Leita í fréttum mbl.is

Jóladagatal ESB í Grikklandi - næstu 4 evrudagar

Mánudagur í evrum
 
Í dag eru ríkisfjölmiðlar í verkfalli og verða svo þar til á fimmtudag. Lögfræðingar hins opinbera halda áfram í verkfalli sínu þar til á miðvikudag. Engar ferjur sigla fyrr en á miðvikudag vegna verkfalla. Tollverðir ganga frá vinnu í 24 klukkustundir. Skattheimtumenn landsins sem heimta inn skattinn sem senda á til Frankfurt og Brussel eru í 48 klukkustunda verkfalli. Sömu sögu er að segja um almannatryggingar og bæjarstjórnir. Þetta er jú Evrópusambandið ESB.

Þriðjudagur í evrum
 
Járnbrautarstarfsmenn hefja þriggja daga verkfall. Engar samgöngur verða til flugvalla þannig að ESB getur ekki flúið land þann veginn. Þetta gildir sem sagt einnig um marga sporvagna. Blaðamenn hefja verkföll. Hafnarverkamenn hefja 48 stunda verkföll.    

Miðvikudagur í evrum
 
Stærstu verkalýðsfélög Grikklands hefja 48 klukkustunda verkföll. Er Gylfi með? Spennandi. Engin flug verða né akstur leigubifreiða. Bankar og sparisjóðir ætlaðir til afnota fyrir almenning verða lokaðir og læstir, enda ekkert í þeim. Verslanir verða einnig lokaðar vegna verkfalla.

Fimmtudagur í evrum
 
Ekkert flug og öngvir leigubílar. Almenningssamgöngur verða að hluta til lamaðar. ESB-jólin nálgast í evrum. 

Þessar aðgerðir eru taldar auka landsframleiðslu fjárlagaherdeildar Brussels í Grikklandi um miklu minna en ekki neitt. Atvinnuleysi í Grikklandi mælist nú 16,7 prósent og 43 prósent meðal ungs fólks.

Föstudagur í hverju?
 
Bylting? Evrópuherinn frá Frankfurt og Brussel í fjármálaráðuneytinu leystur af hólmi með nýrri grískri herstjórn? Hver veit. ESB er svo spennandi.
 
Með kveðju
Friðarbandalagið ESB
Kommissar Ímat Úrmat, friðarstjóri
 
Krækja

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband