Leita í fréttum mbl.is

100 prósent ESB-PONZI tap fjárfesta á Grikklandi evrusvæðisins

UBS_Greece
 
Enn er Evrópusambandið að skuldsetja Grikkland fram á hinsta tár. Landið er svo örkumla eftir 30 ár í Evrópusambandinu og 10 ár í myntbandalagi þess að ef lækka ætti skuldabyrði ríkissjóð Grikklands niður í 50 prósent af landsframleiðslu, já, þá munu þeir fjárfestar sem lánuðu gríska ríkinu peninga með því að kaupa af því ríkisskuldabréf, tapa þeim alveg öllum. 100 prósent hárklipping er skalli. Þetta segir svissneski stórbankinn UBS í nýrri skýrslu. 

Restin, eða helmingur af landsframleiðslu Grikklands, eru forgangskröfur þeirra sem nú stjórna landinu frá útlöndum; a) ECB-seðlabanki Evrópusambandsins, b) fyrirmikilmenni óspurðra skattgreiðenda í öðrum evrulöndum og c) Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn.

FTD vofa evrunnar
Þetta þýðir að það er alveg sama hvað Grikkland gerir innan evrusvæðisins; landinu mun alfarið verða stjórnað af yfirvöldum annarra ríkja um alla framtíð. Eina leiðin til að losna undan dópgjöf ECB-bankans og evrulanda, er að yfirgefa myntsvæðið, fara í ríkisþrot, taka upp drökmu, fella gengi hennar og neita að borga neitt nema AGS. Aðeins þannig er hægt að bjarga lýðveldi Grikklands og koma lífsnauðsynlegum hagvexti af stað á ný. 
 
Skuldatryggingaálagið á evruaðild evruríkja er nú að verða það versta mögulega í heimi þróaðra ríkja. Mikið versnandi lánskjör og lánveitingar úr bankakerfum evrulanda má lesa út úr þessum versnandi tölum.
 
A worrying Eurozone bank murmur? For the past week the figures have signalled that something is amiss
 
Evruland Frakkland: 183 punktar (+6,63p bara í dag)  
Evruland Portúgal: 1156 punktar
Evruland Spánn: 380 punktar (+6,89p bara í dag)
Evruland Ítalía: 454 punktar
Evruland Belgía: 319 punktar
Evruland Austurríki: 170 punktar
Evruland Grikkland: 5887 punktar 
Evruland Írland: 762 punktar
 
- svo eru hér tvö lönd sem hafa sína eigin mynt
 
Svíþjóð: 59 punktar
Ísland: 291 punktar
 
Vissir þú að 30 prósent af hagkerfi Eistlands er talið vera svart og neðanjarðar. ESB er svo gott.
 
Krækjur
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

To Klemmeno Xryso = The Stolen Gold!

Þjóðverjar stálu Gullforða Grikkja og höfðu á brott með sér ásamt ýmsu öðru, þegar þeir flúðu heim eftir WW2.

Bara frá eyjunni Krít fóru drekkhlaðin skip með þýfi og sigurvegarnir, Bretarnir gerðu ekkert í að stoppa þjófnaðinn!

Hefur einhver reiknar höfuðstól og vexti af Gullinu og öðru því sem þjóðverjar stálu og tókst að flytja heim með sér, engin smá upphæð?

Skulda þjóðverjar Grikkjum kannske mörgum sinnum hærri upphæð uppreiknað, en það sem Grikkir skulda í dag?

Kolbeinn Pálsson, 15.10.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband