bandaríkjunum um 308 milljónir! Samt eru tölur um autt húsnæði í Ameríku lægri en á Spáni, það er þá væntanlega einnig Evrunni að kenna? Nei, Spánverjar (og fjármálastofnanir) fóru langt fram úr sjálfum sér í byggingageiranum og eru nú að súpa seyðið af því.
Á Spáni eru u.þ.b. 4 milljónir manna án vinnu, atvinnuleysið er um 20%. Ef við gefum okkur að það séu að meðaltali 2 vinnandi menn að meðaltali á bakvið hverja íbúð í byggingu, þá hafa væntanlega um 1.400.000 manns verið að vinna þegar byggingariðnaðurinn var í blóma (að þenjast óeðlilega út).
Skoðum nú hver staðan var á Spáni fyrir byggingabóluna. Árið 1994 var atvinnuleysið á Spáni um 20%, þrátt fyrir að þá hefðu Spánverjar Pesetann og þrátt fyrir að bíla- og skipaiðnaðurinn væri enn að mestu leyti enn í landinu (en ekki fluttur til A-Evrópulanda og Kína líkt og er nú). Hvað gerist svo í kjölfarið? Atvinnuleysi fer minnkandi jafnt og þétt (með smá undantekningu 2001-2002) og nær lágmarki í um 8% árin 2006-2007. Næstu ár á eftir (hrun í byggingariðnaði og samdráttur í ferðamennsku) rjúka tölur upp og eru nú í 20% eins og árið 1994 þegar Pesetinn var gjaldmiðill Spánar.
Það er verið að slá ryki í augu fólks og hreinlega með því að segja að Evran sé rót alls ills í efnahagskefi Spánar. Til að finna skýringar á því hví staðan er eins og hún er í dag má einfaldlega benda á þrjá þætti sem hrundu og hafa verið meginstoðir í efnahagslífi Spánverja undanfarna áratugi, þ.e. byggingar, ferðamennska og iðnaður (bílar, skip, flugvélahlutir).
Til að kryfja stöðuna enn frekar þarf svo að skoða hlutfall tímabundinna ráðningasamninga (allt að 6 mánuðum) og lagalega stöðu verkafólks og atvinnurekanda. Á Spáni hefur verið hvorki meira né minna en 33% alls vinnandi fólks með tímabundna ráðningu að meðaltali (er um um 26% nú). Kostnaður atvinnurekenda við að segja upp eða breyta ráðningasamningum ásamt óeðlilegu öryggi fastráðinna starfsmanna hafa fælt vinnuveitendur frá því að fastráða fólk og einbeita sér þess í stað að framlengingum tímabundinna samninga. Hafa því sveiflur í efnahagsmálum skollið af fullum þunga á verkafólk með uppsögnum og stöðvunum í framlengingu ráðningasamninga í stað þess að fyrirtæki hagræði á öðrum sviðum rekstursins.
Að kenna Evrunni um raunir Spánverja er því rökleysa og skyldi skoðast í stærra samhengi en því ástandi sem er nú. Gullna reglan er og verður alltaf; Ekki eyða um efni fram.
Þórhallur (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 10:55
Lykiatriði í hagstjórn heimila, fyrirtækja og þjóða er að eyða ekki meira en maður aflar!
Lykilatriði í fjármálstjórn Stjórnsýslu og fjármálgeirans er að stofna ekki til meiri skuldbindinga en þjóðin stendur undir í framtíðinni! heimill og fyrirtækin er limirnir sem dansa eftir höfðinu. Kommission Brussell er höfuð Meðlimaríkja sinna: skuldþræla sinna. Þeir sem hafa hæfan meirihluta í Kommission Brussell uppskera eins og þeir fórnuðu. Tilgangurinn helgar meðalið[Fjórfrelsi og evra]. Mengingararfleiðin er söm við sig.
Júlíus Björnsson, 19.10.2011 kl. 14:35
@ Þórhallur. Það er ansi skrítinn röksemdarfærsla hjá ykkur ESB sinnum "að hér sé allt krónunni að kenna, af því að hún sé handónýt"
En svo segið þið að ekkert sé Evrunni að kenna í efnahagslegum hremmingum og stórkostlegu atvinnuleysi margra EVRU ríkjanna.
Þetta stenst heldur enga skoðun hjá ykkur.
Margir virrtustu hagfræðingar Evrópu tala nú fullum fetum um það að EVRAN búi í grundvallar atriðum við alvarlegan innbyggðan og nær óleysanlegan hönnunargalla.
Hið virrta Þýska tímarit Der Spiegel, sagði í grein í síðustu viku "að EVRAN væri hættulegasta mynt veraldar", hvorki meira né minna !
Tekið skal fram að Der Spiegel er ekkert sorprit eða grínblað heldur eitt virrtasta tímarit Evrópu á sviði efnahags- og stjórnmála og í blaðið skrifa aðeins þrautreyndir sérfræðingar.
Auðvitað hefði gjaldmiðilsbreyting hér á Spáni úr Evrum og aftur yfir í peseta ýmsar slæmar afleiðingar líka, en flestar reyndar aðeins tímabundnar.
En skuldir Spænska Ríkisins eða einkaaðila myndu ekki hækka jafn mikið og gengisfellingin yrði af því einfaldlega að stærstur hluti þeirra er innanlandsskuldir en ekki erlendar.
Einnig myndi útflutningsiðnaðurinn stóreflast þar sem útflutningurinn yrði mun samkeppnisfærari en áður.
Ferðamannaiðnaðurinn sem jú aðeins hefur rétt úr kútnum myndi einnig stór eflast.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 15:21
Til viðbótar þetta:
Í dag sagði Jacques Delors fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins orðrétt. "Að breyta þyrfti sáttmálum ESB þannig að einstök ríki geti yfirgefið Evrusvæðið og hætt að nota Evruna sem gjaldmiðil sinn." "Nokkuð sem ekki sé hægt í dag eins og staðan sé."
Delors sagði ennfremur í samtali við Franska stórblaðið Le Monde:
"Að Evrusvæðið væri á barmi hengiflugs vegna þess hversu svifaseinir leiðtogar ESB hafi verið í ákvarðanatöku varðandi aðgerðir til að finna lausn á efnahags vanda þess"
Það er kannski rétt hjá þér Þórhallur að það sé ekki Evran sjálf sem sé aðalvandamálið.
Heldur svifaseint og lélegt stjórnsýsluapparatið sem ESB apparatið er svo vel þekkt fyrir á flestum ef ekki öllum sviðum.
Takið eftir að þessi fyrrverandi forseti sjálfrar framkvæmdastjórnar ESB telur Evrusvæðið standa á hengifluginu og að það þurfi að finna leiðir til þess að einstök ríki geti losað sig úr fjötrum Evrunnar.
Svo tala menn hér eins og Össur að Evran sé að styrkjast og ESB samstarfið allt að eflast, meðan allt annað liggur fyrir, það er allt saman að liðast í sundur og gliðna !
Slíkir menn eru veruleikafyrrtir og bæði sjónlausir og blindir sem þannig tala.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 17:06
Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2011 kl. 17:46
Gleymum ekki að Spáverjar ofmenntuðist og verklýðurinn sendu börn sín í "ódýr" menntasetur og fluttu svo inn grunnstafðlið frá fátækari ríkjum. Menntasetrini hafa ekki verið að skila neinum arði á Spáni að mínu mati. Eðli menntunnar og gæði nemenda skiptir öllu máli í Þýsklandi, Frakklandi, Hollandi, UK, og USA. Stórhlut af nemdum í UK og USA er útlendingar sem greiða niður námskostnað heimamanna. Labour merkir 80% neytenda á hagfræðimáli, óháð menntun.
Júlíus Björnsson, 19.10.2011 kl. 19:37
Það eru svolítið erfitt að neita gagnrýni á ECB, því þar er greinilegt að hlutirnir hafa ekki verið í lagi eða menn a.m.k. illa undir ástandið í dag búnir. Hvað svo sem gengur á í ECB þá er staða Spánverja síður en svo verri í dag en hún hefði verið með Pesetann (þó spádóma sé auðvitað erfitt að sanna). Það má þó benda á ýmsa þætti sem hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi, sama hvaða gjaldmiðill er notaður. Fyrst og síðast ber að nefna viðvarandi halla á fjárlögum, þar að segja meira um það mál?
Ég vil endilega benda á þessa grein hér:
http://voxeu.org/index.php?q=node/6039
þar sem farið ef yfir samanburð á Spáni og Frakklandi vaðandi atvinnuleysistölur m.a. með tilliti til vinnulöggjafar. Ég segi að það þurfi að kafa töluvert dýpra en í gjaldmiðilsmál til að finna orsök atvinnuleysis á Spáni, menntunarstig og gæði hennar kemur þar inn sem og stjórnskipulag sjálfstjórnarhéraðanna og í raun landsins í heild.
Þar sem vísað var í Felipe González, er rétt að taka það fram að hann var vissulega umdeildur í sínu starfi og sér í lagi síðustu ár hans í embætti er fram komu gríðarleg spillingarmál sem höfðu viðgengist innan stjórnsýslunnar á valdatíma PSOE. Með „nútímavæðingu“ spænska hagkerfisins og einkavæðingu ýmissa ríkisfyrirtækja, m.a. orkufyrirtækja (Endesa), landsímans (Telefónica) sem og annara hátt í 200 fyrirtækja að hluta eða öllu leiti í eigu ríkissins náðist það markmið að fylla upp í nokkur göt á ríkiskassanum. Afleiðing þessa stefnu var m.a. hrun í stáliðnaði og skipasmíði sem nú er einungis brot af því sem áður var. Ríkisstjórn González kom efnahaginum í sæmilegt horf með stórfelldri eignasölu, oft á ansi gráu svæði.
Sósíalistinn Felipe González einkavæddi því meira og minna allt það sem Franco hafði byggt upp í grimmilegri valdatíð sinni, það leiddi af sér atvinnumissi tug og hundruði þúsunda Spánverja eða „hagræðingu“ eins og það er kallað á fagmálinu. Það er enda svo að í dag tala heimamenn á Spáni lítið um söknuð til Pesetans, frekar söknuð til þess tíma er Franco réði ríkjum og það meira að segja í héruðum sem andstaðan var hvað mest við einræðisherrann.
Það er alveg sama hvað fjármunir kosta ef það er endalaust slegið lán fyrir kostnaði og framtíðar skuldbindingum, lendingin er alltaf sú sama, eða greiðsluþrot og síðar afskriftir. Það er í raun og veru bara hluti af spilverki kapítalismans, fjárfestar virðast í dag ekki vilja sætta sig við þann hluta af leiknum sem þeir leika. Það var enda töluvert til í því sem Michael Lewis sagði; „We have socialism for the rich [kapítalista], and capitalism for everyone else“. Gjaldmiðillinn (Evran) sjálfur er ekki vandamál á Spáni, heldur meðhöndlunin á honum, alveg eins og væri með hvaða annan gjaldmiðil sem er í því umhverfi sem þar er.
Þórhallur (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 22:37
@Gunnlaugur
Mér þætti vænt um að þú værir ekki að gera mér upp skoðanir og hvað þá heldur eigna mér athugasemdir líkt og þessa hér:
"Það er ansi skrítinn röksemdarfærsla hjá ykkur ESB sinnum "að hér sé allt krónunni að kenna, af því að hún sé handónýt"
En svo segið þið að ekkert sé Evrunni að kenna í efnahagslegum hremmingum og stórkostlegu atvinnuleysi margra EVRU ríkjanna.
Þetta stenst heldur enga skoðun hjá ykkur."
Í grunnin eru það sömu lögmál sem gilda fyrir alla gjaldmiðla en þegar um er að ræða örmynt líkt og íslensku krónuna breytast forsendur töluvert. Það þýðir samt ekki að ég sé á móti Krónunni sem slíkri, frekar að ég vilji sjá stöðugri og ábyrgari stórn hennar en verið hefur síðust áratugi (eða frá upptöku hennar).
Held að við getum sammælst um að vandamálið liggi fyrst og síðast í gjörðum þeirra sem stýra gjaldmiðlinum, þ.e. stjórnmálamönnum.
Þórhallur (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 22:50
Merkilegt
Þegar að Evrusvæðinu snýr, þá er ekkert þar gjaldmiðlinum að kenna. Ekkert.
Þegar að Íslandi snýr þá er allt sem miður fer sagt gjadlmiðlinum að kenna. Allt.
Kæri Þórhallur í Undralandi. Ég þekki málverkin þín. Þau eru öll af sama strúti með sama haus grafinn djúpt í sandinn. Hef séð þau víða.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2011 kl. 22:51
Stjórnsýslan skipti öllu máli hún bókar innra gengi sitt GDP [OER] en alþjóða gjaldeyrismarkaður bókar GDP[PPP] árs meðalgengið, miðað við lokasölu á allri seldri vsk í EU. framleiðslu á raunverðum sem fylgja USA raunverðnæti mati á sama eða hliðstæðum varningi og þjónustu, innan ríkjanna sem ábyrgjast myntina.
Nú sýna mælingar að á Vesturlöndum almennt hækkar þetta heildar raunvirðist mat meira á vesturlöndum en í þriðjaheiminum. Meira í EU en í USA og UK og meira í UK en USA , meira í EU en í UK. Evran veikist mest. Það eru vsk. neytenda markaðir í Kína, Indlandi og Brasilíu sem eru skila mest af raunvirðsauka og fjárfestar í USA og UK er fyrir löngu búnir að einhenda sér í þennan hluta af heimsmarkaðinum. Fjármagnstekjur flokkast til eignamillifærsla á erlendum tungumálum. Arður fer í að borga vexti= yielding og fjármagnsleigu = interest. Hér benti AGS tossa hagfræðingum Íslands á að vandmálið sem hófst hér 1980 og tók uppsveiflu 1994 og var fræðilega fallit 1998 [subPrime væðing langtíma verðtryggingar veltu sjóða] væri að hluti Íslenskra vaxtatekna á hverju ári væri í engu samræmi við vsk. tekjur, en sölu og leigutekur skila vaxtatekjum erlendis og það kallast tvítalning að reikna vaxtatekjur tvisvar í heildar þjóðartekjum á sama ári. Gengið hér skiptir Ísland öllu máli því það ákveður hvað við getum keypt mikið af evrum til að markasetja hér og hvað við verðum allmennt að greiða fyrir hvaða mynt sem er. Þetta er ekkert flókið á skilja á erlendum tungumálum. Neytendmarkaður er sjóður nr. 1, 2 og 3 . Fjöldi virkra neytenda án tillits til aldurs starfa eða menntunnar.
Júlíus Björnsson, 19.10.2011 kl. 23:18
Ágæti Gunnar glaðlyndi!
Ég vil ekki þræta við þig á þessum nótum, hvet þig í staðinn til að halda áfram að rökstyðja mál þitt og skoðanir. Það gæti reyndar vel verið svo að komið sé að þrotum röksemda þíns málflutnings, því hann er haldlítill og ansi yfirborðskenndur.
Það gæti opnað augun fyrir þér að lesa aftur yfir athugasemdirnar hér að ofan og láta svo af því að gera fólki upp skoðanir. Haltu þig við efnið!
Þórhallur (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.