Leita í fréttum mbl.is

Not made in the EU

2007 
 
Ég held að þetta sé eina auglýsingin í tækni- og tölvugeiranum þar sem hluturinn er auglýstur með því bara að nota hann. Fáir gera sér grein fyrir því sem til þarf til að geta gert svona einfaldan hlut sem er svo ofboðslega flókinn að ekkert annað fyrirtæki en Apple tókst að koma honum í þannig form að þín og mín eðlisávísun sá sjálf um áframhaldið. Aðeins þannig er hægt að nota allar sekúndur auglýsingarinnar eins og þær eru notaðar þarna.
 
Ég hef notað eftirfarandi stýrikerfi;
  • UNIX á midrange frá DEC
  • MS-Dos
  • Microsoft Windows 3.1 og næstum allt þar á eftir
  • Apple System 6 til System 9
  • Linux of endalausar útgáfur
  • IBM OS/400 á midrange IBM AS/400
  • Apple Mac OS X frá upphafi
. . og það eru aðeins tvö kerfi sem enn standa upp úr í mínum augum:
  • Apple Mac OS X
  • IBM OS/400 (nú System i)
Restin,  satt að segja, mætti vera brotajárn á ruslahaugum frá mínum bæjardyrum séð. En auðvitað og sem betur fer eru ekki allir á sama máli, því þá væri heimurinn fátækari. 
 
En merkilegast af þessu öllu er þó sú staðreynd að Evrópusambandið á ekkert í neinu af þessu lengur. Þar blása vindarnir bara um gjörvalla eyðimörk Brusselveldisins. Framtíðin er bara sandur; Disconnecting People . . Disconnecting People . . 
 
Þetta er ennþá síminn minn þarna fyrir ofan. Hann færi í kistuna með mér ef svo bæri undir.
 
Ég minnist Steve Jobs með söknuði
 
Ennþá bara 29. júní 2007  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband